Þetta er fyrsti pósturinn um Shadow Vault en við erum lítið guild á Burning Legion sem samanstendur af nokkrum Íslendingum, handfylli af svíum og einum íra.

Við erum frekar casual raiding guild, tökum frekar helgarnar í og þá oftast eina kvöldstund og ekkert meira. En við byrjuðum þessa vikuna á fimmtudagskveldi og hlupu þá flestir með alta í gegnum ásamt nokkrum mains svo allt gengi vel. fyrstu 4. voru teknir nokkuð fljótt og örugglega þrátt fyrir eitt kjána-wipe á Marrowgar.

Á föstudagskvöldinu voru mains teknir út og farið beint í Festergut/Rotface og engin teljandi vandamál þar, öll í hópnum búin að læra taktíkina og komin með allt á hreint.

Putricide höfðum við einungis tekið 1. sinni niður áður og þá höfðum við tekið 2 aðra í PUG vegna manneklu það kvöld svo núna var komið að full guild run. Allt gekk vonum framar og var hann tekinn niður í 1. try og allir himinlifandi.

Dreamwalker var næstur og náðum við að bjarga henni í 2. tilraun í þvílíku cake-walki eftir að Healer fattaði hvað átti að gera (1. skipti hans í DreamW)

Progress kvöldsins var svo þegar við loksins náðum Blood Princes niður en við höfðum þá 4 sem höfðu aldrei farið í þá áður. Þ.á.m Warlockinn sem tankar shadow. Þetta tók nokkrar tilraunir (minnir 6) og þá höfðum við lært að þegar Shadow kallinn verður empowered þá er bara auto-attack og lítið um einhver rosa hit á hann. Svo var full nuke á hina 2 bara og við áðum þessu nokkuð vel.

Klukkan var núna orðin ansi mikið og svíarnir þreyttir en þar sem við náðum Princes þá vildu allir prófa Blood Queen og sjá hvernig það væri.

1. try, 34%
2. try 16%
3. try Misstum allt niðrum okkur og Wipe þegar hún flaug upp í loftið í 2. sinn

Annars var þetta gífurlega skemmtilegt kvöld fyrir alla og vonandi að eftir að guildið hefur lesið taktíkina bak og fyrir á blood queen að við náum henni nokkuð örugglega og þá er það bara Sindragosa.

http://eu.wowarmory.com/character-sheet.xml?r=Burning+Legion&cn=Gotamella

Takk fyrir okkur og ég vona að þið njótið að lesa um litlu íslensku guildin sem eru að progressa í ICC10
Bro's before Ho's