Formáli: Hey, ég ætla bara að prufa að skrifa sögu, hef ekki gert mikið af því, en það gæti verið gaman. Ég hugsa að ég eigi eftir að skrifa þessa sögu á ísl-wow-ísku, en ég skal reyna að halda mig við bara venjulega íslensku. Og það gætu slegist einhverjar stafsetningarvillur með í för, vinsamlegast sleppið því að leiðrétta þær. Takk.


30 silfur?! Nei láttu ekki svona, 20 í lang mesta lagi! Sagði Mummelio. Reyndar var hann á mörkum þess að öskra. Hann átti það til að vera eilítið skapbráður, svona af og til.
Ókei, 28 silfur, seinasta tilboð, bauð ókunnugi Taureninn.
Nei maður, 21!
Ég fer ekki lærra en 25!
24!
Okei, whatever! Sagði Taureninn, greinilega löngu kominn með leið á þessum núbba.
Þeir skiptust á hlutum og Mummelio vappaði sæll og glaður útí sólskinið, tilbúinn til að gjörsamlega slátra hverjum einasta Plainstrider sem á vegi hans myndu verða með glænýja boganum sínum.

Ekki leið á löngu þar til hann fann sína fyrstu bráð. Hann kallaði á Spike, hvíta gæluljónið sitt og skipaði honum að ráðast á friðsamlegan Plainstrider sem rölti rólega um endalausa eyðimörk The Barrens í sakleysi sínu. Spike tók á sprettinn. Mummelio mundaði bogann. Kabúmm! Aimed Shot crittaði og Spike missti aggro áður en hann fékk það! Damn, hugsaði Mummelio þegar Plainstriderinn hljóp beint að honum, þetta er sko bogi! Sem betur fer var Mummelio tilbúinn með Raptor Strike og hjó nærri því Plainstriderinn í tvennt með þessu líka risastóra sverði sem hann var með!

Mummelio var einmitt frábrugðinn öðrum hunterum að því leyti til að hann var rosalega sterkur og gat borið stærstu sverð og axir sem jafnvel Orkar réðu ekki við. Dverga fíflin urðu líka heldur betur hissa þegar þeir læddust upp að Mummelio og ætluðu að taka hann í rassgatið. Þá var Mummelio vanur að skella fótunum svo fast í jörðina að úr því kom lítill jarðskjálfti og óvinir hans gátu ekkert gert. Mummelio var síðan yfirleitt búinn að höggva þá í tvennt áður en þeir áttuðu sig á aðstæðunum.

Sólin skein og vindurinn lét ekki á sér bera. Mummelio tók upp landakortið sitt og spurði Spike í ganni sínu hvert þær ættu núna að fara. Hann var orðinn vanur að tala við Spike eins og hann væri hver annar Tauren þó svo að hann svaraði aldrei. Lífið gat orðið einmannalegt í óbyggðum Kalimdor og þá var gott að hafa Spike með sér, svona rétt til að halda lífinu í sér. En í þetta skiptið svaraði Spike. Að vísu ekki með orðum, en hann urraði svakalega og tók síðan á sprett norður á boginn. Mummelio vissi ekkert hvað um var að vera en ákvað að elta Spike, til að vera viss um að hann þyrfti ekki að flauta á hann aftur.

Hvert hefur hann farið? Hugsaði Mummelio með sér, dauðþreyttur þegar hann var búinn að hlaupa alla leið frá Crossroads að Mor'sha Rampart. Hann stoppaði örlitla stund og leit í kringum sig. Ashenvale. Þarna sat Spike sallarólegur á landamörkum Barrens og Ashenvale. Hann dillaði skottinu eilítið til að vera eins kæruleysilegur og mögulegt var. Svo stóð hann upp og reyndi að fá Mummelio til sín. Mummelio labbaði af stað til hans og spurði hvað í ósköpunum hann væri að gera hérna. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu áður en Spike rauk af stað inní töfrandi fallegan skóginn. Mummelio varð áhyggjufullur á svip. Hann vissi að skógurinn var ekki bara fallegur, heldur líka hættulegur. En hann vildi ekki týna Spike þannig hann hljóp á eftir honum. En Spike hljóp svo hratt að Mummelio þurfti að hafa sig allan við til að ná honum. Allt í einu snarstoppaði Spike og leit í kringum sig. Svo leit hann á Mummelio og blikkaði öðru auganu. Stórt bros kom á andlit Mummelio, hann vissi nákvæmlega hvað var í gangi núna. Spike hafði fundið lykt af álf! Mummelio leit á litla kortið sitt og sá hvar álfurinn var niðurkominn. Núna kom nýji boginn sér vel. Mummelio sendi Spike beint á hann og mundaði bogann vandlega, en alltíeinu kom einhvað í bakið á honum! Álfur! Mummelio þrusaði fótunum í jörðina en eitthvað klikkaði, álfurinn hélt áfram að slæsa hann niður með helbeittum hnífum. Sem betur fer var Mummelio vel varinn, en álfurinn var of snöggur fyrir hann. Mummelio leit á lífið sitt og sá að það fór hratt niður. Ónei, eru þetta endalokin, er ég að fara að deyja? Hugsaði Mummelio dauðskelkaður. En allt í einu fylltist Mummelio orku og lífið hans fylltist! Hvað er að gerast? hugsaði Mummelio þegar hann sá að upp komu rætur úr jörðinni og festu álfinn þar sem hann stóð. Hehe, nú getur hann ekkert gert. Mummelio varð strax hugsað til Spike og fór að skjóta á fyrrnefndan álf, sem vissi greinilega ekkert í sinn haus og var að reyna að drepa Spike. Mummelio stútaði þeim bjálfa fljótlega og senti Spike á hinn álfinn sem ennþá var fastur í jörðinni. Og þá tók hann eftir þessum gífurlega myndarlega Tauren Druid sem stóð þarna rétt fyrir aftan álfinn og healaði Spike.

Eftir bardagan kynnti Druidinn sig sem Spliffdonk og sagðist koma frá Thunder Bluff. Hann og Mummelio ákváðu að setjast niður við snæðing og ræða meira saman. Það gerðu þeir og urðu mestu mátar. Þeir ákváðu að halda sig saman og gerðu þeir það. Þeir slátruðu mörgum álfum áður en nóttin kom og þeir fóru að sofa. Þetta var einungis byrjunin á samvinnu þeirra tveggja og eftir þetta ferðuðust þeir mikið saman og slátruðu mörgum mönnum, álfum, dvergum og þessum litlu skrýtnu hvítu Goblins. Þeir héldu fána Thunder Bluff hátt á lofti og voru heiðursbardagamenn. Megi goðsögn þeirra lifa að eilífu, þetta voru sannar hetjur.
indoubitably