Diablo II 1.09c er kominn út, og inniheldur hann lítinn .dll file sem að skimar eftir upplýsingum um tölvu notandans (CPU, RAM, OS, skjákort og hljóðkort) og sendir það til Blizzard. Þetta tekur sér bara stað í Bandaríkjunum og geta þeir sem viljað uncheckað þetta úr í installernum.

Auk þess eru tvö fix, fyrst og fremst skjákortadrivera fyrir skjákort sem ég hef aldrei heyrt um, og svo fix fyrir þetta blessaða trade hack sem við höfum nú fengið nóg af. Þetta finnst mér vera nokkuð gott skref í átt að hackleysi og vona ég að Blizzard eigi í framtíðinni eftir að loka á óþarfa hluti eins og map hack o.fl.

Að sjálfsögðu verður hefðinni haldið uppi og þessi plástur gerður downloadanlegur héðan af Huga.is ef einhvað verður.

Villi