Þetta var rólegur dagur í konungshöllinni. Þrátt fyrir miklar annir síðastliðna daga ríkti ró í höllini þótt hættan stóð sem hæst. Erindreki systurkonungdæmisins Lordaeron gekk eftir stórum steinbyggðum ganginum sem þakinn var fánum og skjaldarmerkjum í átt að feiknarstórri tréhurð. Tveir vopnaðir brynklæddir verðir með atgeir og skyldi opnuðu risastóru dyrnar með því að grípa í tvo járnarma á miðjum hurðunum.

Bak við dyrnar sat konungurinn. Hann var hugsi. Hann sat í stóru hásæti við borð og horfði á stórt kort af landinu. Á kortinu voru svo tindátar sem embættismenn og hershöfðingjar færðu til með langri stöng. Þeir töluðu um innrás hér og innrás þar. Landið var þjakað af innrásum orka, trölla og annara slíkra barbaraþjóðflokka.
Konungurinn strauk á sér skeggbroddana sem hann hafði ekki rakað lengi vegna anna og leiddi fingurinn léttlega meðfram hvítu yfirvaraskegginu. Hann var þreyttur, gamall með hrukkur í kringum augun. Ó hverju ljúft það var hérna í gamla daga þegar ekkert vont gerðist og lífið snérist um að borða og ríkja. Nú var hann gamall og alvaran tók við. Enga fleiri fanga í dýflissurnar, bara fangaverðir á vígvellina. Engar fleiri opinberar aftökur á glæpamönnum, böðlarnir farnir að berjast. Enga fleiri legubekki og vínber, bara útgjöld og mannfall. Engar fallegar konur, vín og peningar. Bara særðir hermenn og brotin sverð.

Tréhurðin var opnuð uppá gátt og annar vörðurinn sagði:“Yðar hágöfgi, Erindreki Lordaeron vill eiga við þig orð.”
“Sendu hann inn.” svaraði Konungurinn þungt hugsi. Vörðurinn mundaði atgeirinn og lagði stórann skjöldinn með skjaldarmerki Stormwind frá sér og vísaði manninum inn. Hann var þreyttur og hugsaði með sér hvers vegna skjöldurinn væri svona þungur. Hann áttaði ekki á hversu heppinn hann var að vera hér en ekki á blóði drifnum vígstöðvunum.

Lágvaxinn maður gekk stuttum sporum inn eftir rauðum dregli sem lá að stóra langborðinu sem hásæti konungsins var við.
“Yðar hágöfgi. Lordaeron biður um hjálp þína. Orkar kveikja í bóndabæum okkar, heiðingjar vanhelga kirkjur og kapellur okkar og sveitt tröll vaða á skítugum skónum inn fyrir múrana á höllinni. Hver veit hvenær hún fellur. Án þinnar hjálpar verður lítið eftir af siðmenningu. Leiðtogi minn, Hans hátign Astranaar keisari biður um að gamla bandalag okkar verði sett í fullann gang aftur og verja þann heiður sem það stóð fyrir hér áður fyrr.” Sagði erindrekinn áhyggjufullur.
“Við erum líka að verða fyrir innrásum hvaðanæfa að hérna.” sagði Konunguinn og lét augabrýrnar síga. Hann klóraði sér í höfðinu og steig upp úr hásætinu. Erindrekinn og allir hinir sem stóðu við borðið horfðu eintómum augum á einvaldinn þar sem hann gekk hljóðum skrefum að feiknastórum glugga.

Eftir að hafa horft út um gluggan um stund mælti hann: "Hér mun engum ávinningum náð nema með hetjudáðum. Fólkið mitt mun ekki gefast upp fyrir skítugum, illalygtandi barbörum. Systurkonungdæmið mun heldur ekki falla. Nú munum við hinir siðmenntuðu menn koma með hreina siðmenntaða reglu og skeina barbörunum með henni. Farðu og seigðu Astranaar að ég hafi samþykkt beiðni hans og reyni hvað ég get að senda honum vistir, menn og vopn.”

Á leið sinni til dverganna í Ironforge þurftu erindrekinn og áhöfn hans að ferðast yfir snæfi þakin fjöll, þurrar sléttur og gamla, blóði drifna vígvelli. En fyrst þurftu þeir að koma við á norðurvígstöðvunum og skila vistum til hermanna frá Stormwind. Eftir að hafa ferðast í eina viku að komu þeir loks að vígstöðvunum þar sem mennirnir börðust við sameinaða heri orka og trölla dag og nótt.
“Skilum af okkur vistunum og förum.” Sagði erindrekinn er hann steig út úr vagninum og nálgaðist yfirhershöfðingjann sem sat og skoðaði kort í litlu tjaldi.

Það var óvenjukalt á norðurvígstöðvunum þessa dagana. Daunninn af dauða og átökum lá í loftinu Mennirnir voru þreyttir. Þeir höfðu verið að berjast samfleitt í margar vikur og höfðu orðið fyrir miklu mannfalli. Þótt hermennirnir voru ágætlega vel búnir, ekki bara af vopnabúnaði og brynvörnum heldur af vetrarfatnaði voru sverðin, spjótin, skyldirnir og þungu járnbrynjurnar enn þyngri í þessum kulda. Verkfræðingarnir sem höfðu umsjón með frumstæðu fallbyssunum voru miður sín þegar þeir komust að því að kveikiþráðurinn var brann ekki í frostinu. Þeir sátu ásamt nokkrum brynklæddum hermönnum og störðu á lítið bál sem þeir höfðu kveikt. Einn verkfræðinganna saup á kaffi. Annar beit í hart kexið, núkomið úr umbúðunum sem sendar voru með hestum frá Stormwind. Honum varð litið á annann hermannin sem sat og grét hljóðum tárum ofan í hjálminn sinn. Hann grét ömurlegt stríðið. Hann grét vegna látinna félaga sem höfðu fallið í átökunum fyrr um daginn. Annar hermannanna leit upp frá bréfaskriftum og horfði þreytulega á félaga sinn, sem féll mjúk tár á harðann frostlagaðann stálhjálminn.

Allt í einu komu foringjar ríðandi á hestum. Þeir öskruðu hátt. Ráku þreyttu hermennina á fætur. Annar gekk frá bréfinu, hinn þerraði köld tárin og setti á sig hjálminn. Allir hinir hermennirnir sem ýmist sátu eða lágu stóðu upp og gripu vopnin sín, settu á sig hjálmana og hanskana. Svo héltu þeir af stað, út í stríðið, blóðið og dauðann. “Feginn er ég að erða diplómati.” Sagði Erindrekinn er þeir riðu aftur að stað framhjá skilti sem beinti í norður og sagði:“Ironforge.”

Dvergarnir tóku vel á móti þeim. Erindrekinn losaði treflilinn er vagninn rúllaði inn um stóra hliðið og hitinn frá hrauninu og eldunum í járnsmiðjunum kom á móti þeim. Þegar í hátíðarsalinn var komið settust menn og dvergar að borðum og átu og drukku að dvergískum sið. Mikið var hlegið og mátti heyra í glösum skellast saman í takt við smjattið í lágvöxnu en hressu dvergunum.
“Menn, eru bræður mínir. Ef orkaskammirnar taka Stormwind, hef ég engann til að kaupa öl af. Við dvergarnir gerum auðvitað besta ölið Azeroth, en við verslum við þá til að halda þeim góðum.” Sagði dvergakonungurinn og skellti uppúr. Í sömu andrá komu verðir hlaupandi með sláandi skilaboð handa konungnum sem þaggaði niður í hlátrasköllunum og fékk hann til að þurka froðuna af skegginu.

Drunurnar frá keðjunum heyrðust um alla borgina og síðustu verðirnir komu inn fyrir stóra, þykka járnhliðið rétt áður en það skall í jörðina með miklum háfaða. Fyrir neðan hæðina komu Orkar æðandi með höfuðkúpur, hágvær öskur, heiðnum teikningum á rifnum borðum og fleiri villimannslegum hlutum. “Þeir komast aldrei inn. En spurningin er hvenær við komust út. Matarbirgðirnar duga aðeins í nokkra mánuði” Sagði dvergakonungurinn og lagði frá sér villisvínslærið eins og hann hefði skyndilega misst alla matarlyst.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,