Sælir kappar.

Núna eru komið að því, skráning á HRinginn er hafin á lanmot.is

Hægt er að skoða myndir af aðstöðunni á eSports.is og einnig má þess geta að eSports.is mun halda utan um tilkynningar tengdar HRingnum.

Ég sá að fólk var að forvitnast um hvort væri hægt að tefla í aðstöðunni og já…við erum með tafl, thats right.
En jú það verður hægt að spila foosball, ping pong, pool og tefla. Jafnvel verða haldin mót í einhverju af þessu.

Verðlaunin sem eru í boði er vegleg en þar má nefna 3G síma, MP3/4 spilara, 4gb minnislykla osfrv.

Mótið verður haldið 15-17 ágúst, keppt verður í cs 1.6 , cod og wc3 dota.

Ef upp koma einhverjar spurningar þá endilega póstiði þeim hérna eða hafiði samband við eth, zirius, kjarrval eða HVK á irc.


Við hljótum nú að geta safnað saman 8 liðum, en aðeins 2 lið eru búin að skrá sig… you can do it!!!!!