Ég gleymi því aldrei þegar vinur minn lánaði mér
WarCraft II Tides Of Darkness. Það var fyrir rúmum 5 árum. Ég trúði því bara ekki að ég væri að spila svona góðann leik. Ég held að ég hafi verið í honum í samfleytt 13 tíma…enda var hausinn á mér kominn í kássu þegar ég hætti að spila.
Þessi leikur varð svo til þess að ég lærði ekki shit fyrir samræmdu prófin (hver gerir það btw?? :Þ ) og rétt skreið þau öll. Foreldranir fengu náttúrulega flipp og bölvuðu leiknum í sand og ösku…. :Þ
Enn þann dag í dag dýrka ég WarCraft og spila hann allataf reglulega. Mér finnst single player jafnvel skemmtilegri en multiplayer því að í multiplayer er það bara hvor á meira af köllum því þeir eru með nákvæmlega eins stats í öllu. Orcs reyndar eru betri því þeir “bloodlusta” Ograna sína sem geta vaðið í gegnum Paladins eins og ekkert sé….