WarCraft III kemur á næsta ári í apríl+.

Hann mun vera annsi ólíkur gömlu leikjunum StarCraft og WarCraft II það er engin spurning. Eins og þið vitið fer um 70% tímans í þeim í resource gathering og 30% í bardaga ef svo mikið :( En aftur á móti er eitt af aðal takmörkunum hjá þeim er að svissa þessum tölum :)

Í WarCraft III munu vera 5 race (Orcs, Humans, Demons, Undead og eitt leini race) Upprunalega áttu þau að vera 6 en það var hætt við sjötta raceið eftir að Stjórnandinn á leiknum var rekinn og fengin annar í staðin.

Já sambandi við stjórnandann hann var rekinn (lækkaður í tign) vegna þess að hann var með þvílíkar hugmyndir um að gera leikinn of mikið Role Playing Game frekar en Real Time Strategy leik. En núna á leikurinn að vera Strategy leikur með Role Playing fíling.

WarCraft III editorinn á eftir að vera mesta snild fyrir þá sem hafa gaman af borðagerð. Hann mun vera einfaldur einsog t.d. WarCraft II og StarCraft editorinn en með advanced möguleikum :) Semsagt þú getur búið til þína eigin triggera með forritunarmáli líkt og C++ (Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af forritunarhugmyndum vegna þess að það mun haugur af fólki sem kann eitthvað á þetta setja triggerana sýna á netið)

MAX mannafjöldi í leiknum mun vera 70 sem myndu þá verða 70 aumingjar. Hero munu taka mjög mikið supply örugglega líkt og BattleCruiser í StarCraft. En þetta á EKKI að verða Macro friendly leikur.

RUSH algjörlega úr sögunni. Þú þarft að berjast við kalla á leiðinni til óvinarins og þarft að berjast við kalla vegna náma. Þú getur meira að segja samið við NPC á leiðinni að joina þig :) Held að þeir munu ekki taka supply.

Það verða mun færri byggingar en í eldri leikjunum. Það verða um 4 byggingar á hvert race með miklum upgrate möguleikum.

Eitt af raceunum Undead munu EKKI geta búið til kalla pæliði í því :) Þú getur aftur á móti breytt líkum með sérstökum galdrakalli í kalla. Meira mana betri kallar.

Cameran í WarCraft III mun vera föst einsog í StarCraft nema í sérstökum ingame movieum. Það er einn af hlutunum sem breyttust eftir að Stjórnandinn var rekinn. Og að þú getir hreyft kalla án þess að hafa Hero með þeim :) Semsagt Hero eru option ekki skilda.

Óstaðfest en mig minnir að skaðinn sé EKKI fastur eins og í StarCraft heldur er teningakast. Einsog 10-15 í skaða ekki 12 fastur (eða jafnvel 4d6 kerfið en mér finnst það nú ólíklegt)

Hero munu vera mjög ólík. Þú getur látið þau fá vopn, brynjur og annað galdra dót svipað og í Diablo2. Og þau verða með ólíka galdra og möguleika.

Hacks. Þeir eru ekki ennþá búnir að segja hvað þeir ættli að gera í þeim en það er eitt af aðalmarkmiðunum líka. WarCraft III mun mjög líklega vera of flókin til þess að það verði möguleiki að nota DiabloII möguleikann fyrir netið :( En þeir segjast vera með mjög góða hugmynd af vörnum.

Jæja þetta ætti að vera orðið ansi gott. Ég er búin að vera að fylgjast lengi með þessum leik og get varla beðið eftir honum (samt er ég orðin 20 og verð 21 þegar hann kemur :)

Gemini-Recalled (battle.net)