Sælir WoW spilarar!

Við félagarnir í Cold as Ice ákváðum að nú væri tækifærið á að henda upp pósti hérna á huga varðandi guildið okkar sem hefur farið ört stækkandi undanfarið.

Guildið var stofnað 29. apríl 2009 og var svona í minni kantinum fram að 3.3.3 patchinum eða þegar ICC var opnað. Fyrstu vikurnar vorum við eingöngu að raida í 10man contenti sem guild og puggandi 25manna raidin. Í mars 2010 fór heldur að aukast í hópnum og við byrjuðum á 25man ICC runnum. Erum eins og staðan er í dag með 12/12 25man normal, 6/12 25man heroic en ekki var raidað mikið í sumar. Erum með 12/12 10man normal og 10/12man heroic.

Við vildum endilega koma hér pósti á framfæri því við erum alltaf að leita af fleiri góðum spilurum. Þær kröfur sem við gerum til raiders eru að menn séu a.m.k 18 ára, þekki sinn classa, hafi einhverja reynslu og geti mætt a.m.k 3 í viku í raid. Annars erum við einnig að accepta menn inn á social status sem eru nýgræðingar.

Ef áhugi er fyrir að sækja um í guildinu þá er hægt að sækja um á http://www.fight-club.is eða koma á Bronzebeard serverinn og tala við einn af stjórnendum okkar. Stjórnendur eru, Steingrimur, Akete, Dómsdagurinn, Rohearn og Manglemaster.

Við erum að leita af mönnum fyrir Cataclysm þar sem við stefnum á að vera eitt af topp guildunum á þeim server.

Endilega commentið ef þið hafið einhverjar spurningar!

Takk fyrir!

Elitexion / Cold as Ice