Eins og allir vita þá hefur Blizzard fyrirtækið í startholunum kvikmynd byggða á Warcraft heiminum, þ.e. öllu því sem tengist þeim heimi sem svo margir hafa lært að elska síðan fyrsti leikurinn (Warcraft:Orcs & Humans) kom út árið 1994.

Atburðir kvikmyndarinnar munu að mestu leyti tengjast því sem flestir aðdáendur þessa ímyndaða heims þekkja sem Frozen Throne (aukapakki við Warcraft III : Reign of Chaos), sem og World of Warcraft. Sem stendur er verið að skoða möguleika að söguþræði og leita að leikstjóra. Thomas Tull (stjórnarformaður Legendary Pictures (300) sem er í samstarfi við Blizzard við gerð myndarinnar) hefur meðal annars þetta að segja :

…It’s more of a war movie. Well, okay, it’s absolutely a war movie… []…Less of an adventure party quest-type situation. More of an armies building to an inevitable conclusion type situation…

að auki nefnir hann, varðandi leikstjóraval ;

…We’re going to be looking for someone of Zak Snyder (300) or Chris Nolan (The Dark Knight, Batman Beings) calibre…

Margir aðdáendur leikjanna, og þá sérstaklega World of Warcraft fjölnetspilunarleiksins, hafa haft hátt á internetinu um áhyggjur sínar yfir því að myndin yrði “of barnaleg”, og mögulega yrði um kvikmynd leyfða alla aldurshópum að ræða, en Chris Metzen (aðstoðarforseti sköpunardeildar Blizzard (VP, Creative Control)) sagði á BlizzCon 2007 :

…The story and the director's vision will ultimately decide that. We're definitely not going to make a G or a PG version of this. It's not PillowfightCraft…

Ekki er víst hvort allir kynþáttar Warcraft heimsins fái fulltrúa í myndinni, þar sem hún gerist frá sjónarhóli Bandamanna (Alliance), en nokkuð víst þykir að að minnsta kosti Thrall (höfðingi Orka) og Cairne Bloodhoof (höfðingi Tauren) munu skjóta upp kollinum, að auki er næsta víst að Bolvar Fordragon og Arthas muni eiga hlut í söguþræðinum. Kynþáttur hinna Liðnu (Undead) mun að öllum líkindum ekki koma fyrir í myndinni, en hugsanlegt er að fleiri myndir verði gerðar og munu þá hinir illu Liðnu, sem nefndir eru Þjáðar (Scourge) koma fram, og líklegt er að þar munu þá þeir Liðnu sem kalla sig Brottrækna (Forsaken) koma fram. Ástæða þess að Bandamenn munu vera í aðalhlutverki kvikmyndarinnar segir Tull að sé að mestu leyti þessi :

…While my heart lies with the Horde and Thrall’s an interesting character, from a movie making standpoint, a blockbuster movie its a little rough to try and tell it from the perspective of this green looking dude…
“What about Shrek” - og var Metzen með svarið á reiðum höndum :

Shrek's a good example. For a kids' comedy.

Handrit myndarinnar verður í höndum Chris Metzen, sem skrifaði hluta sögunnar við alla Warcraft leikina, sem og fyrri Starcraft leiksins og fyrri Diablo leiksins. Honum til halds og trausts mun verða lítið þekktur handritshöfundur að nafni Jesse Wigutow sem skrifað hefur handrit fyrir Irreperable Harm, The Prince, It Runs In The Family og Ugly Naked People, auk þess að hafa leikstýrt Sweet Friggin' Daisies. Auk þessa eru nokkrir þekktari handritshöfundar sem Blizzard er að skoða, en engin nöfn hafa verið nefnd.

Paul Sams (starfsmannastjóri Blizzard (COO, Chief Operating Officer)) hafði þetta að segja um framvindu söguþráðs myndarinnar í viðtali við Gamespot.com :

…It may be a side story within the universe. But we'll make sure from a continuity perspective that the timing of when it happens in the world history, the characters that are brought forth in the movie, and what have you, that it all fits and is woven into the continuity that we've built within the franchise–between all the video games, you know, the novels, pen-and-paper RPGs, all of those things that we've been doing–that they all tie together…

en hann segir einnig að fulltrúar Legendary Pictures séu að beita sér fyrir þessu, þar sem þeir vilji að myndin höfði til fleiri en þeirra sem spila leikina, rétt eins og Lord of the Rings myndirnar drógu að fólk sem ekki hafði lesið bækurnar. Sams bætir við að miðað við kvikmyndir sem gerðar hafi verið eftir tölvuleikjum áður að þá vilji bæði Legendary og Blizzard frekar eyða meiri en minni tíma í myndina, þar sem í þeim tilvikum sem leikjaframleiðandinn hafi haft puttana of mikið í myndinni hafi hún yfirleitt tekist fremur illa, og þegar leikjafyrirtækið hafi algjörlega sleppt kvikmyndafyrirtækjum lausum þá hafi myndirnar verið fremur hörmulegar. Eins og hann sjálfur orðar það :

We're not naive enough to think that we know how to make movies. We're not going to say, “Oh, it's all us, you guys better do what we say.” Because we we're not movie makers. We're game makers and we're a franchise-building company. And that being said, we each want to bring the skills that we have to the party and for us to work in those areas where we have the greatest expertise.

We think that they know how to tell stories. We know what story we're going to be telling best, so we're going to work together on how to translate that into a motion picture experience. They know how to make the movie, we don't…[]…We have approvals in certain areas and we have meaningful consult in other areas. Those are the highest levels of involvements you can have in these processes. Most studios don't want to give you approval on anything because they want to have complete control of the process–they're putting all the money in, and that's understandable. But I feel like they understood and they value our input enough to where they wanted us involved in certain things more than traditionally has been the case….

Í sama viðtali lætur Paul Sams þessi orð falla um titil myndarinnar :

It will have the word “Warcraft” in it, but we haven't determined what the title will be for sure. A lot of that's going to be fleshed out as a result of what the screenplay ends up looking like and what the story is. So we know the Warcraft name will be in it, but what we don't know is if it will be World of Warcraft or Warcraft and then some subtitle, or–World of Warcraft and some subtitle. We don't know. But it will absolutely have the word “Warcraft” in it.

Enn og aftur úr sama viðtali við Gamespot.com segir Sams þetta um stefnu myndarinnar :

These guys [at Legendary] are not approaching it as a video game movie. Again, as I mentioned to you before, they're approaching it as making a big epic event-type picture, big budget, that is a great film. They want a great film, just like we do; [a film] that stands by itself as a great film–that happens to be the Warcraft universe.

og nefnir hann Braveheart í sama samhengi.

Að lokum er vert að nefna að stefna þessara tveggja fyrirtækja er að frumsýna myndina í jólamyndakappinu 2009, eða sumarmyndaslagnum 2010, áætlaður kostnaður við framleiðslu (production cost, þ.e. pre-production cost ekki meðtalið) verði í kringum 100 milljónir bandaríkjadollara (911.700.000 milljónir króna á núverandi gengi), hún verður í kringum tveir og hálfur klukkutími, stefnan er að nota fremur óþekkta leikara, Woody Allen kemur ekki til greina sem leikstjóri, Uwe Boll (Zombie Massacre, House of the Dead, Bloodrayne, Postal og íslenska kvikmyndin Fíaskó) fór sjálfur til Blizzard og sóttist eftir því að fá að leikstýra henni en Blizzard neitaði - fremur dónalega að því er mörgum fannst.Ég afsaka asnalega uppsetningu greinarinnar.Fyrsta, og eina concept-artwork myndin úr myndinni :
http://warcraft-themovie.com/wallpapers/images/teldrasil_1600.jpgHeimildir :

http://warcraft.moviechronicles.com/
http://www.wowinsider.com/
http://markomatters.wordpress.com/2007/08/07/world-of-warcraft-movie-details/
http://www.mania.com
http://www.gamespot.com/
http://www.totalvideogames.com
http://www.rottentomatoes.com/
http://warcraft-themovie.com/
http://www.wowwiki.com
http://www.warcraftmovie.org/
http://www.imdb.com/