Jæja þá er smellinum mikla lokið.

Þetta var hreint útsagt mjög skemmtilegt mót og án efa langskemmtilegasti smellur sem ég hef persónulega komið á.
Hann var haldin í ir í staðinn fyrir vörðuskóla í þetta skiptið og hafði það þá kosti að mun betri öryggisgæsla var til staðar.

Þessi smellur var í raun hrein snilld. Spilað var Counter-strike 3on3, Warcraft3 2on2, Action Quake 2on2 og Quake3 FFA.

Sigurvegarar í Counter-strike voru MurK, sigurvegarar í Warcraft3 voru b3nni og taqtix, sigurvegarar í Action quake man ég ekki ;), og sigurvegari í Quake3 FFa eftir mjög jafnan og skemmtilegan leik (Grísaði með 2 fröggum yfir mér ;) ) var b3nni.

Warcraft 3 keppnin á þessu móti var ein jafnasta og skemmtilegasta keppni sem ég hef persónulega tekið þátt í. Líklega 4-5 lið voru á mjög svipuðum styrkleika og svissuðu þau að sigra hvorn annan í mikilvægum leikjum. Teknar voru áhættur með að byggja expansions strax eða rusha og var ótrúlegt hvernig sumt gat hreinlega heppnast algjörlega eða hreint hrunið niður. Oft var liði rústað í fyrri leiknum og rústuðu síðan liðinu sem sigraði þá í seinni. Ein jafnasta keppnin til þessa og þegar W3 verður orðin frægur, vinsæll og hugsnalega spilaður official (íslandsmeistara mót) þá tel ég að þessir menn sem spiluðu hann á smelli þarna munu vera þeir bestu. Takk fyrir leikina Skrekkur, Myrkvi, b3nni, Taqtix, Ravenkettle.

Verðlaunin á þessum smell voru mjög góð, gefið var Paintball ferð fyrir cs og Warcraft3(veit ekki hvað var fyrir aq og quake) og einnig var gefið ævintýra ferð annahvort í Riverrafting, hundasleða ferð eða snjósleða ferð fyrir 2.

Mótið var haldið með góðri dagskrá þótt að nokkrum keppnisgreinum hafi seinkað örlítið. Mjög góður morall virtist vera á laninu og þegar keppnir voru búnar voru allir í góðum fíling í annahvort warcraft, sc, cs eða öðrum leikjum.

Einnig voru switchar á staðnum og var mikið dl í gangi án þess að lagga lanið á sama tíma sem var mjög henttugt. 1 switchin bailaði á okkur í einhvern tíma en tæknimennirnir redduðu því. Einnig var stór spec skjár í miðju lansins sem allir gátu séð á og voru hagnýtar upplýsingar eins og tilboð í sjoppuni og upplýsingar um leiki þar.

Það var allaveganna mjög góð stemning á þessu lani og mæli ég með að fleirri taki þátt á næsta smell.

MurK-Krissi