Ytri áhrif á hagkerfi MMOG leikja Nýlega heyrði ég nafnið Kínverskur Bóndi (e. Chinese Farmer) notað inn í setningu sem full var af allskyns blótsyrðum. Ég var ekki alveg klár á því hvað átt var við í fyrstu en ákvað þá að gera smá rannsókn á þessu fyrirbæri og kynna mér þetta betur. Þetta varð svo aðeins lengra en ég ætlaði mér að skrifa í fyrstu og það liggur við að þetta eigi frekar heima á fjármálaáhugamálinu en þetta er örugglega eitthvað sem fólki sem spilar World of Warcraft, Eve Online og fl. þætti fróðlegt að lesa ;-)

Þetta á að vera frekar almenn umfjöllun um þennan vanda, en af augljósum ástæðum (vinsældir) er mest tekið af dæmum sem tengjast WoW og Blizzard. Heimildirnar eru neðstar í greininni og eru nokkrar af síðunum með góða umfjöllun um þetta.



— Kínverskir Bændur —

Kínverskir bændur (hér eftir kallað atvinnu-farmer) er notað yfir leikmenn í MMOG (e. Massively multiplayer online game) sem hafa það að atvinnu að búa til og safna sýndar-verðmætum (gull, verðmæta hluti og jafnvel kallana sjálfa) sem finna má innan tölvuleikjaheims. Því sem er safnað er svo selt til annars aðila fyrir utan heim leiksins og fá fyrir það raunverulegan pening. Þetta er því talsvert rangnefni þar sem þessir aðilar eru ekki endilega frá Kína, þó vissulega sé stór hluti þeirra þaðan. Allt frá fyrstu online leikjunum hefur þetta tíðkast en nú virðist þetta vera að þróast út í stóra gróðastarfsemi víða í heiminum, mörgum til gleði en annarra til mikilla armæðu (öðrum leikmönnum og leikjaframleiðendum).

Að sjálfsögðu er þessi starfsemi ólögleg innan þeirra sýndarheima (e. server) sem við eiga en fyrirtæki á borð við Blizzard eru ekki í þeirri aðstöðu að geta kallað á yfirvöld til að stöðva svona athæfi þar sem öll viðskipti fara fram langt frá þeirra yfirráðasvæði (á eBay etc.). Fyrirtæki sem reka slíka leiki eru með reglur og skilmála sem viðskiptavinum ber að virða og áskila þau sig oftast rétt á að banna og eyða reikningum (e. acount) hjá þeim sem sannað er að hafi vanvirt þessar reglur. Þetta er í rauninni það eina sem lagalega er hægt að gera í málunum en Blizzard hefur tilkynnti að á síðasta ári bönnuðu þeir rúmlega 1000 reikninga um heim allan sem voru í eigu einstaklinga eða fyrirtækja sem grunuð voru um þetta.

Í grein sem birtist í The New York Times kemur fram að áætlað er að það séu um 100.000 mans í Kína, einu og sér, sem starfi við þetta í einhverjum af þessum leikjum. Þá eru ótaldir þeir sem starfa við þetta annarsstaðar. Þetta er orðinn gífurlega stór starfsemi og augljóst að það verður erfitt fyrir leikjaframleiðendur að sporna við þessari þróun. Mun meira hefur borið á þessu í N-Ameríku en í Evrópu enn sem komið er en með vaxandi vinsældum gæti þetta farið að aukast í Evrópu og þannig orðið augljósara vandamál fyrir þá sem spila þar.

—> Ágætis trailer af heimildarmynd um atvinnu farmera <—


— Hvernig gengur þetta eiginelga upp? —

Þetta er fólk sem vinnur í heimi leiksins með það megin markmið að ná fram sem mestum gróða í “virtual” vörum og peningum sem seljanlegir eru til annarra spilara sem sækjast eftir þessu af einhverjum ástæðum. En af hverju ætti einhver að vilja kaupa sér gull og hluti fyrir fúlgu fjár þegar þú getur einfaldlega unnið fyrir því sjálfur? Það sem gerir þetta að arðbærum rekstri er aðallega tengt efnahagslegum ástæðum. Í Asíu og “þriðja heims löndum” eru laun oft mjög lág miðað við það sem tíðkast á vesturlöndum. Fyrir kluttutíma vinnu er fólki sem vinnur í svokölluðum “virtual sweatshops” (sem þetta í rauninni er) oft ekki borgað meira en 20 krónur á tímann. Fyrir 10 tíma vinnu af farmi hjá atvinnu-farmer er atvinnurekandi ekki verið að borga nema í kring 200 krónur. Á þessum tíma má ætla að slíkur starfsmaður sem á einn eða annan hátt vinnur eingöngu við að safna gulli í viðkomandi tölvuleik nái að safna töluvert meiru en venjulegur spilari gerir á sama tíma, því venjulegur spilari notar oft ekki ekki bestu aðferðirnar, er ekki með sniðugasta classann eða rétta buildið og þekkir ekki réttu staðina. 200 krónur fyrir 10-15 tíma vinnu kemur ekki beinlínis út í góðu tímakaupi, þó það væri margfaldað með 10.

Tökum nú dæmi. Vel menntaður tölvunarfræðingur hjá Microsoft, markaðsstjóri fyrir Oneil spandex g-string nærbuxna fyrir karlmenn og lögfræðingur hjá Dr.Pepper eru dæmi um aðila sem hafa eflaust ágætis tekjur. Það er mikið að gera hjá þeim í vinnunni og peningalega séð er tími þeirra dýrmætur því fyrir utan vinnuna eiga þeir börn, vini og áhugamál sem þeir þurfa að sinna. Þeim finnst líka alveg svakalega gaman að spila WoW en hafa bara ómögulega tíma til að “vinna” á eðlilegan hátt fyrir þessum peningum og hlýtur því að vera freistandi fyrir þá að kaupa sér 20-30 tíma vinnu fyrir þann pening sem þeir fá fyrir einn tíma í raunverulegri vinnu.

Nú fer maður að velta ýmsu fyrir sér. Fyrst hlutir og peningar innan tölvuheima eru farnir að verðmætir í hinum venjulega heimi, eru þetta þá ekki orðin verðmæti á við öll önnur. Hvað ef einhver ninjalootar sverðinu/geislabissunni/farartækinu sem þú áttir að fá og kostar 2000 GP í leiknum. Er það ekki sambærilegt því að stela af þér hjólinu þínu, sem kostar öruggleg svipað þessi upphæð á eBay?

Af augljósum ástæðum væri aldrei mögulegt að standa undir svona rekstri hér á vesturlöndum því laun væru einfaldlega of há til að fólk sæi sér hag í að kaupa sér slíka þjónustu. Af svipaðri ástæðu á þetta mjög líklega ekki eftir að verða mikið vandamál í þeim löndum þar sem slík starfsemi er stunduð.



— Hver eru áhrifin og hverjum er um að kenna? —

Nú veltir maður því fyrir sér hver áhrifin af þessari starfsemi er á tölvuleikjasamfélögin (efnahag og móral servera).

Ein áhrif eru þau að atvinnu-farmerar eru einkum að hugsa um gróða, en ekki að leikurinn sé sem skemmtilegastur fyrir aðra spilara. Dæmi eru um það að leikmenn sem talið er víst að séu að stunda þetta séu að spama á Trade rásinni tilboðum daginn út og daginn inn, /w á magea og óski eftir 200 vatnsbrúsum og 100 brauðbollum o.fl. Hópar atvinnu-farmera eiga það til að sölsa undir sig svæði sem þægilegt er að farma. Þar sem erfitt er að fæla leikmann sem er af sama factioni í burtu þá hafa sumir tekið upp á því að vera með aðila frá báðum factionum (Aliance og Horde) til að geta algjörlega dóminerað svæðum. Þetta á þó sennilega við um minni hlutann því eins og gefur að skilja þá er það atvinnu-farmerunum í hag að valda ekki mikilli athygli í þeirri von um að GM uppgötvi þetta síður.

Kynþáttamismunun er annað sem hefur aukist, á N-Amerískum serverum a.m.k., með þessu því að Kínverskir spilarar eru oftar en ekki stimplaðir sem atvinnu-farmerar þegar þjóðerni berst í tal. Aðrir spilarar sem ekki eru vel talandi í ensku geta líka lent í leiðindum þar sem þetta er oft tengt við “útlendinga”.

Þriðja ástæðan og sú sem mér finnst áhugaverðust er hversu mikil áhrif þetta hefur á hagkerfi leiksins. Veldur þetta verðbólgu? Veldur þetta auknu framboði á hlutum sem leiðir svo til lægra verðs?
Atvinnu-farmer leitast við að hámarka gróða sinn á dag utan leiksins. Til að ná fram gróða þarf annaðhvort að safna gullinu beint eða selja hluti á uppboðum/trade rásum innan leiksins. Augljóst er að gullið sem safnað er beint hefur ekki bein áhrif á hagkerfi leiksins nema farmið sé verulega að trufla aðra leikmenn í að safna sér aur. Það sem hefur hinsvegar mikil áhrif á hagkerfið er þegar vörum er dælt inn á markaðinn. Það gerir það að verkum að vörur geta lækkað töluvert í verði, sérstaklega ef mikilvægt er að koma vörunum sem fyrst út. Það er bæði hægt að líta á þetta sem jákvæðan og neikvæðan hlut því kaupendur fá vöruna fyrir minna, en seljendur fá minna fyrir vöruna.

Það sem hefur sennilega mestu áhrifin á leikinn er þegar peningurinn sem seldur hefur verið til einhvers annars spilara kemur aftur inn í leikinn. Þá er ekkert því til fyrirstöðu fyrir þann leikmann að kaupa upp allan forða af einhverjum ákveðnum sjaldgæfum efnum til eigin nota, sem leiðir þá af sér minna framboð á efninu sem getur leitt af sér gífurlega aukningu á verði. Ef við gefum okkur að einhver sé búinn að vera að safna peningum í margar vikur (já það er langur tími) fyrir efnum í einhverjar ofur-buxur og lekkert armband í stíl og gerir ráð fyrir einhverju ákveðnu verði þá er það frekar súrt þegar verðið tvöfaldast eða jafnvel þrefaldast, ef það er þá hægt að fá efnið.
Þetta er að sjálfsögðu aðeins dæmi um það hvernig áhrifin geta komið fram.



— Niðurstaða —

Sumir segja að þetta sé að eyðileggja svona leiki en öðrum finnst þetta í fínu lagi. Persónulega finnst mér að efnahagur leiksins eigi ekki að ráðast af utanaðkomandi þáttum eins og þessum.
Málið finnst mér snúast um margt fleira en að þetta sé eitthvað svindl, þ.e.a.s. af því einhver er að fá epic gear og drasl með þessu móti til að geta rústa öðrum í pvp, heldur hefur þetta svo miklu víðtækari áhrif á sýndarheiminn en virðist vera við fyrstu sýn.
Vandinn liggur ekki aðeins í atvinnu-farmerunum, heldur einnig þeim sem kaupa sér gull og annað utan leiksins. Atvinnu-farmerar væru svo í þokkabót ekki til ef það væri enginn til að kaupa af þeim.

Hvað finst ykkur?



— Heimildir —

http://www.iht.com/articles/2005/12/08/business/gaming.php
http://www.world-of-warcraft-gold.com/
http://james.seng.sg/archives/2005/10/06/world_of_warcraft_economy.html
http://www.gameguidesonline.com/guides/articles/ggoarticleoctober05_01.asp
http://wowvault.ign.com/View.php?view=Editorials.Detail&id=21
http://spaces.msn.com/cranius/blog/
http://www.youtube.com/watch?v=ho5Yxe6UVv4


-