Þann 22.ágúst hefst skráningin á annað online mótið í dota sem esports.is heldur og höfum við háar vonir þetta skiptið. Eins og margir vita þá er búið að vera mikill orðrómur um að næsta lanmót kísildals verði í kringum næstu áramót og hafa kísildals menn mikinn áhuga á því að halda DotA mót, tilgangurinn með þessu móti er því að vissu leyti til þess að koma hreyfingu í samfélagið og vekja athygli á því.

Seinasta mótið átti bæði sínar góðu hliðar og slæmu, góða að aðsóknin í mótið var alveg gífurlega jákvæð þótt ekki öll liðin hafi getað spilað leikina en sýndu samt sem áður að áhuginn fyrir slíkum mótum er mjög mikill.

Það sem hefði getað farið betur var að tímarnir sem liðin þurftu að klára leikina sína voru kannski ekki alveg þeir raunhæfustu en nú er sagan önnur, því þetta skiptið fá liðin góðan tíma til að skipuleggja leikina sína og klára þá á sínum tíma. Vill þó vekja athygli á því að ef leikirnir verða ekki spilaðir innan ákveðna marka þá mun leikjunum verða gefnir tími sem liðin þurfa að spila á sem eins konar úrslitakost.

Notast verður við hið glæsilega mótskerfi esports.is sem er á slóðinni http://www.ice.esports.is/ og mun það bæta aðkomu spilarana að mótinu til mikils, umfjöllun um mótið verður á www.esports.is.

Mótið fer fram í Double-elimination og með hámark 16 lið, ólíkt single elimination þá geta lið samt unnið ef þau tapa leik en þá lenda þau í losers brackets.

Reglur verða mjög svipaðar og á gamla mótinu en að öllum líkindum verður 6.54b notað. Reglurnar verða birtar á næstu dögum.