WoW: Mists of Pandaria announced Eins og titill segir, Mists of Pandaria verður næsti aukapakkinn í World of Warcraft.

Eins og margir, þá hef ég mjög mixed feelings fyrir aukapakkanum. Partur af mér er glaður, partur af mér er örlítið ruglaður.

Mjög mikið af góðum hlutum verður bætt við í pakkanum, þar má meðal annars nefna:

3 nýir battlegrounds, þar á meðal einn Dota style bg.

Scenarios -
Stuttir instances, sem virka meira eins og group quest, tank - healer - dps roles ekki skilyrði, getur mætt þangað með hvað sem er, eitt af því sem mér fannst vera orðið þreytt við WoW er akkúrat healer - dps - tank setupið í PVE.

Talents -
munu virka öðruvísi, nú færðu á hverju stóru leveli (10, 20, 30) nýtt ability í því speci sem þú valdir. Þú velur ekki talenta eins og þeir eru í dag heldur velurðu á hverju stóru leveli milli þriggja mismunandi abilitya til að definea specið þitt, þannig munu mismunandi skugga prestar t.d. vera með nokkuð ólík abilities.

Factional warfare -
Heimurinn hefur meiri focus á horde vs alliance sem mér finnst jákvætt, þegar leikurinn kom út sá ég ávallt fyrir mér factional warfare sem aðal focus leiksins, langaði að levela til að geta drepið scums í hinu factioninu.

Dungeon kerfið verður gert meira flexible -
Það verða ekki lengur highest level normal dungeons, aðeins lower level. Allir highest level dungeons eru í heroic mode, en núverandi heroic mode verður léttara.
Til að halda dungeon runs erfiðum fyrir þeim sem líkar challenge er búið að gera dungeon challenge kerfi, þar sem þú getur keppst við að klára dungeoninn sem hraðast o.fl. challenges sem verða búin til.

Normalized gear -
Verður í dungeon challenges, þar sem það er keppnis - langar samt að slá Blizzard í höfuðið fyrir að hafa ekki gert þetta við arena fyrir fjórum árum síðan, og hafa ekki enn announcað að slíkt verði gert fyrir arena.
quotað frá blizzard
Gear will be normalized, everyone is going to have the exact same item level on their gear. This is a skill based exercise and your gear doesn't matter.
/slap Blizzard fyrir að gera PVE keppnir gear normalized áður en þeir gera fixed PVP gear normalized, arena er skill based og ætti að hafa orðið gear normalized fyrir löngu síðan, og battlegrounds væru mun meira enjoyable á nýjum chars ef þeir væru gear normalized.

World zone oriented -
Blizzard ætlar að hafa meira um að vera í zone-unum, vilja skapa andrúmsloft þar sem spilarar munu þurfa að sækja í zone-in og vera í “World of warcraft”, en ekki í “The cities of Warcraft” :)


Svo voru breytingar sem gáfu mér meira mixed feelings

Þemað sjálft - pandaria
Pandaria er svalt þema finnst mér, en mér finnst það vera meira þema fyrir eitt zone frekar en heilt expansion.

Nýtt race - pandas
Ég fékk mjög mikinn “letingjaþef” af blizzard þegar þeir ákváðu að það yrði aðeins eitt race sett inn í leikinn aukalega fyrir bæði factions, munum sjá horde pöndur og alliance pöndur. Frekar lame, hefðu mátt gera það með goblins en finnst það slappt move með pöndurnar.

Nýr class - monk
melee-healer-tank hybrid.
Brewmaster: Tank
Mistweaver: Healer
Windwalker: Melee DPS
Ég sé einfaldlega annað version af paladin hér á ferð, finnst að Blizzard hefðu getað valið mun áhugaverðari class til að implementa, hefði sérstaklega viljað sjá nýjan spellcaster eða “semi range hetju” með 15 yarda range attacks.

Nú geturðu spila pokémon í WoW
No joke, Blizzard eru að bæta við companion pet vs companion pet combat. Ég hef fulla trú á því að það verði skemmtilegt feature, en það gefur mér frekar mixed feelings yfir hve pokémon-legt það allt saman er.

Level 90 -
Að venju er level cappið hækkað, ágætt að fá “fresh start” í gear level, lenda í slag við hitt factionaið og keppast um að verða hæsta level fyrstur, alltaf stemming að levela í fyrsta sinn í nýjum expansion, svo verður markaðurinn líka alltaf trylltur í kringum ný level cöp.

Pakkinn virðist því focusa meira á gaman og minna á alvarleika en áður, sem gæti reynst gaman í upplifun á meðan spilun stendur, en ég hef örlitlar áhyggjur af því að leikurinn muni tapa mikið af “epic feelinu” sem Warcraft býður upp á. Pöndurnar eru frábærar og ég man eftir þeim í Rexxar campaigninu í Warcraft III frozen throne og þær krydduðu mjög mikið upp á Warcraft með því að vera partur af heiminum, en Warcraft > Pandacraft, finnst expansioninn full pöndulegur en þær hefðu verið skemmtilegar ef þær væru í einu zone-i af expansioninu, en ekki meginþema expansionsins.Ég býst þó við að ég muni versla aukapakkann vegna snilldar breytinga eins og nýja talent kerfið, Dota battleground, meira um að vera í World zones, og síðast en ekki síst get ég orðið WoW Pokémon trainer!