Ég vil byrja þennan leiðarvísi minn á því að benda á að næla þarf í “The Eye of Divinity” úr kistunni hans Majordomo Executus(næst síðast boss), í Molten Core.
Einnig þarf að nálgast “The Eye of Shadow”, sem droppar af elite demons neðst í Winterspring(ekki solo-legir) með sinn 0.5% drop rate eða af Lord Kazzak, þar sem það hefur 100% drop rate, raid boss í Blasted Lands.
Svo þarf að gera healing partinn, sem er almennt talið erfiðari.

Það veltur hins vegar mikið á undirbúningi hvernig manni gengur, og ætla ég mér að fjalla ögn um það.

Hvar á þetta sér stað:
Í Eastern Plaguelands, loc: 20,18. Fyrir þá sem ekki hafa loc er kerla staðsett þannig:
Þú ferð upp með ánni sem er á mörkum Eastern og Western Plaguelands, þar til þú kemur að göngum. Þar er hlaupið í gegn. Þá kemur maður til staðar nokkurs er Terrordale kallast. Þar er farið alveg upp með veggnum á svæðinu, og með heppni sér maður nokkurns konar stíg, sem fylgja skal.
Hafa þarf “The Eye of Divinity” á til að sjá Eris Havenfire, en hún gefur quest-ið.

Undirbúningsatriði:
Hafa skal:
Oil of Immolation: helst 20 eða fleiri. Gerir fire damage á alla óvini sem eru nálægt þér- þeir þurfa ekki að lemja þig, bara vera nálægt.
Hefur ekkert cooldown.
Stratholme Holy Water: er gott að hafa, það drepur vondu karlana sem gera aðsúg að þér í einu búmmi. Hefur 1min cooldown.

Buffar:
Arcane Intellect,
Mark of The Wild,
+50 intellect buff úr Blasted Lands,
eigin buffa.


Æskilegt er að hafa um 8000mana þegar maður er að þessu.

Klæðnaður:
Raka skal saman öllu +intellect og +healing dóti, ekki +spirit.
Hafa skal í huga að ekki þarf að vera í neinum svakalegum epic klæðnaði.

Það sem þarf að gera:
Bjarga þarf 50 bóndadurgum sem eru á flótta frá Stratholme áður en 15 þeirra deyja(þetta minnir mjög á First Aid quest). Nota skal hæsta rank af Renew. Einnig þarf að lækna þá af disease, og nota skal “Abolish Disease” frekar en “Cure Disease”.
Það munu ráðast á þig undead melee warriors og ranged undead karla, það er EKKI HÆGT að drepa ranged karlana, en melee eru drepnir með Oil of Immolation.
Bóndarnir munu birtast í hellismuna og hlaupa til áfram. Mælt er með að fylgja þeim.
Bóndi með disease er auðsjáanlegur, hann hefur fjólublátt/grænt ský á sér.
Sniðugt er að ýta á V takkan, en þá munu birtast litlir health bars og synda um fyrir ofan haus bænda. Þó getur það verið óhentugt, þar sem þessir litlu health bars hreyfast og stökkva til - mér fannst þægilegra að hafa þá ekki.
Búast má við 5 öldum af kotbóndum, 10 í hverri, ca.
ATH: Hægt er að fear-a undead warrior-ana!

Fólk sem er nálægt þér:
Fólk sem er nálægt þér, svo sem warlock með imp-ann sinn má standa á Eris Havenfire, og fara AFK. Ef fólkin hreyfa sig þá munt þú fail-a quest-ið og þurfa að bíða í tvær klukkustundir þar til þú mátt reyna aftur. Hins vegar vill svo heppilega til að fólk sem þarna stendur mun aggro-a undead warrior-ana ef þú stendur á heppilegum stað, og þá þarf ekki annað að gera en að skokka til vinar þíns og meiða undead kauðana með olíunni góðu.
Einning er sniðugt að hafa -alvöru- fólk nálægt þér, sem getur fylgst með og bent á deyjandi bónadurga og kotbónda.


Annar undirbúningur:
Sniðugt er að setja renew, abolish disease og oil of immolation.