Sjá, ég færi ykkur niðurstöðu!

(hoho)

Skv. vísindalegum rannsóknum mínum, þá er eftirfarandi niðurstaðan:

Íslenskir notendur tengjast umheimi annaðhvort í gegn um isnet eða simnet. Þetta eru þeir tveir aðilar sem reka tengingar við útlönd. Minni spámenn (svo sem flestar internet þjónustur) kaupa þessa þjónustu af þessum tveim heildsölum. Að vísu er íslandssími einnig í spilinu, en ég held að ég fari með rétt mál þegar ég fullyrði að þeir kaupa sína þjónustu af títan dótturfélagi sínu sem rekur ísnetið.

Með einföldum tcp/ip verkfærum getur hver notandi fyrir sig kannað tengingar sínar við ófriðar-netið (battle.net). Ég hef gert þessar mælingar fyrir mig á báðum íslensku netunum. Niðurstaðan er:

Fyrir símnet notendur er useast gáttin best (90-100 ms)
Fyrir isnet notendur er uswest gáttin best (150 ms)

Þessar mælingar voru gerðar kl. 11 að morgni. Aðstæður geta breyst með meira álagi (þó ég efist um að þar muni miklu).

Aðrar merkilegar niðurstöður eru: isnet notendur hafa tengingu beint til evrópu, þó það gagnist þeim ekki sérlega vel (ping tíminn var uþb 400-600 ms sem er ferlegt). Siment notendur fara fyrst til us en svo til evrópu.

Að lokum, tveir punktar:

1) ég held að starcraft velji default þá gátt sem pingar lægst
2) þú getur prófað sjálf(ur) með eftirfarandi fyrirskipunum frá skipanalínu (commmando prompt):

ping useast.battle.net
ping uswest.battle.net
ping europe.battle.net (virkaði ekki frá símneti)

Einnig má sjá leið pakkana með traceroute fyrirskipuninni:

tracert europe.battle.net

Sjáumst á netinu á USEAST!

Kveðja,
Vondu