Battle.net hefur komist í heimsmetabók Guinnes sem stærsta ókeypis leikjaþjónusta í heimi! Færslan í bókinni sýnir mynd af Sorceress, og segir þar að auki að síðan þjónustan var opnuð árið 1997 hafa yfir 8.2 milljónir (!) virkra accounta loggað sig inn á yfir 6 milljón (!) leiki daglega.

Auk þess komst Diablo II líka inn í heimsmetabókina, og þá fyrir að vera hraðast seldi leikur í heimi, en yfir 1 milljón eintök seldust af honum á tveimur vikum, auk þess sem hann er núna búinn að seljast í yfir 2.75 milljónum eintaka út um allan heim (reyndar eiga þær að vera 4 milljónir, en þetta komst þó í bókina :). Auk þess hefur Diablo selst í 2.3 milljónum eintaka síðan árið 1997.

DiabloII.net sagði frá.