World of Warcraft sagan mín! World of Warcraft sagan mín.

Smá inngangur. Ég vakti alla laugardagsnótt að skemmta mér ;) og svaf til klukkan 4 og er andvaka núna og ákvað að skrifa smá grein um World of Warcraft. Greinin er áhugaverð og vona að þið takið ykkur tíma til að lesa hana og athugið hvort þetta er eitthvað lýkt ykkar World of Warcraft sögu.

Margir vinir mínir voru búnir að vera að fylgjast með heimasíðunni af World of Warcraft í meira en heilt ár. Ég fýlaði Warcraft 3 í botn og byrjaði aðeins að spyrja félaga minn Qurit um þennan leik þá sagði hann mér að þetta væri role playing leikur. Um leið og hann sagði það hugsaði ég Never winter nights, eve og fleiri þannig sora leikir (100% mitt alit) og mér var bara ofboðið. Síðan heyrði ég fleiri slæm tíðindi. T.d Þú getur bara aðeins spilað einn kall, þú getur ekki byggt bæi né átt heima í neinum bæjum eins og í Warcraft 3. Ég þurkaði þennan leika algjörlega út úr hausnum á mér, nennti ekki einu sinni að pæla í honum meira.

Síðan koma jólinn og fór í smáralindina að versla eitthvað handa nánustu. Labba síðan inn í BT og byrja að skoða mig um og sé “World of warcaft beta” lýt á verðið og sé að leikurinn kostar rétt rúmlega 900 krónur og segi við sjálfan mig “Skítt með það” og kaupi leikinn.

Síðan downloada ég leiknum og set hann upp og bý til virkilega týpískan gaur fyrir fólk sem veit ekkert um leikinn (Human Warrior) síðan byrja ég að drepa nokkra úlfa og eftir 5 mínútur er ég kominn í level 3 og þá hringi ég í vin minn og spyr hversu mörg level eru í leiknum og hneykslast hversu fá séu meðað við hvað maður er snöggur að levela. Jæja síðan þegar ég næ level 10 og fatta þá að það er alltaf erfiðara að ná levelum, en það er ekki það eina þá fatta ég hvað þetta er ótrúlega flottur leikur og mér fannst Elwyn Forrest jafn stór og ykkur finnst allur heimurinn. Þetta var bara æðislegt. Vaknaði á morgnana (jólafrí) eldhress og hlakka til að fara í WoW fyrstu levelin eftir level 10 voru bara fíkn, gat ekki beðið eftir að sjá hvaða trikk ég fæ næst og geta farið á aðra staði.

Síðan klárast betan og þurfti ekki að hugsa tvisvar um að kaupa alvöru leikinn þegar hann kemur út.

Nokkrum mánuðum seinna kemur leikurinn og ég kaupi hann og þá bý ég mér til Dwarf Hunter og level 1-20 voru bara algjör fíkn. Þegar ég keypti allan leikinn ákvað ég setja WoW í frekar lágt sæti í forgangsröðinni t.d ekki sleppa að hitta vini, fjölskylduviðburðir, námið, gítarnámið og aðrar tómstundir en það fylgir þessu að fyrstu levelin séu fíkn. Eftir level 20 tók ég þessu rólegra og spilaði þegar hafði ekkert betra að gera. Síðan náði ég level 60 ekki fyrir all-löngu. Ég tók nokkur MC run og hætti að spila hunterinn.

Margir segja að leikurinn byrji á level 60 en mér fannst langskemmtilegast að vita ekki neitt og uppgvöta allt. Núna er leikurinn ekkert ævintýri, bara eitthvað kerfi og vildi að ég gæti uppgvötað leikinn aftur.

EKKI hika við að commenta greinina eða leikinn og segja í stuttu máli ykkar sögu. Segið það sem ykkur finnst, þótt það sé hálfgert “skítkast” því maður á alltaf að segja það sem manni finnst :).

Takk fyrir.