Ég er með kenningu um söguna sem gæti verið bakvið Warcraft 3. Þetta eru bara íhuganir og fyrirveltanir en samt…

Ég tel það víst að leikurinn opnist með human campaigni. Það er mjög líklegt því humans byrja eiginlega alltaf. Þar eru humans í stöðugu stríði við orcs þar sem enginn virðist vera að vinna. Þeir verða hinsvegar fyrir áras frá Undead sem koma frá Northrend (hálfgerður norðurpóll). Þá eru Paladins sendir til að berja niður þá árás. Þeir ferðast yfir hafið undir stjórn Arthas, syni kongungsins, og verða fyrir litlu aðkasti frá Undead, því foringi Undead (veit ekki hver það er) ætlar að nota þá í annað. Þegar lið Arthasar kemst loks að HQ-inu hjá Undead, þá verða Paladinarnir fyrir áras. Þar eru þeir teknir og þeim spillt og breytt í Anti-Paladina (Death Knight). Á meðan eru Humans og Orcs ennþá að berjast út af engu, þrátt fyrir að Thrall (foringi orcana) vilji það ekki. Á endanum draga þeir Burning Legion inn í heiminn. Þetta campaign tel ég að muni enda á hörku Humans/Orcs vs. BL

Næst kemur Orc campaign. Þar eru Humans og Orcs neyddir í bandalag. Það samþykkja ekki allir orcarnir og nokkrir fara til Undermine. Á meðan tekst Orcs, með hjálp Humans, að reka BL í burtu. Orcarnir elta þá en Humans fara að huga að vaxandi árásum Undead. Orcarnir elta BL til Kalimdor, og þar hitta þeir Night Elves. Það brjótast út bardagar á milli þessara tveggja aðila sem veikja þá báða. Þá ráðast BL aftur á Orcs sem leita hjálpar til NE.
Síðasti bardaginn hjá orc tel ég verða Orc/NE vs BL.

Þriðja campaign tel ég að muni vera Night Elves. Þar segir frá því þegar þeir, ásamt Orcs, berjast við BL í Kalmidor. Eftir að BL eru að verða sigraðir þá koma Undead til hjálpar meisturum sínum (sem eru BL því Undead voru búnir til af þeim). Þá byrjar allt að snúast við og NE/Orc bandalagið að tapa. Þá koma Humans til Kalimdor til að vitja Orcanna en lenda í hörku bardögum við BL/Undead hersveitir. Ég tel að síðasta missionið verði NE/Orcs/Humans vs Undead/BL

Síðasta campaignið tel ég að verði Undead. Þeir eru í vondri aðstöðu og eru alveg að tapa stríðinu í Kalimdor. Þá senda þeir Arthas til Lordaeron til að spilla Humans soldið vel. Það tekst og Humans verða frekar vitlausir. Næst senda Undead einhvern til Night Elves (veit ekki hvern) og minna þá á að Humans drógu BL aftur í heiminn með göldrunum sínum. Við þetta verða NE ennþá verri en Humans og byrja að ráðast á þá. Síðast en ekki síst senda Undead einhverja til Undermine til að fá rouge-orcana sem eru þar
til að gera uppreisn á móti Thrall, því hann gekk í bandalag við Humans. Eftir allar þessar spillingar og viðbjóð þá skilja þeir NE, Orcs og Humans eftir í free for all í Kalimdor.´Á meðan fer aðal her Undead til Lordaeron í þeim tigangi að taka Human Alliance í verri endan. Það, að mínu mati, er síðasti bardaginn í leiknum. Leikurinn endar svo með myndbandi sem gefur til kynna Warcraft III expansion….

Jæja, þá er það komið. Þetta eru náttúrulega allt saman getgátur þannig að ég yrði ekkert hissa ef þetta væri allt vitlaust :). Allaveg held ég að Blizzard valdi okkur ekki vonbrigðum með söguþráð, ef horft er á brilleruna í Starcraft og Brood war.

Ég þakka fyrir mig
Guztus