Í þessari grein ætla ég að fjalla um smell sem var haldin síðustu helgi frá mínu sjónarhóli. Ég og Þórir(TurboMan) áttum að sjá um starcraft og áttum að mæta kl 5. Ég gat ekki reddað mér fari þannig að ég bjallaði í Þóri og hann sagði að það væri ekkert mál að redda mér fari. Kl 5 hringi ég aftur í hann og hann segir mér að hann geti ekki reddað bílnum strax. Eitthvað yfir 7 er hann svo kominn að sækja mig eftir að hann var búinn að keyra Benna. Það hefði reyndar ekki breytt miklu þótti við hefðum mætt fyrr
vegna þess að webserver'inn og ftp server'inn voru niðri og fólkið mætir ekki fyrr en 7 þannig að við gátum ekki sett upp leikinn fyrir alla fyrr en þá.

Þegar við mættum á svæðið sé ég að við fengum herbergið sem ég bað um, herbergið sem er með besta rafmagnið og rafmagnstöflu í. Allt leit þetta vel út, rafmagnið var að virka, við vorum með nógu stóran hub og allt í góðu. Fyrsta skrefið var að koma battle.net server'num upp og láta alla fá NGconnect forrit'ið til að tengjast b.net server'num. Við vorum 13 eða 14 í sc herberginu og tel ég það nokkuð gott, auk þess voru dáldið margir aðrir að spila sc á svæðinu.

Klukkutímarnir liðu og u.þ.b. kl 12 var ég byrjaður að upload'a á ftp server'inn allt draslið, allt leit enn út fyrir að vera góðu og það ætti að vera stutt í 1v1 keppnina. En í miðju upload'i dettur netsnúran úr switch'inum niðri og einhver setur hana aftur í. En nei, nú geta bara 3 ping'að niður og allt fubar hjá öllum hinum. Næsti hálftími fer í að reyna að fix'a þetta og voru margir úr stjórninni að reyna að hjálpa okkur. Benna átti að sjá um q3 keppnina og þurfti tengingu niður þannig að hann fékk netsnúruna beint í sína vél sem þýðir að við gátum ekkert gert í þessum málum í einhvern tíma. Ég man ekki nákvæmlega hvenær en Smasher fór úr stofunni, hann nennti ekki að standa í þessu rugli. Það sem ég sé núna er að við áttum bara að fá aðra venjulega TP snúru og setja í hub'inn en þetta er auðvitað allt búið og gert.

Jæja, nú var Benni búinn að klára það sem hann þurfti að gera og við reynum að fix'a þetta á nýjan leik. Allt kemur fyrir ekki og ENGINN veit hvað í andskotanum þetta er. Helsti grunur var að einhver var með einhvern hugbúnað sem úthlutar IP adress'um, sem ég efast reyndar stórlega um núna. Stjórnin hendir í okkur switch og við fáum crossover kapal til okkar. Mig minnir að bara þrír hafi getað ping'að niður núna, ekki þeir sömu og síðast. Núna var vel liðið af nóttunni og frekar augljóst að hætta varð við 1v1
keppnina, sem að MrHamstur(Spikes) hefði mjög líklega unnið. Ég var mjög fúll útaf öllu þessu, allt var í góðu en síðan kemur eitthvað vandamál sem enginn skilur neitt í.

Kl 8 um morguninn fer ég heim og tek fyrirmyndar ferðamáta a.k.a. strætó heim. Ég vakna kl 2 og er kominn aftur u.þ.b. 4 á smell. Þegar ég kem aftur var þetta hálf-fixað, flestir gátu ping'að niður. Ég var einn af þeim sem ekki gátu ping'að niður, ég varð að geta ping'að niður vegna þess að ég átti að hafa b.net server'inn. Einhvern tíman þá nenntu Benni og Hubert(DJHalliB) þessu ekki lengur og yfirgáfu herbergið.
Ég man ekki nákvæmlega hvenær en ég tek eftir því að einhver í herberginu var með annan hub, lítinn ca 6 port'a. Ég prófa að setja crossover snúruna yfir í hann og viti menn, þá virkar þetta hjá mér. Síðar fer ég og redda venjulegri TP snúru og set í hinn hub'inn og auðvitað virka allir þá.

Kl 10-11 er ég búinn að redda webserver'num og flestir eru komnir með leikinn inn á og b.net server forritið. Kl 12 er skráning í 2v2 lokið og ég og Þórir vorum að klára að draga í riðla. 28 tóku þátt sem var mun betra en ég bjóst við en 2 forfeit'uðu, Dahmer og einhver annar. Dálítið var af töfum og
einhver vandræði en þetta var auðvitað skárra en engin keppni.

Ég nenni ekki að segja öll úrslitin en í 2. umferðinni kepptu Benni & Hubert á móti Hamstri & Quata. Ég sá reyndar ekki leikinn en Benni & Hubert voru báðir zerg og mér skilst að Hamstur hafi verið með firebats & medics & einhverja marine'a sem slátra zerglings. Benni & Hubert drápu Quata en Hamstur tók þá báða út í einu. Reyndar datt fjöltengið úr sambandi sem tölvan var í og ég hleyp niður en þeir félagarnir játa sig sigraða. Quati þurfti síðan að fara, mömmuvandamál og því miður fyrir herra hamstur.

Nú var kl orðinn eitthvað u.þ.b. 6 og við höfðum hreinlega ekki tíma til að klára looser's bracket, það voru of margir leikir eftir og ég og Þórir ákveðum að Benni & hubert keppa við Digital &

freakuz til að fá að spila úrslitaleik við hamstur & einhvern newbie sem hann fékk að spila með. Sko, kerfið var þannig að ef maður tapar fer maður í looser's bracket og ef maður tapar í looser's bracket þá er maður búinn að tapa. Digital & freakuz voru ósigraðir en ef við hefðum haft nógan tíma hefðu þeir þurft
að keppa við hamstur um sigur í winner's bracket og síðan við sigurvegara úr looser's bracket. Það var kanski ekki beint sanngjarnt að láta þá spila við benna um sæti til að keppa við hamstur en þetta var besta leiðin. Það er asnalegt ef maður lendir í léttum andstæðingum að maður fái bara að spila úrslitaleikinn og ekki búinn að sanna sig. Reyndar er ég ósáttur við þetta en þetta var það skásta sem við gátum gert.

Eftir að ég og Þórir erum búnir að koma vélinni hans fyrir í specroom til að horfa á undanúrslitaleikinn þá vekjum við benna og hubert. Það var rosalega gaman að vera í specroom og ágætis
stemming, reyndar þar sem að leikurinn er í upplausn 640x480 var þetta dáldið skrýtið en samt kúl. Þess má geta að í þessum leik voru allir þáttakendurnir úr klaninu iceC. freakuz gerir 4pool, s.s. hann gerir enga aðra vinnukalla og bíður eftir að hafa 250 í minerals til að gera spawning pool, síðan zergling'a og rusha. Benni er terran og með smá hjálp frá scv'um og örfáum marine'um drepur hann rush'ið. Það sem ég skil reyndar ekki var afhverju Digital reyndi ekki að gera eitthvað, hann þurfti að a.m.k. hjálpa þessu rush'i. Þegar maður sá þetta var nokkuð víst að leikurinn var tapaður fyrir Digital & freakuz.

Jæja næsti leikurinn, úrslitaleikurinn. Leikurinn milli MrHamstur & Dreings(einhver newbie) og Benna og Hubert. Hamstur gerir random og fær toss, það sem hann gerir er að tech'a sig upp og hefur bara 3-5 zealot'a þegar fyrsta árásin á hann kemur. Partner'inn hans, Dreingur var líka toss en force'in sem hann sendir í backup slátrast. Ég man ekki nákvæmlega eftir þessum leik en það var snilld þegar hamstur er sendir 3-4 dark templara til að drepa ling frá hubert þá poppast upp mine'a frá benna og drepur 3 dark templara. Að mínu mati hefði hamstur ekki átt að velja random en Benni og þeir þurftu að vinna tvisvar sinnum vegna þess að þeir voru í looser's bracket og höfðu tapað fyrir Hamstri áður.

Næsti leikur velur Hamstur Terran og gerir early expand. Benni er fljótur að mæta með tank'a á svæðið og Hamstur lendir í einhverjum erfiðleikum. Hubert tech'ar sig upp í mutas og fer á Dreing að mig minnir en fer og hjálpar benna við árásina. Hann tekur út tank'ana og þá var þetta búið.

Þessi smellur var alls ekki nógu góður en þetta var samt ágætt. Það var margt sem þarf að bæta. Ég ætla að reyna að redda replay'um frá mótinu og hendi því upp á einhverja síðu. Ef þið hafið einhverja athugasemdir eða bara eitthvað sniðugt að segja endilega be my guest. Vonandi heppnast þetta betur næst og vonandi sjáumst við aftur þá og kanski fleirri.Þetta var allt skrifað í einu og ég fór ekki yfir stafsetningarvillur og þetta er örugglega ekki 100% rétt.

kk,
Einar a.k.a taqtix