Fíkill eða ekki? Ég ætla byrja þessa grein á því að bera það fram að ég er ekki að segja að World of Warcraft né aðrir leikir séu fíkniefni eða vandamál yfirhöfuð.

Hinsvegar eru til mikið af einstaklingum sem annaðhvort eiga það erfitt, eða eru bara einfaldlega með fíkilseinkennið.

Ég til dæmis eyddi öllum mínum stundum í tölvuleikjum þegar ég var yngri. Ég gat fengið ofsaleg reiðisköst ef netið virkaði ekki eða ef eitthvað var að tölvuni.

Ég valdi þetta áhugamál því World of Warcraft er vinsælasti leikurinn í dag.

Ég var einfaldlega fíkill. Ég átti erfitt með að horfast í augu við raunveruleikann og tölvuleikir gáfu mér þann möguleika að loka á veruleikann.

Þessi grein er skrifuð bara með það í huga að fræða fólk um hvernig þetta einkenni er.

Ég tek það fram að ég er ekki að dæma neinn.

——–

Líttu yfir þennan litla check lista sem ég bjó til og sjáðu hvort þú svara einhverju jákvæðu:

Spilar þú tölvuleiki alltaf þegar færi gefst og þangað til að það færi er horfið? (T.d. þegar þú kemur heim úr skólanum þangað til að þú þarft að fara sofa.)

Tekurðu reiðisköst ef eitthvað kemur í veg fyrir tölvuleiktíma?[/i] (T.d. netið dettur úr, etc.)

Hefur þú sleppt úr mikilvægum verkefnum til þess að spila tölvuleiki?[/i] (T.d. sleppt heimalærdóm sem þú þarft að gera, þóst vera veikur fyrir skóla etc.)

Vanrækir þú fjölskyldu og vini fyrir tölvuleiki? (T.d. spilarðu tölvuleiki í stað þess að fara í bío þegar vinirnir biðja þig um að koma með og þú sérð þér fært um að koma)

Ferðu seint að sofa vegna þess að þú þarft að klára eitthvað í tölvuleiknum? (Dæmi: Þú átt að fara sofa kl. 11, en þú varst að joina group, og ferð ekki að sofa.)

Rúnkar þú þér yfir night elf female karakternum? (Smá glens ;))

——–

Ef þú svara játandi við flest af þessu, þá er góður möguleiki á því að það sé eitthvað að angra þig.

Það er ekki leikurinn, heldur þú og það er ekkert að því að leita sér hjálpar hjá t.d. sálfræðingi.

Til að segja mína sögu stutta, þá spilaði ég tölvuleiki alla mína daga, alla mína tíma þangað til ég byrjaði í fíkniefnum. Ég lærði ekki hvað var að mér áður en ég fór í meðferð og fékk hjálp við þessu vandamáli sem tengdist hvorki fíkniefnum né tölvuleikjum, heldur sjálfum mér.

Ég skrifaði grein fyrir einhverju síðan um að tölvuleikir eins og WoW væru fíkn og fékk þar mörg vísvitandi svör um það að ÉG væri fíkill og WoW væri ekki fíkniefni.

Ég skildi þetta ekki fyrr en að ég fór að leita mér hjálpar og fór að fræða mig um þetta.

Þeir taka þetta til sín sem vilja, en ég bið ykkur um að vera ekki með leiðindi í minn garð fyrir þessa grein, enda er ég bara að reyna hjálpa þeim sem hjálp þurfa.

Leitið ykkur hjálpar ef ástandið er eitthvað í þessa áttina, gerið það eins fljótt og mögulega.
Moderator @ /fjarmal & /romantik.