Mig langaði bara að lífga örlítið uppá WarCraft á huganum með því að hefja samræður. Ég hef á næstum hverjum degi farið á warcraft síður eins og: Blizzard.com, warcraftiii.net og warcraft3.com svo að lítið fer framhjá mér. Og mig langaði bara að spyrja ykkur hvað ykkur finnst um leikinn í augnablikinu, hvaða race ykkur finnst flottast, hvað ætti að fjarlæga úr leiknum, hvað voniði að verði í leiknum og fleira.
Mér finnst undead í augnablikinu svalasta racið, sérstaklega útaf Meat Wagon sem er siege unitið fyrir undead sem safnar og hendir svo líkum í óvini.
Og svo er það eitt það nýjasta hjá Blizzard sem er hlutur sem kallast “Upkeep”, og það virkar þannig að því meiri unit sem þú hefur því minna gull færðu úr hverju goldmine(veit ekki hvort þetta á við um tré), og í tveimur síðustu screenshotum gat maður sér upkeep systemið efst í hægra horninu. Þegar maður er í “no upkeep” þá er gullinnstreymið venjulegt en svo fer maður í “low upkeep” og svo (held ég) í “high upkeep”.
Í tveimur síðust screenshotum gat maður séð Undead interfacið og það lítur bara helvíti vel út! Og heroes geta núna haldið á sex itemum, og geta (í augnablikinu) komist upp á level 15.
Jæja, ég vona bara að þessi grein fari ekki á korkinn, sem ég gæti alveg búist við því ég bara kann ekki að skrifa grein!
Það er giskað á að blizzard gefi út leikinn í fyrri hluta ársins og beta testið verður(vonandi) í Nóvember, en ég vona bara að blizzard flýti sér ekki of mikið með leikinn, en mega helst ekki gefa hann út of seint. En blizzard hafa aldrei brugðist neinum með neina af leikjum sínum og hafa þeir allir fengið fullt af verðlaunum. En ég ætla að vera duglegri á þessu áhugamáli, og ég vona að allir aðrir WarCraft fans munu vera það líka.
Jæja ég held að ég sé orðinn of þreyttur í höndunum og ætla að hlífa ykkur(í bili :) )

Kveðja…..
Dragoon.