Daginn, Wow áhugamenn og samnjerðir.

Ég er með nokkrar spurningar til Warcraft unnenda, hvort sem það er World Of Warcraft eða strategy leikjaserían sem þið pælið í. Þessar spurningar krefja svarendum um vitneskju á heimi warcraft og að vera almennur “Wow nörd” eiginlega.

Ég var að spila wow í kvöld og kvöldið byrjaði hjá mér þannig að ég ég loggaði mig inn, nánar tiltekið í Duskwood á characterinn minn Beejay. Hann er staðsettur á servernum Deathwing og er á level 26 í augnablikinu. Hann er human priest.

Ég fylltist smá ævintýra/dauðaþrá allt í einu og ákvað að spóka mig um í Deadwind Pass (ekki spyrja afhverju, ég svara ábyggilega mjög heimskulega einsog “dno” eða álíka). Ég labbaði þar um í dágóða stund þangað til ég var kominn að einhverjum RISASTÓRUM kastala sem kallast “Karazhan” eða eitthvað í þá áttinu. Hann er staðsettur þarna syðst í Deadwind Pass. Ég labbaði upp að hliðinu á honum og sá að það er greinilegt að instance á að koma þarna seinna meir.

Fyrsta spurningin er sú, getiði frætt mig eitthvað um þetta instance eða þennan kastala?



Nú jæja, eftir að ég var búinn að deyja þarna nokkur hundruð sinnum og chilla í dagóða stund þá snéri ég við í Darkshire. Allt í einu sá ég í main chat “LFG to kill dragon :Þ” og ég hugsaði með mér “jájá, þessi er að grínast”. En það kom í ljós að hann var ekkert að grínast. Hann var lvl 60 Druid og hann var virkilega að leita að grúppu til að taka niður drekann sem er sagður vera í Twilight Grove. Ég hafði einmitt sjálfur farið þarna í miðju Duskwood þegar ég var lvl 22 og tjekkað á þessum dreka fyrir 3 dögum. En það bólaði ekkert á honum. Mér datt sem snöggvast í hug að þetta drekadæmi í Duskwood væri bara myth í Blizzard eða þá að hann væri ekki endanlega kominn.
Allavega sást ekkert til hans í kvöld og ég er að spá: Er hann kominn í Duskwood? (Í Twilight Grove þ.e.a.s.), er hægt að drepa hann?, ef hann er kominn hversu langur spawn tími er á honum og hversu erfiður er hann overall?



Nú, mín þriðja hugleiðing varðar þetta svokallaða hlið (Portal) sem er í Twilight Grove. Vitið þið hvert það liggur? Ef til vill í Outlands, til Illidan eða Magtheridon (man ekki alveg hvernig það er skrifað, fyrirgefðið mér það) eða jafnvel til Kil´Jaiden eða einhvern enn öflugra?
Ég geri mér grein fyrir þeim sögusögnum að Illidan eigi að vera öflugasti mob sem verður hægt að berjast við í WoW, en come on … hvað með Kil´Jaiden? =] Á hann ekki að vera MUN öflugri en allt þetta pakk til samans?
Mér þætti virkilega gaman að sjá instance í Outland þar sem hann væri boss.



Mín fjórða hugleiðing er varðandi “Dark Portal” dæmið í Blasted Lands. Ég veit voðalega fátt um þetta allt og ég varð allt í einu forvitinn um alla þessa hluti í einu á þessu einmanarlega miðvikudagskvöldi. Hvað er þessi Dark Portal? Er þetta sami Dark Portal og ber nafn expansion pakka Warcraft 2? (Warcraft 2: Beyond The Dark Portal).
Hvað er þá bakvið hann? Boss, instance, nýr heimur?



Svo er það seinasta sem brennur á vörum mínum að þessu sinni. Þá er ég að meina þetta instance fyrir aftan Stratholme sem er verið að forrita eða á eftir að klára eða hvað það nú er. Vinur minn hann Smári sem spilaði með lvl 60 Nelf Hunter hérna á Burning Blade fyrir nokkru síðan, sagði mér að við endann á Stratholme væri annað hlið, svona instance hlið eða álíka sem væri læst.
Blizzard væri ef til vill að klára þetta instance og er það einmitt þetta isntance sem á að innihalda Kel´Thuzad sem main boss. Þetta er allavega vitneskja mín um málið og veit ég fátt um sögu Warcraft sem og allar staðreyndir nöfn og annað slíkt sem gæti verið kolrangt hér að ofan.
Ykkur er guðvelkomið að leiðrétta mig ef ykkur finnst þörf á því, en umfram allt svarið með allri ykkar vitneskju um þessi mál.



Endilega deilið vitneskju ykkar með mér og öðrum Warcraft unnendum sem hafa ekki nennt að skella hugleiðingum sínum og fróðleiksfýsn varðandi sögu Warcraft hingað inn á Blizzard áhugamálið. Mér þætti virkilega gaman að heyra eitthvað frá þessum sjeníum sem liggja hérna í leyni og vita allt um þetta.

Með kveðju,

Beejay ofurnoob á Deathwing, lvl 26 human priest.