Helgina 8 - 10 okt nk verður haldið fyrsta alvöru Íslandsmótið í StarCraft 2.
Aðalkeppnin verður 1v1 fyrir 32 manns, það verða átta riðlar með fjórum leikmönnum
í hverjum riðli og komast tveir eftstu í riðlunum í keppni um Íslandsmeistarann í StarCraft 2.
Þeir sem lenda í þriðja og fjórða sæti í riðlunum halda áfram í annarri keppni. Það ætti að gefa öllum kost á að spila ágætis magn af leikjum.

Við verðum einnig með 2v2 keppni sem verður í styttra laginu. Verðlaunin í þeirri keppni verða ekki eins vegleg en sú keppni er líka meira hugsað upp á gamanið. Skráning í það fer fram á mótstað og geta keppendur fundið sér samherja á staðnum.

Mótið sjálft verður haldið á Köllunarklettsvegi 1 (Kassagerðarhúsið) þar sem við erum með aðstöðu á annari hæð.
Húsið opnar klukkan 15:00 á föstudeginum og lokar 03:00.
Mótið sjálft byrjar klukkan klukkan 19:00.

Skráning:
Skráning fer fram á www.sverrir.is/sc2 og hvetjum við alla að kynna sér reglur og fara
yfir fyrirkomulagið á mótinu.

Verðlaun:
Verðlaun fyrir fyrsta sætið í 1v1 keppninni eru glæsileg leikjaheyrnartól, Sennheiser PC 350 í boði Pfaff.
Þess má geta að allir í Team-fnatic eitt virtasta tölvuleikjalið í heiminum í dag nota þessi heyrnatól enda bera þau slagorðið “Hear to win”
Verðlaun fyrir annað sæti verður 120GB nettur 2.5" flakkari í boði Kísildal.

Við þökkum PFAFF og Kísildal kærlega fyrir stuðninginn.

Staðfesting:
Vegna þess að mótið verður takmarkað við 32 leikmenn viljum við hvetja spilara að staðfesta sig til að vera öruggir með sætið sitt. Það kostar 2.000kr fyrir þá sem staðfesta sig en annars kostar 2.500kr ef greitt er á staðnum.

Leyfisbréf:
Athugið að þeir sem eru yngri en 18 ára (líka þeir sem eru á 18. ári) þurfa að koma með leyfisbréf undirskrifað frá foreldrum ef þeir vilja taka þátt.

Fyrirspurnir:
Endilega ef það eru einhverjar fyrirspurnir látið í ykkur heyra, við erum allir í að gera
þetta samfélag skemmtilegra og betra þið getið sent spurningar á turbodrake@replays.is

Mbk,
Stjórn Icelandic StarLeague