Ný er nýafstaðið fyrsta íslenska StarCraft 2 mót þar sem einungis
Íslendingar tóku þátt. Mótið byrjaði laugardaginn 14. ágúst og endaði
mánudaginn 16. ágúst. Alls tóku 32 manns þátt í þessu móti og gekk
þetta gríðarlega vel, fyrir neðan er listi yfir efstu 6 leikmenn ásamt liðinu sem þeir spila innan sviga.

#1 TurboDrake (P)
#2 taqtiX (P)
#3 Gemini (Z)
#4 Hunter (P)
#5-6 Chrobbus (T)
#5-6 Techh (P)

Hægt er að sjá hvernig riðlarnir og útsláttarkeppnin enduðu á sc.1337.is

Replay pakki kemur um leið og við höfum fengið sem flest replay sent. Við bendum þátttakendum á að senda okkur replays sem allra fyrst á netfangið turbodrake(hjá)hotmail(punktur)com.

Í millitíðinni er hægt að sjá upptökur af streaminu á livestream.com/commi

Við reiknum með að verða komnir með betri gæði á stream ásamt því að hafa lýsingu á fleiri leikjum. Ef það eru einhverjir áhugasamir um að lýsa í framtíðinni megiði endilega hafa samband.

Við viljum þakka Sverrir (Commi) og Gulla (gaulzi) fyrir aðstoðina við að halda þetta mót.

Þetta er fyrsta stórmótið sem við höfum haldið og allar ábendingar eru vel þegnar. Við erum alveg til í að skoða breytingar á reglum og fyrirkomulaginu.

Mbk,
Stjórn ISL