Prior Rufio , stjórnandi hersveita Kirkju Ljóssins leit silalega upp frá Trollbane höfuðsetrinu og horfði leitlega í átt að smiðjunni og sá tignarlegan bláan fána hreyfast mjúklega í vindinum.
Hann geispaði og stóð upp. Sólin var beint upp á himni og sást enginn skuggi af Rufio þegar hann gekk um höfuðsetrið í átt að galopnu hliðinu. Hann var ekki beint sterklegasti maðurinn í þessa stöðu en hann vissi nákvæmlega upp á hár hvernig ætti að stjórna hersveitum og halda námunum , timbursmiðjunni , hesthúsunum og smiðjunni frá orkunum.
“Þessar vaktir ,” hugsaði hann með sér “hvenær ætli Jerema komi og leysi mig af ?”
Jerema var undirliðþjálfi í hersveitinni og átti að mæta stundvíslega um hádegisbilið og taka við af Rufio.
Í hurðinni birtist lagleg kona , dökkhærð með blá augu , íklædd stirnandi herklæði í bláum kirtli og með sverð slíðrað sér við hlið og stóran skjöld.
Þessi laglega dama var Jerema , þaulreyndur hermaður og fræg fyrir að bjarga mörgum manninum úr lífsháska. Hún var ein af fáum konum sem komust inn í úrvals hersveit Kirkjunnar.
Hún gekk hægt út á flötina í átt að Rufio sem virtist í öðrum heimi , horfandi fram fyrir sig.
Jerema lagði höndina sín á sverð hiltið og gekk í átt að Rufio.

————————————————

Dergu Þrumuhorn var annar stjórnandi.
Hann var af öðru sauðahúsi en Rufio. Dergu var rúmlega 2 metrar á hæð. Sterklega uppbyggður orki í grárri brynju með tvíblaða exi sér við hlið. Hann var ekki ánægður.
Lafði Sylvanas hafði sent hraðboða til hans og skipað honum að ná vatnasvæðinu og hrekja bandalagið í Trollbane höfuðstöðina , sama hvað það kostaði.
Hann leit upp og sólin skein beint framan í hann.
Hann rumdi og setti hendina fyrir og gekk inn í höfuðstöðvarnar sínar. Hann hafði fámennt lið , einungis rúmlega 20 hermenn. 4 presta , 6 bardagamenn , 2 flakkara , 3 töfralækna , 3 bogaliða og 1 galdramann og 1 seiðskratta.
Hann hélt hendinni í átt að smiðjunni og kreppti hendina.
Hann varð ekki var við það þegar vera , litlu lægri en hann í fjólubláum kufli sem lýsti skrítnum grænum lit gekk út úr bælinu í átt að honum.
Öll samskeyti á þessum kufli voru með þessum skrítna græna lit sem var með gulum lýsandi þráðum á endunum. Hann hélt á bók í annarri hendinni og á síðu hans hvíldi slíðrað sverð. Slíðrið var í sama stíl í kuflinn hans. Höfuðbúnaður þessa undalega manns , ef kalla mætti mann , var gerður úr stórri hauskúpu með hornum. Undir hauskúpunni var svo dökkgrænn hetta sem huldi munninn. Þetta var Archlor yfirseiðskratti lafði Sylvanas.
Hol röddin hans skar kyrrt loftið þegar hann sagði við Dergu “Jæja…. eigum við að leggja af stað ?”

———————————————-

Jerema reif sverðið sitt úr slíðrinu þannig að það mátti sjá neistana þegar sverðeggið skar slíðrið og gerð sig tilbúna til að höggva í hnakkan á Rufio.
Með auðveldri sveifu snéri Rufio sér við og í miðjum snúningnum tók Rufio sverðið upp og varði höggið hennar. Það glumdi í sverðunum og Rufio glotti þegar hann horfði framan í andlitið á Jeremu. “Ég var að athuga hvort þú værir vakandi.” sagði Jerema og slíðraði sverðið sitt og gekk í átt að honum og kyssti hann mjúklega á munninn. “Ávallt viðbúinn.” sagði hann og brosti. Þau horfðust í augu og gerðu sér ekki grein fyrir því að fáninn í smiðjunni hafði skipt litum.

———————————————–

Áður tignarlegi blái fáninn í smiðjunni var blóðrauður núna og illa rifinn. Bútar úr fánanum láu á víð og dreif líkt og líkinn af járnsmiðunum sem voru við vinnu þarna. Líkin voru sundurbútuð og mátti sjá uppvakning í fullum herklæðum gæða sér á einu líkanna.
Archlor stóð á hólnum og horfði í átt að höfuðstöðvum bandalagsins. Hann greindi útlínur tveggja einstaklinga í örmur hvors annars.
Hann hló og snéri sér við , leit á líkið sem uppvakningurinn var að háma í sig og hrópaði “To'plamka zqu roP!” og sprakk líkið í ennþá fleiri parta.

———————————————–

Jerema horfði hugfanginn í augu Rufio og hvíslaði að honum “Kemuru ekki með mér til Stormwind borgar ?”. Rufio brosti og kinkaði kolli “Eftir að við erum búinn að senda sendinguna , það vantar einungis nokkra kassa af stáli enn…” hann náði ekki að klára setninguna þar sem einn af varðmönnunum hrópaði “Þeir hafa tekið smiðjuna !”
Rufio skipaði öllum að gera sig tilbúna.
Jerema hljóp út um hliðið og í átt að hesthúsunum og fljótlega voru allir hermennirnir komnir út og hlaupandi í átt að hesthúsunum. Tvær tylftir af náttálfum , álfum , dvergum og mönnum hoppuðu á hestbök og gerðu sig tilbúna til að ráðast að óvinunum í smiðjunni.
En þeir voru komnir hálfa leiðina í áttina að námunum. Rufio tók stefnuna í átt að námunni og hrópaði að öllum að fylgja sér.
Þegar þau eru komin hálfa leiðina niður að námunni nema allir hermennirnir staðar og sáu hvar 1 maður stendur í miðri gjáinni í fjólubláum kufli og gengur í átt að fánanum. Jerema segir við Rufio “Láttu mig um þennan uppvakning,” glottir og tekur úr vasa sínum glas með glærum vökva í. Rufio brosir , hlær og segir “Stratholm vatnið…” hann hlær og snýr sér við og leggur af stað til námunnar.

———————————————–

Dergu kemst upp að timbursmiðjunni og sér hvar einn skógarhöggsmannanna öskrar af hræðslu og hleypur af stað. Hann öskrar “Drepið alla og skiljið ENGAN eftir á lífi !” Hann gengur að fánanum sem er rétt hjá bjargsbrúninni og sér hvar hestasveit ríður í áttina að námunum frá hesthúsunum.
Hann heyrir dyninn af hófunum þegar þeir koma hlaupandi upp hæðinna í átt að timbursmiðjunni. Hann hrópar “Takið ykkur stöðu !”.
Bandalagið kemur ríðandi á móti þeim og stekkur létt af baki og náttálfarnir og álfarnir láta örvar falla yfir þétta breiðfylkingu óvinanna. Táren fellur í valinn og taka flakkarnir upp boga sína og skjóta annan náttálfana af baki. Liðinn skella saman í mikill kös og sést lítill álfur fljúga í loftinu eftir að Tárus sparkar fast í hann. Dergu hlífir engum þegar hann sér að foringi bandalagsins er sjálfur Rufio. Hann klífur uppvaknings sverðhermann í tvennt og rífur hausinn af einum náttálfinum á leið sinni í gegnum þvögunna að Rufio.
Rufio hrópar “Ljósið ! Blessaðu okkur !” og vex hermönnum bandalagsins ásmeginn. Töfralæknarnir kallaði fram töfrateina uppúr jörðinni til að styrkja félaga sína en eru þeir brotnir niður nánast samstundis.
Dergu hjó í þumlungsþykka brynju Rufio með exinni sinni , exinn skildi eftir sig lítla rifu í brynju Rufios. Rufio hjó að Dergu en hann sveigði sér auðveldlega frá högginu. Þeir skiptust á höggum í smá stund þangað til Dergu ver ofarlegt högg frá Rufio en Rufio notar tækifærið og þrýstir skildinum sínum að Dergu með þeim afleiðingum að Dergu fellur niður og Rufio þrýstir sverði sínu inn í hjálminn hans og lætur þar lífið Dergu Skullbreaker. Rufio horfir upp og finnur fyrir sárum sting í hjartað en lætur sársaukan ekki trufla sig þegar hann sér að tveir orkar og þrír uppvakningar hlaupa skelfdir í burtu.

————————————————

Ríða þá þeir fáu sem eru eftir á lífi af hermönnum Rufios og myrða þá.
Rufio safnar saman þeim 6 hermönnum sem voru eftir á lífi og þeir leggja af stað að smiðjunni til að taka yfir henni fyrir bandalagið.

Á sama tíma og bandalagið reið upp úr námunni fór Jerema af hestinum sínum og gekk hægt að þessum manni í kufli sem var að stússast í að taka niður bláa tignarlega fánan. Hún hrópar að honum “Jæja uppvakningur, ertu tilbúinn til að deyja … aftur? Ég hef drepið nógu marga uppvakninga á lífsleiðini til að sjá að þú ert enginn hindrun!”
Veran í kuflinum snýr sér við og horfir tómum augum í átt að henni.
Það glymur í gjánni þegar Archlor byrjar að tala og hol röddin bergmálar “Jæja Jereme. Þá hittumst við aftur. Ég hafði gaman af því að murka lífið úr fólkinu í bænum þínum. Sérstaklega hjónin í rauða húsinu við vatnið. Ég sé það núna að þetta voru foreldrar þínir , augu föður þíns en hár móður þinnar og þau voru góð í morgunsárið. Og ég man hvernig faðir þinn hrópaði nafnið þitt.”
Jerema öskraði af reiði , en þetta hafði hún óttast allt sitt líf en foreldrar hennar létust þegar hún var einungis 9 ára gömul og náði hún að fela sig í einu húsanna þegar uppvakningarnir réðust inn í þorpið hennar.
Það komu tár í augu hennar og hljóp hún stjórnlaust í átt að Archlor og hjó hún í átt að honum en var hann margfalt sneggri en hún og vék sér auðveldlega frá stjórnlausum höggum hennar. Archlor dró sverðið sitt úr slíðrinu og varði eitt af höggunum hennar.
Hún leit inn í tóm augu Archlors og féll á hné. Sverðið hans Archlors skar hálsverjuna hennar Jeremu auðveldlega eins og smjör og lét hún þar lífið í sama mund og Rufio stakk sverðinu sínu í höfuð Dergu.
Archlor gengur uppúr gjánni og hraðar sér í áttina að smiðjunni.

————————————————

Rufio segir hermönnunum að hraða sér og ná smiðjunni. Hann bíður meðan hermennirnir ganga yfir brúnna og hugsar um Jeremu. Honum verður bylt við þegar hann sér hvar hermennirnir hans 6 fljúga í loftinu í ljósum logum.
Hann kemur auga á Archlor þar sem hann stendur. Með sverð í ljósum logum í annarri hendinni og þykka bók í annarri hendinni.
Archlor labbar hægt og rólega í átt að Rufio.
Rufio öskrar “HVAR ER HÚN!!?!”. Hann dregur sverðið sitt upp öskrar aftur hvar hún sé. Archlor stoppar á öðrum enda brúarinnar og vaggar höfðinu.
“Dauð. Eins og foreldrar hennar og eins og þú eftir smá stund ,” rymur í Archlor “lafði Sylvanas sendi mig því að ég er eini almennilegi seiðkarlinn í Azeroth sem get tekið á svona óbjóði eins og þér”.

Rufio horfði á hann , hann skildi núna afhverju hann fékk verkinn í hjartað. Hann horfði á Archlor þar sem hann slíðraði sverðið sitt og gerði sig tilbúinn að kasta galdri.
“NEI !” öskraði hann og hljóp yfir brúnna og truflaði Archlor með einföldum galdri. Archlor sá að þetta yrði eilítið erfiðara en að drepa stelpuna. Archlor sendi frá sér sprenginu sem gjöreyðilagði skjöldin hans Rufios. Höggið hans Rufios var hnitmiðað og hitti hann Archlor í síðuna og skildi eftir djúpan skurð í kuflinum. Archlor hörfaði nokkur skref því að Rufio var öflugri stríðsmaður en Archlor bjóst við.. Archlor sendir sama galdur og hann notaði til að rústa skildinum hans á hjálminn hans. Hjálmurinn klofnar í tvennt og stendur Rufio og horfir beint inn í hol augun á Archlor. Rufio öskrar “Ég bannfæri þig djöfull !!” og lýstur niður eldingu á Archlor sem hleypur stjórnlaust í burtu.
Rufio læknar sig með snöggum galdri og hleypur í áttina að Archlor sem ráfar stjórnlaust. Archlor ráfar upp á hæðina hjá smiðjunni og rankar þar við sér og sér Rufio hlaupa á móti sér hrópandi “Ljós gefðu mér kraft !!” og kastar Archlor á hann hræðslugaldri með þeim afleiðingum að Rufio hleypur núna stjórnlaust inn í smiðjuna. Archlor glottir og gerir sig tilbúinn til að kasta galdri. Í hljóði hvíslar hann við sjálfan sig “Dautas Vrasubatlat , Mirdautas vras” og kastar risastórum eldbolta beint inn í smiðjunna sem breytist á svipstundu í risastórt bál sem brennir sig ofaní jörðina. Bálið kulnar fljótt og er þá ekkert eftir að smiðjunni eða Rufio, einungis eins meters djúpur gýgur , sótsvartur. Archlor hlær , hann hlær hátt og það bergmálar í fjöllunum og kveikir í tveimur eða þremur trjám á leið sinni að rústunum til að athuga með Rufio.
Þegar Archlor sér að hann paladininn er orðinn að ösku hlær hann enþá hærra og snýr sér við….

————————————————-

Í miðju Trollbane hliðinu stendur einhver , eða eitthvað öllu frekar.
Archlor segir við sjálfan sig “Afar Vadokanuk…” og kallar fram hestinn sinn og ríður í áttina að þessum einstakling. Sólin er kominn lágt niður og skín bleikum lit yfir himininn. Archlor stekkur af hestinum sínum og horfir á þessa veru.
Appelsínugulur kufl , sem virðist vera gerður úr einhverjum málmi , yfir andliti verunnar er alhjálmur sem hylur andlitið fullkomlega. Í hendinni heldur veran á sleggju. Stórri sleggju. Augun á hjálminum lýsa og virðist vera e-r ósýnilegur varnarhjúpur í kringum þessa veru. Veran stoppar í kallfæri við Archlor og segir þá Archlor “Þið paladínarnir … eins og kakkalakkar , maður drepur ykkur og þið komið alltaf aftur….”. Veran rymur “Já , því að okkur er gefið það verkefni á þessari jörð að gera útaf við ógeð eins og þig !”. Archlor hrópar “Komdu Rufio ! Ég hef drepið þig einu sinni og get auðveldlega drepið þig aftur !”.


Ég vil taka fram að þetta er frumraun mín í því að skrifa sögur.
En gjörið svo vel :)
Semper fidelis