Samtíningur um Illidan Part 2 Núna er komið að framhaldi! Ég skrifaði þennan kafla dáldið mikið eftir minni, og ef ég hef rangt fyrir mér þá endilega leiðréttið mig!

Enjoy.

Eftir að Tyrande var horfin í arma bróður hans sneri hann baki sínu við Night Elves.

Núna heldur saga hans áfram.

Illidan ráðalaus leitaði uppi illa Titaninn Sargeras, illa guðinn sem bjó til The Burning Legion! Hjá honum svór hann eið um hollustu sína til Sargeras, en hann launaði honum með miklum krafti! Sargeras brenndi augu Illidans til ösku og setti í tómar augntóttirnar galdrasjón, og auk hennar merkti hann líkama Illidans með flóknum tattúum sem fylltu hann af Arcane göldrum.

Þá í leyni fór hann aftur til svikara drottningannarinnar Azhara. Þar lét hann hana vita af því að bróðir hans hygðist að eyðileggja The Well Of Eternity, og með því sveik hann bróður sinn og sitt eigið fólk í þeirri von að geta haldið mátti sínum frá The Well Of Eternity. Þegar drottingin frétti af áætlun Malfurions gerði hún sig og sína tilbúin fyrir bardaga, og þá þegar Malfurion, Tyrande og the Night Elves komu að höll hennar slepptu the Highborne rosalegum kröftum á the Night Elves og slátruðu mörg þúsund Night Elves! Á meðan laumaði Illidan sér undan, ekki hræddur um sín eigin örlög heldur örlög The Well Of Eternity.

Á meðan bróðir hans og drottning hans háðu bardaga hugsaði hann bara um það að the Night Elves myndu tapa bardaganum og treysti hann það mikið á The Burning Legion. Og til þess að tryggja þess að hann hefði einhver völd í heimi sem væri ríkt af djöflum fyllti hann 7 flöskur af vatni úr The Well Of Eternity. Þegar hann var búinn að því hvarf hann í skuggann.

Eftir ‘The Great Sundering’ þá gekk Illidan um mikla tinda Mount Hyjal’s, þar sem hann fann lítið og kyrrlátt stöðuvatn. Þar hellti hann vatninu úr einni af 7 flöskunum í vatnið, rosalegur kraftur hrærðist þá í vatninu, og breiddi hann hratt úr sér og mengaði vatnið og það byrjaði að breytast í nýjan Well Of Eternity. Illidan varð hæstánægður en sú ánægja var stutt því Malfurion og Tyrande fundu hann snögglega og stoppuðu hann.

Malfurion gat bara ekki sætt sig við það að bróðir sinn hefði svikið hann svo illilega. En hann reyndi þó að útskýra fyrir bróður sínum hvað væri svona rangt við það sem hann væri að gera. Því krafturinn í the Well Of Eternity var svo mikill, og að hans orðum ‘chaotic by nature’ að hann gæti bara leitt yfir þau tortímingu á meðan hann væri til. Illidan vildi ekki hlusta á hann og hélt í sínum ranghugsunum að bróðir hans væri bara að rugla og væri orðinn eitthvað skrýtinn. Hann hélt að hann væri að bjarga framtíðar Magic users því að þá væri kraftinum ekki eytt.

En það að Illidan sá ekki eftir neinu lét Malfurion alveg missa sig. Hann réðst að bróður sínum og þá loksins skildi hann að Illidan væri að eilífu tapaður krafti galdranna. Malfurion Skipaði að Illidan yrði fangelsaður djúpt undir Hyjal í fangelsi sem væri langt frá sjón og hugsun. Malfurion viðurkenndi fyrir Tyrande sinn stærsta ótta, en hann var að ef að Illidan yrði sleppt myndi ásókn hans og græðgi í völd draga djöflanna frá The Burning Legion aftur til Azeroth, því Illidan var sterkasti Arcane User-inn sem eftir var í heiminum.

Illidan lá í ljóslausri dýflissu í 10.000 ár, þar sem hans var gætt af Califax og margra aðra allan sólarhringinn. En þegar Illidan var sleppt kom það þeim í opna skjöldu, því Tyrande leysti hann og drap alla verði hans og sleppti honum í von þess að hann gæti hjálpað þeim að berjast við djöflana í The Burning Legion sem höfðu komið aftur og sleppt the Scourge lausri. Ást hans á Tyrande hafði viðhaldist öll þessi ár í fangelsinu, og vegna ástar hans á henni ákvað hann að hjálpa þeim. Hann svór þann eið að hrekja burt The Burning Legion, og svo að fara frá The Night Elves að eilífu.

Malfurion var samt mjög mikið á móti ákvörðun hennar, og þótti honum morðin á vörðunum ganga of langt og vera hraparleg mistök. Og þótti honum leitt að Illidan hafði ekkert breyst og var Illidan rosalega mikið í því að reyna að sanna það fyrir Malfurion að djöflarnir hefðu ekkert hald á honum lengur, og því fór hann á undan Malfurion og leiddi með sér hóp af Night Elves inn í Felwood til að elta niður The Burning Legion. En er hann var í Felwood lenti hann í Arthasi, riddara The Lich King! Þeir lentu í bardaga og voru þeir jafn sterkir og bardaginn endaði með jafntefli. Illidan stoppaði bardagan og krafðist þess að vita afhverju Arthas var að elta hann. Arthas svaraði opinskátt og sagði Illidan frá Hauskúpu Gul’Dan sem væri að corrupta Felwood. Hann útskýrði fyrir Illidan að ef hauskúpunni væri tortímt myndi Felwood hætta að mengast. En Arthas vissi af Valdagræðgi Illidans og lét hann vita allt um hauskúpuna og þá rosalegu krafta sem fylgdu henni.

Þótt Illidan treysti ekki Arthas eltist hann samt við hauskúpuna. En mikið djöflahlið verndaði hana og þegar Illidan og her hans komu að því þurftu þau að berjast mikið til þess að komast að henni. En er hann komst að henni sá hann fyrir sér Malfurion að fyrirgefa honum og drifinn af þeirri hugsun braut hann hauskúpuna og eyddi þannig menguninni en ‘Consumaði’ hauskúpuna í leiðinni.

Hann fann rosalegan styrk! En um leið mikla hættu. Eins og sést nú á Illidan kostaði bardagi hans við hauskúpuna hann mikið. Galdur hauskúpunnar breyttu honum í djöful, og í því formi fór hann og murkaði lífið úr Tichondrius og hans Scourge. En með þeim sigri kom einnig tortíming, Malfurion og Tyrande fundu fyrir djöfullegum kraftinum í Illidan og í stað þess að fagna honum sneru þau baki í hann með vont bragð í munninum.

Malfurion varð ævareiður og í fljótsemi hélt hann að Illidan hefði selt sál sína fyrir meiri völd og rak hann Illidan úr skógunum. Illidan sem var mjög sár, vildi ekki segja bróður sínum hvað hann hefði gert, og hvernig hann hefði bjargað þeim öllum. Sneri sér að Malfurion og sagði :
“So be it, Brother!”

Held áfram með sögu hans eftir að hann varð djöfull í næsta kafla! Takk fyrir mig