Þetta byrjaði sem svar við þræði á Diablo korkinum (og er kannski svolítið óformlegt eftir því) en þetta var orðið svo langt að mér datt í hug að skella þessu bara inn sem grein.

Hvernig á að finna og drepa Diablo Clone
Og smá um tilganginn?

Sko.. til að byrja með þarf að skilja að “leikir” sem þú býrð til á battle.net innan Diablo II eru alltaf á ákveðnum server, sem valinn er af handahófi (eftir því sem ég best veit). Númerið á þessum server máttu sjá með því að vera í leiknum, í leik (þægilegast í window mode) og opna command prompt með því að fara í Start > Run > skrifa “cmd” og skrifa í command prompt “netstat”. Þá eiga að koma nokkrar runur af nöfnum og tölum. Ein talan endar á :4000 sem ég held að þýði að portið sem þú notar sé það, 4000.

Allavega, ip-talan sem stendur fyrir framan “:4000 ”er eitthvað á þessa leið: 63.240.202.xx
Ekki hugsa um þessar fyrstu tölur, bara síðustu x-in tvö skipta máli. Ég spila á US-East og tölurnar þar eru eitthvað á bilinu 30-100.. ekki alveg viss, en segjum það samt, það breytir ekki svo miklu. Allavega, þessar tvær-þrjár tölur sýnir þér á hvaða server þú ert. Hver server er að hosta fullt af leikjum í einu.

DClone spawnar þannig að ákveðinn fjöldi SOJs (Stone Of Jordan) er seldur (til merchants) á server. Þessa SOJ er hægt að selja í non ladder, hardcore og á normal og nm difficulty. Það breytir í sjálfu sér engu. Það sem skiptir máli er að þegar búið er að selja í kringum 70-120 SOJ á server fer DClone að walka á öllum hell ladder leikjum á þeim server, líka í hardcore. Þess má geta að SOJs eru töluvert ódýrari í non-ladder þannig að þessi tala þarf ekki að vera jafn yfirþyrmandi og hún virðist vera.

Þannig að segjum að þú sért bara að dunda þér, á segjum bara server 58, þá koma allt í einu skilaboðin: “xxxx SOJs sold to merchants.”

Talan, “xxxx” er heildartala seldra SOJs á þeim server, held ég. Allavega segir hún ekkert um þann fjölda sem þarf í viðbót (af þessum 70-120) til að DClone spawni.

Þessi skilaboð ein og sér eru ekkert stórmál, en ef það fara að koma svona skilaboð á nokkurra mínúta fresti og þú sérð að talan er búin að hækka þá máttu búast við því að DClone fari að walka þar sem það er greinilega verið að selja SOJs á þessum sama server, 58.
Þá fer allt að hristast og þú sérð skilaboðin “Diablo walks the earth.”
Þú mátt búast við töluverðu laggi svona fyrst um sinn (enda gerist þetta, eins og áður sagði, á öllum hell difficulty ladder leikjum á sama server).

Þá þarftu að fara að finna kvikindið.
Hann spawnar á því Super-Unique monster sem er næst þér og fjarlægir það í leiðinni. Dæmi um super-unique monster er Rakanishu í Stony Field í act 1, Thresh Socket sem er við innganginn að Crystalline Passage, Arreat Plateau megin o.fl.
Hérna er listi yfir öll super-unique monster í leiknum: http://www.battle.net/diablo2exp/monsters/super.shtml

Mæli líka sterklega með þessari síðu, þarna er listi yfir öll runeword og unique items í leiknum ásamt öðru gagnlegu.

!
Þegar þú ert búinn að finna hann þarftu bara sæmilega góðan character til að drepa hann og þá ertu kominn með nytsamlegasta small charm í leiknum, Annihilus, sem gefur þær +1 í all skills, 10-20 í all res, 10-20 í all attributes og 5-10% bonus í all xp gained, svo fremi sem þú sért lvl 70 eða hærra.
!

DClone er í sjálfu sér frekar léttur. Ég nota sjálfur hammerdin/hammer pally og get tankað hann án fyrirhafnar. Jafnvel þótt þig eigið hammerdin sem er skítlélegur held ég að hann sé bestur til að drepa DClone.
Ef þið notið melee char þurfið þið að hafa Prevent monster from healing enchantment á einhverju vopni, nóg er að slá hann einu sinni með því og síðan geturðu bara hakkað í hann að vild (nema þið farið aftur í town áður en hann er dauður). Ástæðan fyrir því er að hann regenerate-ast gríðarlega hratt.

Það er hægt að drepa hann á ýmsa vegu og þið getið auðveldlega prófað ykkur áfram með það, en ég ráðlegg ykkur samt sem áður að nota hammerdin.

Það eru kannski ekki allir sem nenna eða vilja standa í því að selja SOJs, þótt þeir fáist fyrir skít í non ladder (reyndar er það þannig að ég spila á US-East og það er óvíst hvort þetta sé eins, t.d. á Europe). Þeir verða annað hvort að treysta á heppnina eða finna sér einhverja leið til að fá upplýsingar um það hvaða servers séu með marga sold hverju sinni.

Ég vona endilega að þessi texti sé skiljanlegur (eða að þið hafið yfirleitt einhvern áhuga á honum :C ), en ef það er eitthvað sem þið eruð óánægð með eða þurfið að spyrja um þá endilega ýtið á “Gefa álit” og segjið hvað ykkur vanhagar um.

Thank you so very much,
AnanasNr1