Daginn góðu hugarar…

Ég ætlaði uprunalega að fjalla um allt annað, en eftir að hafa skoðað irc-rásirnar, hef ég ákveðið að breyta um efnið…

Ég er alltaf að heyra um að þessi og hinn sé með betuna. Er það vitlaust hjá mér að Blizzard hafi gefið FÁUM betuna? Ef ég hef rétt fyrir mér, þá eru nærri því allir með betuna ólöglega.

Er ekkert morale hérna? Blizzard hafa verið að vinna að leiknum, hvað, í 3 ár! Þýðir það að allir eiga að redda sér betunni ólöglega? Geta þeir sem fengu ekki diskinn, beðið til sumars? Komon allir… Sýnið smá þolinmæði… Ég veit að ef ég væri hjá Blizzard, þá yrði ég frekar fúll að vita að sumir væru að stela leiknum (það kallast stuldur, að cracka leiki).

En hvað er annars að frétta frá betunni? Er það að ganga að beta-testa hann? Ég var að lesa risa lista af hlutum sem lagast í patchi. Hverju öðru er líka að breyta?

Ég biðst afsökunar til þeirra sem fengu diskinn löglega. Þessar alhæfingar mínar voru víst aðeins of ýktar…

En allaveganna, ég vill ekki bara gera nýðingar grein. Ég vill þakka þeim sem eru að stunda warcraft III löglega og að gera hann að betri leik…

ps. Ég ætla að býða þangað til að leikurinn verður gefinn út…