Núna hef ég lokið Diablo 2 í Normal með Barbarian.
ÉG ætla að segja frá því hvernig ég vann act 4.
Útbúnaður minn: Gulur víkingahjálmur(mjög góður), Gulur splint Mail(ógeðslega góður besti hlutut sem ég hef séð), gult belti(gott), grænir light plated boots(fastest run/walk), gulir Gauntlets(fínir), góðir skartgripir, Grænn öxi (Tancreds Crowbill), og gemmed gothic shield með vörn gegn alls konar, á móti Diablo setti ég bara rauða eldvarnarsteina í skjöldinn.
Ég var í level 27. ÉG notaði bash og shout. Attack rating 600, Defense 500 (8xIron skin). Fire resist 34, cold 65, lightning MAX, poison 44. Hugrekki MIKIÐ.
Mér fannst engillin Izael(eða eitthvað þannig) auðveldur. En mér leið mjög illa inni á næsta svæði þar sem MANA sucking kvikindi réðust á mig og tæmdu mana mælinn minn og þá fór ég að höggva hægar. En ég drap þá alla að lokum. Niðri á River of Flame voru hundleiðinlegur karlar. Mana sucking gaurar, hundar sem fæða minions og feitar pöddur sem fæða aðrar litlar pöddur. Eftir að hafa drepið um 400 kvikindi, stór og smá, mætti ég sniðugum gaur sem var tvífari Smiðarinsí Act 1(og kannski Butcherins í D1). Hann hljóp á eftir mér á fleygiferð og náði mér loks. Ég fór að höggva hann en fékk engan frið frá körlunum í kring. Þegar 2/3 af lífi hans var farið náði hann einu góðu höggi á mig og ég steinlá. En ég var fljótur á staðinn aftur og drap hann án þess að blikka auga. Svo skemmdi ég steininn hans Mephisto og hélt af stað að klára River of Flame.
Ég lenti í ógeðslega mörgum áðurnefndum körlum og eftir mikið puð og Town ferðir fann ég loks Waypoint.
Handan Waypointsins var góður engill sem leyfði mér að halda áfram og sagði mér að ég þyrfti að skemma 5 innsigli till að finna Diablo. Ég fann Chaos Sanctuary og gekk inn…
Þar voru nú aðeins skárri karlar en alls ekki auðveldari. MANA sucking gaurarnir voru þarna, Doom knight, Domm galdrakarl(sem curseuðu mig), og eldnaut með vængi(sem voru einmitt þeir sem gerðu mig fastan í Diablo 1). Saman voru þessir karlar fremur erfiðir og lenti ég í miklum hremnmingum þangað til ég fann stóra stjörnu með 5 örmum á gólfinu. Þá fattaði ég að þetta var bardagastaðurinn við Diablo. Ég gat farið 3 leiðir hægri, fram, vinstri. Ég fór fyrst til hægri og drap milljón karla, þar á meðal endakarl og fann þar 2 innsigli sem ég skemmdi. Þá kom annar endakarl sem ég drap. Svo fór ég til vinstri og skemmdi 2 innsiglinn þar og drap endakarlinn. Þá var aðeins ein leið eftir, fram og þar vour fúlir galdrakarlar sem voru heldur erfiðir. Ég skemmdi síðasta innsiglið og heyrði þá rödd Diablo, hann sagði eitthvað um að ég gæti ekki flúið. Svo kom annar endakarl til mín sem var galdrakarl og náði hann að fella mig einu sinni. Þegar hann var látinn og skósveinar hans líka, fór ég að stjörnunni og viti menn, þar var DIABLO. Ég hljóp að honum eins og skot og byrjaði að höggva. Ég stóð alveg uppvið hann og hjó á fullu en ég hitti hann eiginlega aldrei. Hann var líka að slá mig en hitti mig ekki heldur. Þá fór ég að nota Concentrate og þá fór ég að hitta hann. Hann notaði ýmsa galdra en aðeins einn þeira náði að meiða mig að einhverju leiti, það var einhver rauður/fjólublár geisli. Ég fór tvisvar upp í bæ að fylla á drykkina og svo drap ég hann og fékk fyrir hann gull(unique) kórónu, Undead Crown, sem var líka í gamla leiknum. Svo var ævintýrið mitt búið. Þegar ég horfi tilbaka þá fannst mér Diablo léttur, hann drap mig aldrei(en tók soldinn tíma), en karlarnir á undan honum voru erfiðir. Ég er feginn að bardaginn við Diablo var einkabardagi(engir minions að flækjast fyrir).



Mangi
Gleymum ekki smáfuglunum..