Núna getur þú fylgst með bestu PVPers á Íslandi spila í rauntíma!

Þar má nefna spilara eins og Baldone, Bater, Boombot, og Slingthor.

Þú smellir einfaldlega á sjá meira og þú færð meira!

Ert þú að streama og finnst þú verðugur áhorfs? Hafðu þá samband við Slingthor í skilaboðum hér á huga og ég bæti þínu Xfire streami á listann!

Sjá meira


Svona lítur nýr kassi út á huga.is/blizzard
Með þessum kassa var ætlunin að leyfa arena samfélaginu á huga að fylgjast með bestu spilurum á landinu, ásamt því að gefa þeim spilurum tækifæri á því að deila því sem þeir eru að gera með öllum öðrum!

Ætlunin er að fá nægan fjölda af streamers þannig að það sé alltaf einhver að streama á hverju einasta kvöldi í sumar!

Mér fannst þetta tilvalin leið til að fólk geti tekið hæfileikana út fyrir textann hérna á huga, og sýnt umtalaða hæfileika in action!


Ef einhverjum langar að streama, og veit ekki hvað þarf til, þá þarf einfaldlega ágætis hæfileika, sönnun fyrir þeim ( armory, current rating, sannfærsla) og link á Xfire stream viðkomandi, og þá fær hann streamið sitt í safnið!

Vona að þið fýlið þetta!