Íslenska WoW menningin hefur í langan tíma setið aðgerðarlaus og margir setið auðum höndum í sitthvoru horninu. Því er kominn tími til að tjasla þessa menningu örlítið meira saman með þessum gjörningi. Á forums hjá Blizzard og þá aðallega Realm Forums þá er um að ræða svokallaðan guild lista, sem sýnir öll guildin á viðkomandi server.

Því er þetta algjör tilraunastarfsemi sem ég mun reyna að dreifa á sem flesta staði svo sem flestir njóti hennar en ég get þetta ekki hjálparlaust og því þarf ég á ykkar hjálp að halda, þetta verður listi í okkar þágu og því þurfa allir að hjálpast við að uppfæra hann með því að láta mig vita eða svara þessari grein. Þið getið einnig sent mér einkaskilaboð.

Þessi listi verður svo á einhverjum aðgengilegum stað á þessari síðu.

Það sem þarf að koma fram er eftirfarandi:

Nafn á guildinu:
Á hvaða realm eru þið:
Alliance eða Horde?:
Nafn á guild master:
Nöfn allra officerana:
Hvort þið séuð að recruita:
Hvaða classa eru þið að recruita:
Annað sem ykkur dettur í hug (aldurstakmark, lágmarks kunnátta osf.):

Eins og ég segi þá getið þið svarað þessari grein eða sent mér einkaskilaboð.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius