Margir hafa án efa tekið eftir því undanfarna daga að nánast ómögulegt hefur verið að spila á Battle.net um þessa helgi. Leikir hafa crashað, save hafa týnst eða “revertast” eins og það er kallað, characterar hafa oft ekki fundist og svo framvegis.

Ofan á það eru báðar vefsíður Blizzard, Blizzard.com og Battle.net, niðri og giskað sé á að sökudólgurinn sé dos hack. Auk þess er búið að hanna nýja packet flood tækni og hefur hún verið gefin út af hinum og þessum hakkarasíðum. Hún gerir hverjum sem er kleyft að crasha leik sem að er í gangi.

Búist er við að vandamálið verði lagað í þessari viku þegar allir starfsmenn Blizzard koma til vinnu og takast á við þetta vandamál. Á meðan er bara hægt að vona að aumingjarnir sem að standa að þessu muni brenna í helvíti að lífi loknu.

willie