Druid Af því að einhverjir gaurar voru að senda inn grein um mage og tala um hann ákvað ég aðeins að tala um uppáhalds classinn minn - druid.

Druid er class sem notar (ef hann er þannig specaður) dýrsform til að berjast og lifa af. Druid getur líka verið ansi lífsseigur og erfitt fyrir ýmsa classa að drepa því það er mjög erfitt að festa druid á einum stað eða hægja á honum.

Druid er mjög margvíslegur class. Hann getur verið allt. Hann er rogue, hann er tank, hann er caster og hann er healer. En aðeins sittlítið af hverju. Annað væri (augljóslega) óréttlátt.

Druid er mjög góður í PvP vegna hversu erfitt er að drepa hann (ekki nema það séu 3 á honum). Hérna eru ýmsir (þó ekki allir) spells sem eru effective í PvP við að lifa af:
Einir þeirra helstu eru Barksin, Entangling Roots, Rejuvenation, Regrowth og Cyclone
Barkskin eykur armorið um 20% í 12 sekúndur. Þetta lætur druidann ekki fara úr formi.
Entangling Roots getur látið gaur festast í allt að 12 sekúndur en það á alltaf einhver leiðindatrinket.
Cyclone er MJÖG effective. Það festir óvininn í einhvers konar stormi, sem gerir hann ófæran um að gera neitt í 6 sekúndur, en hann er líka immune til alls dmg sem gert er á hann. Eftir að 6 sekúndurnar fjara út getur maður gert þetta aftur en þá varir þetta ekki nema í 3 sek., og svo að lokum 1 sec. En þetta eru heilar 10 sekúndur og 10 sekúndur er slatti af tíma til að heala sig, fara í burtu ef maður er með low hp og fara aftur í formið.
Cat form -
Rake er bleed effect sem varir í 9 sekúndur og gerir mismunandi dmg eftir mismunandi rönkum (ofc). Það er mjög gott combo að gera fyrst Mangle (30% meiri bleed og meiri dmg af SHRED), rake, shred (backstab) og í endann rip, sem er bleed effect líka. Ef þú hefur náð kannski 3-5 combo pointum mun þetta ganga frá HP andstæðingsins þar sem bleed effect hunsa armor, þá er þetta mjög effective gegn plate clössum.
Ég nenni ekki að gera neitt voðalega ýtarlegt um hvern einasta spell þar sem ég hef ekki mikinn tíma eftir (þetta er edit).
Bear form -
Mangle – það sama og fyrir cat form nema fyrir bear
Lacerate – bleed effect, getur stackast, generate-ar mikið threat, gott til að tanka með
Feral charge – fyrir cat form þá stekkur kötturinn á óvininn og daze-ar hann í fjórar sekúndur. Brýtur ekki stealth. Fyrir bear, þá þarf þetta 5 – 10 rage (vá man það ekki…) en þú getur gert þetta í combat. Þetta truflar líka ef einhver er að casta spell þannig þetta er gott að gera ef einhver ætlar að heala sig eða flýja, því óvinurinn festist líka í sessi.
Ég er ekki healer þannig ég ætla ekki að fara í healing partinn.

Talent tré druida eru Balance, sem er fyrir castera. Feral, sem er fyrir öll formin (physical combat) og Restoration, sem er healing talent tréð og þar sem þú færð Tree of Life (meira um það neðar).
Fyrir mér hefur Feral alltaf verið skemmtilegast því ég hef einhvern veginn aldrei fílað Balance né Restoration. DPSið hjá Balance er náttúrulega insane þar sem þeir geta gert marga spella sem gera DoT eins og t.d. Insect Swarm og Moonfire (hence MOONFIRE SPAM!). Dýrið sem þú færð fyrir að vera balance er Moonkin form (oft kallað OOMKin form eða Boomkinform) og það líkir eftir eins konar uglu (finnst mér :P). Þið afsakaðið að ég fer ekki mjög ítarlega í hvorki Balance né Restoration þar sme ég hef alla mín WoW ævi verið feral og hef ég litla sem enga reynslu af þessum tveimur trjáum.


Bear form(lvl 10 og 40) Þetta er fyrsta formið sem þú færð, og þetta er frekar klunnalegt form ef þú spyrð mig: http://www.regressionx.com/wow/Images/Druid_BearForm-NE.jpg Eins og ég sagði ofar þá hefur druid aðeins sittlítið af hverju úr t.d. í þessu tilfelli spell-lista warriors, en þó að svo sé getur druid verið helvíti góður tank. Þú færð bear form í lvl 10 og þú þarft að gera quest í Moonglade til að fá það. Man hvað ég var glaður þegar ég fékk bear formið mitt í fyrsta sinn… Það sem breytist í líkama og sál hjá þér er þetta:
Attack powerið eykst um levelið þitt x3 og armorið frá itemum um 180% og stamina (health) um 25%. Það er ekki hægt að sheepa (breyta player í hvíta kind) meðan hann er í formi. Ef hann verður fyrir því að verða sheepaður í caster form (caster form = ekki í neinu formi) þá getur hann farið í form til að fara úr sheepinu.
Svo er líka Dire Bear Form sem þú færð í lvl 40. Þarf t ekkert að gera neitt quest fyrir það. Það gefur eins, nema armorið frá itemum eykst úr 180% í 370%.
Bjarnarformið hefur ýmsa tank spells, eins og t.d. lacerate og mangle. Mangle eykur meðal annars blóðstreymi frá sári gert af druidanum um 30% og eykur damageið frá Shred (backstab kattarins) um 30% líka.
Mynd: http://wow.allakhazam.com/Im/width=270/51382.png

Aquatic form (lvl 16)
Aquatic form er formið sem notað er til að synda. Mér finnst það vitagagnslaust, þar sem ég er PvPer. Þú þarft líka að gera quest fyrir þetta, synda einhver ósköp hér og þar, og þetta leyfir þér að synda 50% hraðar og ekkert breath limit.
Mynd hér: http://www.taurenchef.com/images/Night-Elf-Sea-Lion-form.jpg

Cat form (lvl 20)
Mitt uppáhalds. Hér bregður druid sér í kattarlíki og hermir eftir rogue, notar energy og combo points til að gera flesta spellana og getur gert ýmis brögð tekin af rogue classinum, en þó ekki öll eins og t.d. vanish og mutilate. Með nýjustu pötchum getur cat form nú líka gert Feral Charge (meira um Feral Charge neðar) sem er afar nytsamlegt. Þetta breytist hjá þér þegar þú ferð í cat form:
Eykur attack power um levelið þitt sinnum 2, + agility og með talent í Feral eykur hraðann um 30%.
Mynd: http://img148.imageshack.us/img148/4610/newcatrunnz7.jpg

Travel form (lvl 30)
Þetta er basically travel form, ferð 40% hraðar. Mynd má sjá hér: http://www.regressionx.com/wow/Images/Druid-TravelForm.gif

Tree of life (lvl 60) ekki beint dýr but oh well
Þetta er healing form druidans. Í þessu formi getur hann bara notað Restoraion, Innvervate og Barkskin spells. Allt annað mun láta hann fara úr forminu. Hraði druidans er einnig slowað um 25% (minnir mig, er ekki healer).
Það sem gerist:
Þú healer alla um 6% meira, HoT (healing over time) spellar heala 20% meira

Flight form (lvl 68 og 70)
Druidinn getur breytt sér í 2 flight form. Bæði eru fuglar. Númer eitt fær hann í lvl 68 fyrir eitthvað undir 10g (á meðan aðrir classar þurfa að borga 1.000g) og hann fer 60% hraðar (sama og venjulegur flying mount).
Númer 2 hins vegar, þarf að gera quest chain til að fá fuglinn, og epic flying skill þarf að vera til staðar. Númer 2 færðu í lvl 70, og hann fer 280% hraðar.

Helstu gallar druid eru að margir af spellunum hans eru bara nothæfir utandyra (sem er náttúrulega skyljanlegt). Til að mynda er Entangling Roots og Travel Form ekki leyft inni.

Takk fyrir mig

Heimildir: ég