Ákvað að skella saman einni sögu :)

Sagan inniheldur ekki miklar persónulýsingar þar sem ég ákvað að láta söguþráðinn skipta meira máli. Það liggur ekki mikil hugsun á bak við sögun en ég ákvað bara að gera hana til að taka þátt.

Frost verur = frost elementals
Eld verur = fire elementals
Vetrar ára = frost resistance aura

Þessi saga á að vera hálfgerð saga um hvernig mages fá fire of frost krafta, smá spuni ;)



Það var drungalegt kvöld og ískaldur vindurinn nísti sig inn í sálir litlu dvergálfanna (gnomes) sem höfðu gert sér heimkynni í hinum djúpa dal á landsvæðinu Dun Morogh.

Eitthvað var í aðsigi því hinir elstu og vitrustu álfar höfðu ekki orðið varir við svona óveður í hundruði ára. Miklir spekingar töldu að hér væru náttúruöflin að verki og sögðu íbúunum að búa sig undir hið versta. Íbúar dalsins söfnuðust saman í hinn virta sal vetrarárunnar sem verndaði íbúanna gegn þessum nístingskulda. Rætt var um hvað gera skyldi en í öllu glundroðinu sem fylgdi því að dvergálfarnir tróðu sér inn í salinn tók enginn eftir því að í fjarska birtust frostverur sem drápu allt líf sem í vegi þeirra varð með kvalafullum kulda.

Þegar dvergálfarnir tóku loks eftir verunum magnaðist hræðsla þeirra og ekki var það skárra er verurnar byrjuðu að rífa í sig þá sem voru aftast í röðinni. Verurnar gátu hinsvegar ekki komist inn fyrir áru vetrarins sem umlukti salinn. Íbúarnir stóðu skelfingu lostnir og enginn gat fundið leið til að reka þessar verur á brott.

Eftir að hafa staðið kyrrir í stutta stund tóku þeir eftir að nokkrar verur hópuðust saman stutt frá salnum, þær mynduðu hring og virtust vera að ákalla eitthvað. Á meðan beið dvergálfurinn Rynox í þvögunni en hann hafði verið einn af þeim seinustu til að komast inn. Hann hafði munað eftir því frá barnæsku að hafa lesið spádóminn, spádóminn um að hann ætti að sigra mikil stríð og lifa af margar styrjaldir og núna var hann að deyja. Rynox var byrjaður að missa trúna og hélt að þetta væri sitt síðasta er hann tók eftir því að frostverurnar höfðu ákallað snjóflóð yfir dalinn sem stefndi á salinn á gífurlegum hraða. Enginn tími gafst til að kalla á hjálp, snjóflóðið skall loks á salnum og allir létust samstundis. Ætlunarverk frostveranna hafði tekist og eins og þeim hafi verið stýrt af einhverju fjarlægu afli þá fóru þær allar burt í sameiningu.

Dalurinn var eins og ein risastór fjöldagröf. Í þessum dal kemur aldrei sumar og dvergálfarnir virtust hverfa að eilífu undir snjónum. Dagar urðu að vikum, vikur að mánuðum og mánuðir að árum. Mörg ár liðu þangað til annar kynstofn dverga hóf að gera sér heimkynni í dalnum en það voru hinsvegar venjulegir dvergar. Dvergarnir þjálfuðu innan sinna deilda presta og var leiðtogi þeirra allra máttugasti dvergurinn að nafni Kalim. Kalim hafði heyrt söguna um dvergálfana sem byggðu þennan dal nokkur hundruð árum fyrr og hafði hann verið varaður við að búa þarna út af hættulegum snjóflóðum. Kalim hafði hins vegar sínar ástæður og ákvað að halda áfram búsetu á þessum stað þar sem honum hafði áskotnast spádómur um mikla upprennandi stríðshetju sem dó í dalnum. Kalim þurfti liðshjálp til að heyja orustu sína við hinn mikla her frostvera úr norðri sem virtust hafa komið alla leið frá Winterspring í Kalimdor og eldvera úr suðri sem komu frá iðrum Svartsteinafjalls. Þeim virtist vera stýrt af einhverjum dularfullum öflum sem enginn spekingur vissi um.

Kalim trúði því að hægt væri í sameiningu að lífga þessa stríðshetju við. Hann safnaði því saman öllum hinum heldri prestum dalsins og stóðu þeir yfir staðnum þar sem snjóflóðið skall. Kalim ákallaði þessa stríðshetju og fann Rynox það þegar kallað var á hann frá Heljum. Sál Rynox var aftur kominn í líkama hans og líkami hans birtist í miðjum hringnum. Allir prestarnir þögðu, var þetta þessi mikla stríðshetja? Þessi vera virtist vera um helmingi minni en þeir! Eftir stutta þögn ákvað Kalim að kynna sig og útskýrði fyrir Rynox hverjir þeir væru. Rynox var hálfringlaður og vildi komast aftur til baka í þorpið sem hann hafði búið í og til fjölskyldu sinnar. Kalim útskýrði fyrir honum að hann hafi verið dáinn í hundruði ára og það væri engin leið fyrir hann að komast til baka.

Rynox féll á kné og bað Kalim um að lífga fjölskyldu hans við. Kalim gerði honum grein fyrir að það væri ekki hægt þar sem örlögin gerðu honum það ekki kleift. Rynox fann fyrir reiði í garð frostveranna sem höfðu gert honum þetta. Rynox fann fyrir nýjum öflum inni í sér. Eftir allan þennan tíma í veturárunni sem var enn þá grafin í dalinn hafði Rynox fengið í sig mátt sem gerði honum kleift að skapa kulda og svo mikinn hitamun að hann gat skapað eld. Áður fyrr hafði Rynox aðeins verið venjulegur seiðkarl sem gat stjórnað hugargöldrum (arcane) en eftir allan þennan tíma var hann orðinn einstakur í eðli sínu.

Eftir að hafa dvalið um stund hjá dvergunum hafði Rynox tekið eftir hve máttugur hann var. Hann gat framið kyngimagnaða galdra sem höfðu eyðileggjandi áhrif á allt illt í kringum hann. Kalim varð ánægðari hvern dag sem hann sá Rynox uppgötva einhverja nýja krafta sem hann bjó yfir og var farinn að halda að þessi litli dvergálfur gæti eftir allt saman hjálpað þeim í þessu stríði.

Einn daginn uppgötaði Rynox galdur sem gerði honum kleift að kasta vetrarárunni yfir alla í kringum sig, það gaf þeim vörn gegn illu öflum náttúrunnar sem þeir ætluðu að berjast við og gladdist Kalim þegar hann frétti af þessu. Kalim taldi að nú væri kominn tími til að ferðast aftur til höfuðborgar dverganna í Ironforge.

Ironforge hafði komið illa út í stríðinu við frost- og eldverurnar og taldi konungur dverganna, Magni, að ef eitthvað yrði ekki gert innan skamms myndi borgin ekki þola þetta lengur. Eldverur ráfuðu um Dun Morogh og var eins og þær biðu eftir einhverju. Djúpi dalurinn var hinsvegar ósnortinn og taldi Kalim það vera út af árunni sem Rynox hafði í kringum sig. Dvergarnir hópuðust saman einn morguninn og Kalim tilkynnti þeim að hann myndi leiða þá til Ironforge til að hjálpa borginni. Hann sagði þeim að þeir sem myndu verða eftir mundu verða eldinum að bráð og félst þá hópurinn á að fara með Kalim í þetta stríð.

Leiðin til Ironforge var löng og erfiðari en Kalim hafði gert ráð fyrir. Það sem Kalim undraði sig á hinsvegar var að eldverurnar virtust hunsa þá algerlega, jafnvel þó að einhver fór út fyrir áruna þá réðust þær ekki á hópinn. Eftir 3 daga göngu var hópurinn loks kominn að hliðum Ironforge. Íbúarnir tóku vel á móti Kalim og félögum og voru glaðir með að fá Kalim aftur til baka. Rynox var sendur ásamt Kalim til Magna, konungs Ironforge. Hann tók vel á móti þeim en var hissa á að Rynox væri það eina sem Kalim hafði komið með eftir verkefnið sem hann hafði falið Kalim. Kalim útskýrði fyrir honum að hann ákvað að fá eina stríðshetju í stað mikils mannafla fyrir liðsauka í þetta skiptið þar sem þeir höfðu fórnað of mörgum dvergum til einskis í baráttunni gegn eld- og frostverunum. Magni tók þessu sem betur fer vel og gaf Rynox tækifæri á að leiða litla herflokka til að byrja með. Rynox sagði hins vegar að hann þyrfti aðeins presta til að halda sér á lífi og þá væri allt í fínu lagi.

Eftir að hafa rætt saman í nokkra stund tekur Magni eftir því að sendiboði hleypur inn í konungssalinn, dvergurinn kastar mæðinni og reynir að koma orðunum út úr sér á sama tíma; “eld.. Eld… ELDverurnar eru að koma!” Magni hleypur með Rynox og Kalim að útsýnispallinum uppi á hliðum Ironforge og sér að fyrir framan borgina eru hundruðir eldvera sem hafa stillt sér upp fyrir framan borgina og virðast bíða eftir einhverju. Kalim fær það ráð að láta Rynox standa við hliði svo að verurnar komist ekki fram hjá árunni sem umlukti hann. Rymox stekkur niður og lætur sig svífa niður að inngangnum þar sem hann hafði nýlega fundið upp á galdri til að gera sig léttan sem fjöður.

Eldverurnar standa enn þá kyrrar og Rymox heyrir forvitna dverga í kringum sig segja að þetta væru yfir tvö þúsund verur. Allt í einu leggja verurnar af stað í átt að hliðinu en nema staðar þar sem áran hans Rymox liggur. Dvergarnir fyllast ótta en Rymox segir þeim að hræðast eigi. Einn dvergurinn bendir honum þá upp í himininn í fjarska þar sem þeir sjá risastóran dreka koma fljúgandi úr suðri.

Þetta var það eina sem gat farið úrskeiðis í áætlun Kalims, hann gerði sér grein fyrir að þetta var forni drekinn Malygos. “Það hlaut að vera” hugsaði hann, “Rymox hefur vald yfir of miklum hugargaldri og Malygos ætlar þess vegna að koma í veg fyrir að hann verði of máttugur.” Kalim gerði sér einnig grein fyrir að þetta hlyti að vera ástæðan fyrir því að eld og frost verurnar kæmu til Ironforge, Malygos sendi eld verurnar til að koma í veg fyrir að einhver myndi ná valdi yfir of miklum hugargaldri, hann hlaut að vita að Rymox myndi rísa aftur. En hver sendi þá frost verurnar? “Það hlaut að vera Azuregos” hugsaði Kalim. Hann hafði á réttu að standa, sendiboði kom hlaupandi með þau skilaboð að annar álíka stór dreki og hinn fyrri stefndi nú á Ironforge frá Norðri.

Rymox fann fyrir kvíða, hann hafði ekki gert ráð fyrir að þurfa að berjast við svona skepnu. Eftir stutta stund fann fyrir því að einhver var að hvísla inn í huga hans. Hann heyrði rödd sem sagði honum að þetta væri Malygos og að hann þyrfti að eyða honum þar sem krafturinn frá vetrarárunni hafði gert hann of máttugan. “Fyrirgefðu en ég verð að láta þig deyja” voru seinustu orðin frá Malygos. Rymox ákvað að reyna að tala við drekann og sendi honum hugboð og vildi semja um sætti. Malygos svaraði honum að aðeins ef hann væri ódauðlegur gæti hann beðið um vægð. Rymox var ofboðið, ef hann á annað borð var orðinn of máttugur þá hlyti hann að geta gert eitthvað sem ógnaði Malygos.

Rymox ákvað að nota krafta sína til að reyna að ná valdi yfir Malygos, hann fann fyrir mikilli orku sem hindraði hann en náði að yfirvinna hana en þar af leiðandi dvínaði áran í kringum hann og eld verurnar nálguðust hlið Ironforge. Rymox fann hvernig hann gat stjórnað Malygos og ákvað að stefna á hlið Ironforge, þar lenti hann og stóri drekinn Azuregos honum við hlið. Rymox ákvað að reyna að drepa eld verurnar með því að spúa á þær eldi en það virkaði ekki, í bræði sinni sá hann frostverurnar og ákvað hann að spúa eldi yfir þær allar sem bráðnuðu. Þá tók hann eftir því að Azuregos var að reyna að hjálpa honum og blés frosti yfir eldverurnar sem þurrkuðust út. Rymox hló að mistökum Azuregos sem hélt aðeins að hann væri að hjálpa félaga sínum.

Rymox fann fyrir því að Malygos var að reyna að komast til sjálfs síns. Hann fann Malygos biðja um vægð. Rymox bauð honum það ef hann myndi fara í friði og láta Ironforge í friði um sinn. Malygos féllst á það og drekarnir flugu burt til heimkynna sinna. Rymox var nú orðinn mun öflugru en fyrr og hafði náð að gjörsamlega yfirbuga þær verur sem réðust á þorpið hans.

Kvöldið kom og var haldin mikil veisla Rymox til dýrðar. Hann hafði bjargað Ironforge og veitti Magni honum heiðursgráðu innan her dverganna.

Galdramannaráð borgarinnar Stormwind hafði heyrt um hve öflugur Rymox var orðinn og ákvað að taka hann inn í ráðið, þar fékk Rymox sitt næsta verkefni en það fáiði að heyra um síðar (vonandi).

Mun Rymox spillast og fyllast hroka og þarf leiðandi misnota krafta sína eða halda áfram að berjast gegn hinu illa?




Skal koma með framhald seinna ef það óskast og þá með nánari persónulýsingum, en mér finnst íslenska mjög óþægilegt tungumál til að skrifa svona fantasíu sögur btw.

Stafsetningarvillur = innsláttarvillu