Hér á eftir ætla ég að fjalla um leikinn World of Warcraft í grófum dráttum.

Fyrst þegar þú kemur í leikinn velurðu þér realm (heim). Heimar geta verið mismunandi svo mikilvægt er að velja rétt. Einnig er gott að skoða það sem stendur fyrir aftan nafnið hvort heimurinn sé Low-Medium eða Full, því ef hann er Full gætirðu alltaf þurft að bíða með að skrá þig inn í kannski 5-10 mínútur.

PvE-Server: Þæginlegt fyrir byrjendur því að þarna geta óvinir úr hinu liðinu ekki ráðist á þá nema þú sért inni í höfuðborg þeirra eða ráðist á þá fyrst en til þess þarf óvinur að vera með svokallað PvP merki á sér. Séu báðir aðilar með PvP merki á sér verður stríð :)

PvP-Server: Þar geta allir ráðist á alla á svokölluðum contested-territories (umdeildum svæðum). Og einnig ef óvinur kemur inná svæði sem þitt lið ræður yfir.

Roleplaying-Server: Í þessum heimum tekur fólk leikinn meiri alvarleika en sitt eigið líf og lifir sig inní hann. Getur bæði valið um PvP og PvE Roleplaying-Server.

—Að búa til kall—

Svo loks ferðu í “Create New Character”.

Þá fyrst og fremst velurðu þér faction (lið) til að vera í, og í hverju faction eru 4 race (kynstofnar) og svo er það fimmta í hvoru liði sem þú getur ekki valið því það kemur í aukapakkanum sem kemur 16. Janúar.

Alliance: Dwarf, Night Elf, Human og Gnome - 16. Janúar kemur aukapakki og þá bætast Drainei í hópinn
Horde: Tauren, Undead, Orc og Troll - 16. Janúar kemur aukapakki og þá bætast Blood Elf í hópinn

Þar á eftir velurðu þér class (tegund) af kalli sem þú villt verða. Classarnir (tegundirnar) sem þú getur valið þér um eru 9 talsins.

Hvort lið hefur 5 kjarna-clöss (tegundir) til að velja um sem eru:

Warlock: Seiðkarlar sem geta kallað fram allskyns tegundir af djöflum til að aðstoða sig við að drepa allt sem stendur í vegi fyrir þeim. Geta aðeins verið í cloth (eða veikasta armor gegn návígi)

- Notast við cloth armor alla sína tíð
- Fá Imp (lítin djöful) á level 2
- Fá fear (ótta, sem er trikk sem hræðir óvin þinn í burtu frá þér)
- Fá Voidwalker (stóran bláan karl) á level 10
- Fá Succubus (hálf nakta djöfla-konu) á level 20
- Fá Feldemon (ekki viss nafnið?) á level 30, einskonar djöful-hundur.
- Eiga möguleika á að fá Felguard (stóran og sterkan djöful) á level 50, með Talent Point sem ég kem inná síðar.
- Geta gert demon sem kallast Infernal á level 55 en geta aðeins haldið honum í 5 mínútur þá þurfa þeir að endurnýja en-slave (trikk sem gerir hann að þræl þínum).
- Svo loks Doomkeeper (Heljarvörður?) á level 60 (ef mér skjátlast ekki)

Mage: Galdrakarlar sem hitta mjög hátt og eru mjög færir í að sleppa frá óvini og festa þá og hægja á þeim á ýmsa vegu, geta einnig teleportað (fært sig?) á milli höfuðborga og einnig gert portal fyrir vini. Geta aðeins verið í cloth (eða veikasta armor gegn návígi).

- Notast við cloth armor alla sína tíð.
- Geta breytt óvini í kind á level 8 (aðeins notanlegt á einn í einu)
- Fá frost nova (frysti mátt) á level 10
- Geta teleportað (breytt um stað) til allra höfuðborga á level 20
- Geta gert sinn fyrsta portal á level 40.

Warrior: Stríðsmenn, segir sig nokkurnvegin sjálft :) Hafa sterkasta armor og geta notað öll vopn í leiknum.

- Byrja með mail armor
- Fá Defensive-stance (Verndar stöðu) á level 10
- Dual wield (hægt að halda á 2 vopnum) á lvl 20
- Fá Berserker-stance (Berserkara stöðu) á level 30
- Fá plate armor á level 40

Rogue: Þjófar (myndi ég giska á), hafa stealth (ósýnileika) og eru mjög góðir í að koma óvini sínum að óvörum og hitta mjög hátt. Nota leather (leður) sem er næst-veikasti armor gegn návígi og hafa mjög gott úrval af vopnum að velja úr.

- Notast við leather (leður) armor alla sína tíð.
- Fá ósýnileika á level 2
- Fá ambush (fyrirsát) á level 18, aðeins notanlegt meðan þjófurinn er ósýnilegur.
- Dual wield (hægt að halda á 2 vopnum) á lvl 10


Hunter: Veiðimenn, byggast mest á ranged (boga-byssu hæfileikum og eru einnig mjög góðir í að finna hinu ýmsu hluti: dýr, menn og margt annað. Nota leather (leður) fram að lvl 40 og fá þá uppfærslu upp í mail (málm armor) sem er sá næst sterkasti.

- Byrja með leather armor.
- Geta fangað dýr sér til verndar og hjálpar í level 10
- Fá trikk sem eykur hraða þeirra um +30% á level 20
- Dual wield (hægt að halda á 2 vopnum) í level 20
- Fá Mail armor (næst-sterkasta armor í návígi) í level 40

Priest: Prestar, byggast mest á að heala (endurfylla líf vinar). Mæli ekki með því að byrja með priest því það class (tegund) byggist mikið á að þurfa aðstoð frá öðrum. Geta aðeins verið í cloth (eða veikasta armor gegn návígi)

- Notast við cloth armor alla sína tíð.
- Geta sett orkuskjöld á sig og vini sem verndar þá gegn X-miklum skaða í level 6. Skjöldurinn dugar í 30 sekúndur en getur verið endurnýjaður eftir 15 sekúndur
- Geta lífgað við vini sína á level 10

Druid: Kann ekki alveg þýðinguna á druid en þeir eru svona nokkursskonar shape-shifters (geta breytt um form) og geta breytt sér í alls kyns skepnur fyrir mismunandi aðstæður. Nota leather (leður) sem er næst-veikasti armor gegn návígi og hafa mjög gott úrval af vopnum að velja úr.

- Notast við leather (leður) armor alla sína tíð.
- Bjarnarform í level 10, það eykur armor gríðarlega og gefur meiri skaða en þú gerðir venjulega.
- Selaform í level 16 (Aðeins notanlegt neðansjávar, eykur hraða um 50%)
- Kattarform í level 20, eykur skaðann sem þú gerir verulega og þú getur orðið ósýnilegur
- Geta lífgað við vini á level 20 bæði í bardaga og utan bardaga en það er 30 min cooldown (biðtími) á milli þess sem þú notar það.
- Ferðalegsform í level 30 (Aðeins hægt að nota utandyra, eykur hraða um 40%
- Ugluform (Með talent points, stendur neðar um þau) á level 40. Eykur skaða gerðan með göldrum mikið og eykur armor gríðarlega.
- Tréform (Með talent points, stendur neðar um þau) á level 50. Eykur healing mikið en hægir hraða um -20%

Svo loks eru það class sem hvort lið hefur aðeins

Horde-Shamans: Töfralæknar sem geta galdrað healað og barist í návígi og eru í rauninni færir á öllum sviðum. Þeir notast einnig við litlar styttur sem þeir setja niður í kringum sig sem gera þá og vini sterkari.

- Byrja með leather (leður)
- Geta lífgað við vini á level 10
- Fá Ghost-wolf (drauga-úlf) á level 20 sem eykur hraða um 40% utandyra
- Geta notað mail armor á level 40


Alliance-Paladin: Paladin er svipað og shaman nema að þeir geta verið í sterkasta armor í leiknum og byggist mest á healing og návígis bardaga. Og þeir geta einnig blessað vini sína og sjálfa sig með allskyns blessunum sem styrkja þá. Hafa sterkasta armor og geta notað öll vopn í leiknum.

- Byrja með mail armor
- Geta sett á sig skjöld sem gerir þá immune (ekkert getur skaðað þá) í 6 sekúndur sem lengist síðan eftir því sem þeir fá hærra level.
- Geta lífgað við vini á level 10
- Fá plate armor í level 40

—Talent Points—

Talent point er eitthvað sem nota skal vel og vanda val á hverju og einu, þú færð þitt fyrsta talent points á level 10 og ræður það síðan hvernig þú ætlar að nota classinn (tegund) þinn.

Dæmi: Sem prestur geturðu valið á milli þess að verða shadow (skugga) prestur eða holy (heilagur) prestur. Skugga-prestar gera mikið meiri skaða en Heilagir-prestar, en í staðin heala Heilagir-prestar mikið meir en Skugga-prestar.

Get eiginlega ekki útskýrt þetta mikið betur, verðið að leita ykkur meiri upplýsinga ef þið skiljið ekki. Eða einfaldlega spurja? :)

Einnig má þess geta að allir geta fengið fyrsta mount (fararskjóta, dýr til þess að ferðast á) á level 40 og eiga síðan möguleika á að safna sér fyrir epic mount (sjaldgæfum fararskjóta) á level 60.

Normal mount: +60% Hraði
Epic mount: +100% Hraði

Vona að þetta nýtist þér eitthvað :)

P.S. Endilega bendið mér á villur.