Gearscore og þú

Hvað er gearscore?

Gearscore er viðbót við tölvuleikinn World of Warcraft. Þessi viðbót er hönnuð og gerð af spilara ótengdum blizzard sem gerði þessa viðbót til að einfalda erfiði fyrir fólki eins og þessar viðbætur vilja oftast vera.
- Gearscore gerir þér kleift að meta hversu vel spilari er búinn til þess að takast á við hindrunina sem áætlað sé að takast á við mjög snöggt. (Hversu gott gear hann hefur)
- Viðbótin reiknar út ákveðin stigafjölda út frá hversu mörg stig hver hluti af settinu þínu gefur. (Reiknar út stig útfrá Itl - itemlevel)
- Það er viðmiðunarlisti í viðbótinni sem sýnir hversu há stig þú þarft til að hafa til þess að takast á við ,,verkið" - En spilarar vilja oftast setja sín eigin viðmið sem geta gengið út í öfga eins og vill oftast gerastí wow :p
- Gearscore gefur upp þá mynd um hversu mikið hver spilari getur áorkað með þeim útbúnaði þeir hafa.
Fólk vill oft rugla saman því að gearscore reiknar ekki út hversu oft hver spilari klúðrar því að halda sér á lífi/gera nægan skaða eða bara standa sig í sínu hlutverki, hvort sem það er að hafa vit á því að setja rétta gimsteina (gems) í útbúnaðinn eða hafa vit á því að færa sig úr glógandi eldpittnum sem var hent í þá.
__________________________________________________________

Hverjir eru eiginleikar Gearscores?

- Gearscore hefur Armory fyrir allan miðlarann þinn(falleg þýðing á server) sem allir í kringum þig sem hafa gearscore uppfæra í hvert sinn sem þeir skoða spilarana í leiknum, einfaldlega með því að gera /gs þá kemur upp gluggi sem sýnir listan yfir hversu mikið af stigum þú þarft fyrir hverja hindrun og gefur upp Armory gluggan sem gerir þér kleift að leita uppi spilara á miðlaranum þínum. (servernum þínum)
- Þú getur sent lista yfir spilara með þér í guildi/raidi/groupu eða bara yfirlit yfir alla sem þú hefur í listanum þínum (overall view) á spilara/eða í hvaða spjallborð sem þú óskar. (Þá kemur upp listi með nafni/guildi og stigafjölda spilara) Það er víst voða keppnis að hafa 6000+ stig núna.
_____________________________________________________

Hvar er gearscore fáanlegt?


- Það eru aðeins tveir möguleikar sem ég get hugsað mér að sækja gearscore frá, en þeir eru báðir af www.curse.com þar sem ég sæki allar mínar viðbætur ( Þar sem ég nota engar breytingar á basic UI þarf ég ekki að nota UI vefsíðurnar)
Ég mæli með að þið sækið þessa viðbót af:
http://wow.curse.com/downloads/wow-addons/details/nvgearscore.aspx
Eða í gegnum:
curse://wow.curse.com/downloads/wow-addons/details/nvgearscore/download/411264/ccip.aspx ef þið hafið Curse Client-inn.
_______________________________________________

Meginn inntak þessarar greinar er að gera skýrari mynd af hlutverki gearscores. Fólk vill misskilja þessa viðbót alveg svakalega.

Upplýsingar voru sóttar af www.curse.com
Pladin1one!!11one!!