Það eru allir að tala um hvað það sé mikil snilld að spila Diablo2 á LAN… ég er með 2 tölvur í LANi heima hjá mér en ég hef aldrei getað spilað leiki á þeim sem nota TCP/IP en ekki IPX… OG ÉG ER AÐ VERÐA BRÁLAÐUR Á ÞVÍ!! (ehhrrrmm, sorry) en án djóks… ég veit að það þurfa allar tölvurnar að vera með sama IP en það bara neitar að breytast… nenniði að segja mér ef ég geri eitthvað vitlaust…? takk…

Ok.. Ég fer í Internet options/Connections/LAN settings og breyti því þar… þarf ég að gera eitthvað annað? t.d er ég ekkert viss um hvort þessi checkbox eiga að vera á eða af, hvort Portinn er réttur eða hvort það er eitthvað sem þarf að gera í Advanced… pls, hjálpið mér… þá gefiði mér slatta af nýjum leikjum til að spila á laninu… =)