Jólamyndakeppni Komið þið sæl og blessuð

Langt síðan einhver keppni var haldinn svo ég ætla að halda myndakeppni þar sem þema er jólin :)

Reglurnar eru sömu og venjulega og koma hér fyrir neðanSteini
*Myndir verða að tengjast einhverjum leik Blizzard
*Verður að vera mynd eftir ykkur
*Leyfilegt að breyta myndinni í hvaða forriti sem er (Photoshop, 3dMax, Paint o.fl)
*Má vera teiknuð mynd
*Taka skal fram í hvaða forriti myndinni var breytt
*Það væri ekki verra ef notendur gætu linkað í upprunalegu myndina (óbreytt)
*Hámark þrjár myndir, en aðeins ein verður talin til atkvæða.
*Ef myndin á að vera keppnishæf, þá skal hún bera viðskeytið “- Keppni”.


Ef myndin á að vera keppnishæf, þá skal hún bera viðskeytið “- Keppni”

Fólk er ekki alveg að ná þessari reglu, miðað við seinstu keppni. Þá þarf að koma frá - Keppni, ekki láta myndinna heita “Jólamyndakeppni” eða eitthvað því um líkt.
Dæmi: “Orgrimmar - Keppni”
Helst nefna hana eitthvað sem tengist myndinni.
Keppninn byrjar núna og endar þegar ég held að þetta sé orðið gott:), Minnsta lagi 4 daga.

Myndir sem tengjast ekki keppninni verða ekki samþykktar fyrr en henni lýkur.
Stjórnandi á