*WARNING* WALLS OF TEXTZ *WARNING*

Já eins og nafnið gefur til kynna þá mun ég fjalla um Mages í þessari grein. Ég mun koma með nýja grein vikulega og tala um hvern class fyrir sig en þá aðalega um PvP og eitthvað smávegis um PvE.

Þessi grein skiptist í tvo hluta, PvP og PvE.

PvP
Spec; Það eru 2 aðal spec fyrir mages, frost sem er vinsælasta speccið og svo arcane sem hefur reyndar verið að gera góða hluti uppá síðkastið.

Frost;

Möguleikinn með þetta spec er bara svo rosalegur sérstaklega eftir patch 3.0 þar sem mages fengu Brain Freeze og Fingers of Frost sem gefur þeim þann möguleika á að gera heiftarlegt damange einungis með instant spells sem er einmitt það sem mages þurftu í WotLK sérstaklega eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í TBC aðalega vegna þess að þá gerðu þeir ekki nóg damange þegar þeir voru focuseraðir sem var hin helsti veikleiki magea í TBC en nú er sagan önnur.

Mín spá er að þetta spec eigi eftir að vera notað af hæst rateuðu arena mageunum frekar en arcane en maður getur ekki verið viss því að arcane hefur verið buffað svo hrikalega en það verður spennandi að sjá hvort speccið mun dominatea.

Fire;

Fire hefur alltaf verið svona spec sem þú velur þegar að þú ert kominn með ógeð af frost fyrir PvP allavega eða það finnst mér persónulega. Þetta spec bauð ekki uppá mikið fyrir PvP því að ef fólk tekur eftir því að mage-inn er fire þá fær hann engan tíma til að gera það sem hann þarf að gera til að þetta spec virki, sem er að casta þessum “stóru spellum” eins og t.d. fireball eða pyroblast.

En hinsvegar er búið að buffa þetta spec allveg rosalega og patch 3.0 breytti öllu fyrir þetta spec, það er núna nothæft í PvP en því miður ekki eins og gott og frost/arcane og þetta spec mun aldrei verða nógu og gott til þess að vera notað yfir frost/arcane í arena en mazter baldone hefur trú á því að þetta spec eigi eftir að vera notað eitthvað.

Hinsvegar er þetta spec hrikalega RNG bundið finnst mér sérstaklega með þetta að critta 2svar sinnum í röð með ákveðnum spellum fær maður instant pyroblast proc og impact sem eru svona hlutir sem ekki er hægt að treysta á en þetta hefur t.d. proccað hjá mér 2svar í röð og þá er það bara feitt instagib(þ.e.a.s. pyroblastið) þannig þetta er svona ákveðin random factor í speccinu.

En síðan eru góðar viðbætur á speccinu eins og nýja blast wave-ið með knockback effectinum sem er frábær fítus plús instant flamestrike proc eftir að hafa notað blast wave/dragon's breath. En þetta er svona það helsta sem fire bíður uppá en þetta spec er nú ekki og hefur aldrei verið notað í high rated arena því miður(nema þá bara sem svona “flipp”).

Arcane;

Arcane varð aldrei eins gott og fólk vonaði og slow urðu hrikaleg vonbrigði í TBC en back in the day í vanilla WoW það var þetta svokallað “IWIN” spec þar sem þú gast nánast one shottað alla ef þú varst með BWL+ gear. Í patch 3.0 þá gerðu Blizzard menn þvílíkar breytingar á speccinu og hinum umdeildi galdri “Arcane Barrage” var addað.

Mér persónulega finnst Arcane Barrage bara vera rugl, 3 sekundna cooldown og þetta er að critta hjá mér í level 80 fyrir 4500+(án Arcane Power), það er hægt að nota þennan spell í öðru hverju casti með global cooldown í 1.5 sec sem er svoldið gaga því þetta er svo hrikalegur damange sem þessi spell gerir en ekki bara það því að hann er með 20% chance á því að procca 2.5 casting time á Arcane Missiles sem er bara sóðalegt + Slow sem hægir á óvininum um 60%(bæði attack og walk speed)þannig þetta spec er orðið eitt það sterkasta í dag varðandi damange dealing.

Því miður hefur það ekki mikið uppá að bjóða þegar að það kemur að survivability sem er það versta við þetta blessaða spec en það bíður uppá sniðuga fídusa eins og instant invisibility og improved blink svo eitthvað sé nefnt.

Svona í heildinna séð þá hafa mages átt sína góðu og slæmu tíma í WoW, í “vanilla WoW” þá var talað um þá sem “glass cannons”, því þeir gátu drepið hvað sem er með 2-3 spellum, en ef það var pretty much hægt að 2 shotta þá með góðum crittum en það má reyndar segja um alla classa enda var PvP ekkert “fair” meira svona hver var með besta gearið í level 60.

Í TBC þá breyttist _allt_ varðandi PvP, resilience var hleypt inní leikinn og mages urðu ekki þessir glass cannons lengur, þeir gátu ekki drepið svona fljótt en það virkaði eins og fólk væri ennþá að drepa mages svona andskoti fljótt, mér persónulega fannst mages koma hvað verst út úr TBC varðandi PvP og PvE.

Warlocks hreinlega dominatuðu mages í öllu PvE og PvP, í season 1 og 2 voru mages ekki mikið í sviðsljósinu en það breyttist í s3 þegar að spell penetration var introducað og mages fóru að geta gert eitthvað damange á warlocks og það bauð uppá það að ráðast á Fel Hunterana hjá warlocks en ekki miskilja mig, mages voru aldrei lélegir í TBC en þeir áttu það erfitt meðað við aðra classa(SUMA aðra classa).

Núna í WotLK eru mages einn af sterkustu clössum í leiknum varðandi damange, survivability og crowd control, Deep Freeze í nýja frost talentinum og Arcane Barrage í Arcane talentunum sem eru 2 öflugustu spellar í leiknum.

Sumt fólk er mjög ósátt við Deep Freeze á forums og mikið er vælt um þann spell en persónulega finnst mér það bara vera vitleysa í fólki því þetta er bara rugl, 5 sekundur af “unbreakable” frost nova í rauninni, reyndar er hægt að trinketa það, en þetta er einungis 24 sekúndna cooldowni(talented) og þú getur ice lanceað allt að 4 sinnum(fer eftir hasteinu þínu)með icyveins uppi sem er hvað, u.þ.b. 10000 þúsund damange+ fer eftir gear náttúrulega en þetta er suddalegur spell að mínu mati og mages eiga eftir að dominatea WotLK PvP en nóg um það.

Ætla líka að segja frá “the mage role in arena”(fann enga góða íslensku fyrir þetta). Það sem góðir mages eiga að gera og eru þekktir fyrir er að tímasetja burst damangeið rétt og crowd controla í takt við það, það er mikilvægt að tímasetja sig með gaurunum sem þú ert að spila með í arena og læra hvernig þeir spila, þannig verðiði góðir, þannig náiði 2500 rating í arena eins og mazter baldone.

Ok hér er dæmi að vísu frá level 70 en hvað um það; mazter baldone spilaði RMP í 3v3 og það sem við gerðum sem RMP í mirror var að tímasetja burstið okkar á ákveðnum tímapunkti, áður en þið farið inní bardagan verðiði að vera búnir að búa til ákveðið plan hér er dæmi;

Við ætlum að drepa mageinn EFTIR fyrsta ice blockið hans þannig við fáum prestinn okkar til að focusa á því að dispella HoTs og shields af honum þangað til að hann ice blockar, þá er ég ready með full sheep DR(diminishing return) á prestinn og sheepa hann þegar mageinn er á leiðinni út úr ice blockinu og auðvitað spöruðum við cooldowns til að setja næga pressu á mageinn til að drepa hann þegar að hann kemur út úr ice blockinu.

Svona plönuðum við leikina áður en við spiluðum þá en auðvitað verður maður að improvisea því það fer ekki alltaf allt samkvæmt plani og síðan lærirðu inná óvininn því oftar sem þið spilið á móti hvorum öðrum en þetta er dæmi um hvað þið eigið að gera.

Alltaf að fara með plan inn í leikinn áður en hann byrjar, og síðan byrja að improvisea ef eitthvað fer úrskeiðis. Svo er best ef einn leikmaður er að stjórna liðinu og tekur ákvarðanirnar þegar að þið þurfið að improvisea en nóg um það.

PvE
Ætla nú ekki að hafa þetta langt en samt sem áður svona álit mitt á PvE specs fyrir WotLK.

Specs;
Fire;
53/18 Notandi Frostfire Bolt er speccið sem er það sterkasta í dag þrátt fyrir allt og mæli ég hiklaust með því.
Frost;
11/0/60 Myndi ég segja með þá Focus Magic til að buffa á einhvern sudda DPS í raidinu.

Svona fyrir þá sem eru að pæla hvaða setups þeir ættu að leitast eftir fyrir arena.

2v2;
Mage(Frost eða Arcane)/Rogue mun alltaf vera sterkt saman því að synergyið á milli þessara tveggja classa er og hefur alltaf verið gott.
Mage(Arcane)/Hunter þetta setup _GÆTI_ orðið mjööög sterkt því að hunters eiga eftir að vera rugl í WotLK og ég held að það eigi voða lítið eftir að stoppa BW+AP PoM Pyro en þetta eru bara getumgátur mínar.
3v3;
Mage(Arcane eða Frost)/Rogue/Priest RMP eins og það er kallað mun vera eitt sterkasta setupið í 3v3 og hefur alltaf verið svona það “besta” fyrir Mages.
Mage(Arcane eða Frost)/Hunter/Priest ég held að þetta setup gæti virkað en ég er ekki viss, worth a shot.
5v5;
Ég held að 4 DPS eigi eftir að vera málið í S5 og S6 en þá myndi það bara vera það gamla góða.
Mage(Frost eða Arcane)/Warlock/Shadow Priest/Elemental Shaman/Paladin, Priest eða Druid það verður bara að koma í ljós(hugsanlega gæti Death Knight replaceað eitthvað af þessum clössum því Death Grip á eftir að vera rosalegt fyrir 4 DPS).
Hinsvegar þá er hægt að gera svo margt í 5v5 sem virkar en þetta er bara svona cookiecutter 5v5 setupið.

Ef það er eitthvað sem þið viljið spurja um, hvað sem er, ef það er hjálp með speccið ykkar eða hvað þið ættuð að gera í arena eða hvernig þið ættuð að socketa etc etc endilega spurjiði.

Og svo að lokum fyrir þá sem hafa áhuga á Loreinu bakvið mages geta lesið sér til um þá hér en það er reynda á ensku.
http://www.wowwiki.com/Mage

P.S. skítköst þegin það er ekkert sem gerir daginn minn betri en skítköst. My only reason for living are the haters. *kiss*