Fyrir stuttu síðan var birtur listi yfir bestu StarCraft spilarana í heiminum og var þá terran spilarinn SlayerS_'BoxeR' í fyrsta sæti og terran spilarinn TheMarine í öðru. Til gamans má geta þá minnir mig að protoss spilararnir hafi komið á eftir en zerg pro-spilararnir verið fremur neðar en hinir. Einu sinni voru líka toss spilararnir (grrr…) þeir bestu í heiminum en ég man ekki eftir því að zerg spilari hafi nokkurn tíma vermt það sæti.


Núna virðist þó enn einn umsnúningurinn vera á döfinni því SlayerS_'BoxeR' (hann tapar nánast aldrei leik) var tekinn illilega af zerg gaur fyrir skömmu síðan að nafni kiss)jinnam sem vann hann 3:0. Síðan var haldið svokallað “race specialist team war” þar sem keppt var 1 on 1 og þeir sem töpuðu duttu úr leik. Terran liðið samanstóð af Slayers_'BoxeR', TheMarine og V-Gundam, protoss liðið Grrrr…, IntoTheRain, og [OOPS]Reach og zerg liðið HOT-Forever, Yellow og StarCraft_Side.


Keppnin endaði svo hljóðandi: HOT-forever vann allt protoss liðið einn síns liðs 1v1 án þess að tapa; 3 fyrir zerg og 0 fyrir protoss. Síðan vann Yellow einn 1v1 allt terran liðið án þess að tapa. Zerg 3 og terran 0. Zerg rústaði s.s. keppninni 6:0. Kannski eru terran spilararnir ekki bestir lengur? Kannski er tími zerg prospilara loksins runninn upp!