Þar sem ég er tiltölulega nýbyrjaður að spila WOW þá datt mér í hug að spyrjast aðeins fyrir og viðra nokkrar hugmyndir undir menn.

Ég Akureyringur og það er sirka mánuður síðan ég byrjaði að spila WOW. Maður tekur tarnir en inná milli kemst ég lítið í leikinn sökum hálskólanáms.Nokkrir vinir mínir spila þennan leik en vandamálið við það var að þeir voru allir komnir yfir lvl 40 þegar ég byrjaði þannig að ég gat ekki spilað með þeim. Þannig að ég bjó mér til kall á server sem heitir Dragonblight. Þetta er fínasti server og lenti ég í ágætis guildi sem hefur reynst mér ágætlega. Einnig eru nokkrir íslendingar þar sem hafa reynst mér misvel og vil ég koma þökkum til Satyr ef hann les þetta. En þar sem maður þekkir ekki marga á þessum server hefur maður verið að spila mikið sola sem er allt í lagi en það jafnast ekkert á við góðan félagskap og að geta unnið saman gerir þetta bara mun skemmtilegra.
Því var ég að pæla hvort að það væri einhver slatti á einhverjum öðrum serverum en Burning Blade?
Ég væri t.d. meira en til í að starta nýjum caracter á hvaða server sem er og kanksi við myndum taka okkur saman nokkrir Íslendingar og byrja frá grunni.

Allavega ef einhverjir eru að fara starta sér nýjum köllum þá meiga þeir endilega láta mig vita, það væri magnað að hafa einhverja að spila með.
já caracterin minn á dragon blight heitir ljoti og er worrior engeneer ef þið þurfið á einhverju að halda, þeir sem spila á þeim server.

Vonandi heyri ég frá einhverjum og vonandi verðum við komnir með hóp af íslendingum sem byrja saman frá grunni og verða að lokum allir á svipuðu lvl og gjörsamlega rula á servernum.
Það er allavega mín sýn.

Kv að norðan.