Moddarnir mínir

Hér má sjá mynd af interface-inu mínu. Vegna neikvæðrar gagnrýni á unit frames tek ég það fram að venjulega eru ekki nema 6 frames sjáanlegir, en á myndini sést það eins og það gæti litið út í raid.


Unit Frames
Flestir þekkja þessa frames sem ég nota, en þetta er Pitbull, sem má nálgast hér. Ég mæli hinsvegar með því að fólk noti ekki nýjustu útgáfuna þar sem hún er eitt stórt bug.

Afhverju nota ég Pitbull?
Pitbull hefur allar mögulegar stillingar og alla mögulega frames. Í minni útgáfu eru 24 mismunandi frames fyrir ýmislegt. Eitt það besta við Pitbull, að mér finnst, er að geta stillt textana á HP og MP bars algjörlega. Eins og er hef ég þá stillta svona: Current HP / Max HP | HP í % | HP sem vantar.

Svo eru það frames sem ég nota. Player, target, target of target, target of target of target, pet og target of pet. Þetta eru þeir frames sem ég nota solo/PvP. Svo er mouse-over og target of mouse-over, fínt til að inspecta spilara úr fjarlægð og sjá hvað þeir eru að bralla. Focus frame nota ég svo bara í raids, en þá er ég alltaf með tiltekinn spilara sem focus sem ég nota til að picka upp targets. (Bendir á tiltekinn warrior)


Action Bars
Ég nota Bongos2 eins og er, en ég hef verið að skipta hægri vinstri á milli Bongos og Bartender 3. Bongos er að finna hér. Þess má þó geta að Bongos3 er komið út og er að finna hér.

Eins og sést er setupið mjög einfalt, bar 1 og 2 í miðjunni, síðan eru minna mikilvægir bars smækkaðir, settir til hliðar og gerðir transparent. Til hægri er svo bar fyrir allt draslið mitt, semsagt professions og clicker skillz. Svo er mountið mitt sett á bar, bundið við takka og síðan slökkt á barinum. Keybindings haldast og barinn er ekki fyrir mér.


Combat Text

Ég nota Mik's Scrolling Battle Text, sem er að finna hér.

Fyrir utan það að allt sem er í SCT er líka í MSBT, nema bara betra, er hægt að búa til triggers. Sem hunter hef ég trigger fyrir Steady Shot, sem lætur mig þá vita þegar targettið mitt er dazed, þá af hvaða debuff sem er, hvort sem það er blast wave, consussive shot eða eitthvað annað.


Ýmislegt annað

ChatMOD
Eins og nafið gefur til kynna, smá improvement fyrir þetta venjulega chat. ChatMOD litar nöfnin eftir class, bætir við leveli fyrir aftan, og uppáhalds fítusinn minn, sem er að spila hljóð þegar maður fær whisper. Meðal annars er hægt að heyra jarmandi kind í hvert skipti sem þú færð whisper. Gaman.

FuBar
Ég býst við því að flestir þekki FuBar, en þetta er panel með ýmsum plugins og upplýsingum efst eða neðst á skjánum þínum. Svo eru mjög margir moddar sem virka sem plugin í FuBar, þannig að það verður auðveldara að stilla þá. Nokkur plugin er að finna hér.

Deadly Boss Mods
Mjög þægilegt mod sem birtir timers á phases, casting bars og svo það sem ég nota mest, battleground mods. Battleground moddarnir sýna tíma í að önnur faction vinni í AB og EotS, timer á graveyards í AV og bases í AB, sýnir hversu marga bases þarf til að vinna í AB og EotS og svo framvegis.

Recount
Sýnir mjög detailed upplýsingar um damage, healing og allt í þeim dúr, mjög nákvæmt. Svo er líka FPS og MS meter

EavesDrop
Kemur í stað Blizzard combat log, meiri og nákvæmari upplýsingar.

DoTimer og Cooldowns
Sýnir timer á DoTs, HoT og cooldowns.

Elkano's Buffbars
Kemur í stað venjulegu Blizzard buffanna, sýnir bars í stað talna.

Opium
KoS listi. Ef einhver gerir /rude, /spit, /rasp og svo framvegis, drep ég hann. Svo drep ég hann aftur ef ég sé hann oftar. Eða, reyni.

SpamMeNot
Blockar gold selling whispers, invites frá fólki sem hefur ekki talað við þig áður en það reynir að invite-a þér og svo framvegis. Í stuttu máli, slekkur á spammi.

Omen Threat Meter
Ósköp basic threat meter, þarfnast engra útskýringa.

ClearFont2
Skiptir um font í WoW, í mínu tilfelli þægilegur, feitletraður texti.

Ace2
Library fyrir aðra modda sem ég nota.

Afflicted2
Moddi sem reportar dispel, interupts og svo framvegis í PvP.

ICU (I see you)
Moddi sem gerir líf huntersins auðveldar með því að bæta class og leveli fyrir aftan nöfn hjá fólki á tracking.

TipTac
Tooltip moddi sem birtir hinar ýmsu upplýsingar í tooltip.

MobHealth 3
Esimate-ar HP á því sem þú drepur.

Cartographer
Mjög þægilegur moddi sem tekur bakgrunninn af world map, sýnir öll svæði sem explored, leyfir þér að gera notes, waypoints og svo framvegis.

Quartz
Casting bar. Sýnir laggið hjá þér, setur rautt svæði þar sem laggið endar, þá geturðu byrjað að casta næsta spell fyrr, eða þá byrjað að hlaupa. (Flýja?)


Með von um ekki-svo-slæmar viðtökur.