Núna vindum við okkur aftur að honum víðfræga Azgraxi. Hann var núna kominn á lvl 40, með nýja félaga sér við hlið, Bóbó var górilla og traustur félagi hetjunnar okkar, semsagt gæludýrið hans. En besti vinur Azgrax var líka þarna, Tauren hunter að nafni Hákon. Sá var líka með górillu sem gæludýr og hét það Bubbi. Lenti þetta fríða föruneyti í mörgum ævintýrum saman. Hérna er eitt þeirra.

Einn góðan dag var Azgrax á ferðum sínum í Undercity og fékk þar bón frá einu gangandi líkinu þarna. Sú bón var að hann myndi fara á hinn alræmda stað Scarlet Monastery, staður þar sem menn gengu berserksgang. Þessi bón hljóðaði þannig að hann átti að drepa 4 höfðingja þarna, hver af þeim réði yfir ákveðnu svæði í þessu musteri. Fyrst var það hunda meistarinn Loksey sem að réð yfir bókasafninu, fóru þeir félagar Azgrax og Hákon saman með fleiri spilurum og vógu þessa mannveru. Næst var það berserkurinn Herod sem að stjórnaði vopnabúrinu, hann var nú erfiðari en þeir bjuggust við. Því hann drap alla í hópnum nema hetjuna okkar og besta vin hans. Sendu þeir félagar gæludýrin sín, Bóbó og Bubba á hann og þeir vægast sagt tóku hann í þurrann analinn ef að ég má orða það þannig. Í græðgi sinni tók hetjan okkar axlarpúðann af Herodi og tróð honum á vinstri öxl sína, varð hann þá vægast sagt, gasalega lekkert. Tóku þeir félagar eftir því að górillurnar Bóbó og Bubbi höfðu orðir svolítið meira en vinir, störðu þeir félagar á það þegar að þessir górillur þeirra kysstust. OJJJ! Var það ógeðfelt eða hvað, ákváðu þeir félagar samt að taka á þessu þegar að þeir væru búnir í þessari herferð gegn mankyninu. Loksins kom þá að því, Cathedral, það var hættulegur staður og voru þeir félagar heppnir oft á tíðum. Svo eftir að hafa vegið tugi af mennskum munkum komust þeir að stjóranum Mograine. Sá paladin var lúmskur og heppinn, því oft hittu þeir félagar ekki á hann í skotum sínum og oft hrukku örvarnar af mikilfenglegu brynjunni hans. Á endanum náðu þeir honum niður, en útúr stærstu hurð sem að þeir höfðu séð kom hin undurfagra Whitemane og vakti prinsinn sinn, Mograine, aftur til lífs. Núna þurfti þetta fríða föruneyti sem að stafaði af orka, trölli, tveimur gangandi líkum og ofvöxnu nauti að taka á honum stóra sínum. Eftir langan bardaga náðu þeir að slátra hinni undurfögru Whitemane og þá varð það bara Mograine eftir. Það tók nú dágóðan tíma að ná honum niður aftur og voru þeir félagar sárir eftir bardagann. Alveg í endann á bardaganum ættlaði hetjan okkar að eiga sína stóru stund og miðaði enn og aftur, vel og vandlega, en brást honum þá bogalistin því í ógáti fór ör hans í brjóst Bóbó og lést hann samstundis. Þegar að hetjan okkar áttaði sig á því hvað hann hafði gert varð hann reiðari en nokkru sinni fyrr. Réðst hann gegn Mograine og sló í átt hans með sverðinu sínu og í þessu kraflega höggi hvarf höfuð Mograines af búki hans og flaug langa leið. Uppúr þurru byrjaði Bubbi, gæludýr Hákons að gráta. Þessi missir á ástvini varð óbærileg og lagðist hann í djúpt þunglyndi. Þrátt fyrir vinamissi hetjunnar okkar þrammaði hann til Undercity og heimtaði verðlaun í sárabætur fyrir Bóbó. Fékk Azgrax þá sverð Omens (kann bara alls ekki að þýða þetta) og var þá með það í hægri hendi en annað sverð í vinstri.

Núna þurfti hetjan okkar að leita sér að nýju gæludýri. Á ferðum sínum gegnum Strangelthorn Vale sér hann forkunarfagrann tígur sem að hét víst Banglash kóngur. Var þessi tígur vel umkringdur af öðrum kattartegundum, eitt var þó víst. Þetta voru ekki hinir týpísku heimiliskettir. Hetjan okkar lærði það erfiðu leiðina því að þegar hann nálgaðist tígurinn stökk á hann hlébarði og reif af honum annað stígvélið. Azgraxi til undrunar horfði hann á köttinn rífa í sig stígvélið. Þegar að það hélt að það væri búið að “drepa” stívélið réðst það gegn hetjunni okkar. Dauðskelkaður sá hetjan okkar köttinn koma á feiknarhraða til sín og ákvað hann að taka til fótanna. Hann bjóst ekki við því að þurfa að hlaupa svona mikið því að kötturinn hætti ekki fyrr en hann var kominn í Grom'Gol búðirnar, bakkaði það svo þegar að það sá verðina sem að þar stóðu. Þegar að Azgrax skimaðist um sá hann Hákon félaga sinn og ákvað að heilsa uppá hann, eftir langar samræður fékk hetjan okkar Hákon til að hjálpa sér að temja Banglash. Eftir að þeir höfðu vegið þónokkra tígra stóð þá Banglash á hæðsta tindinum og byrjaði hetjan okkar að temja dýrið, gekk það samkvæmt áættlun þangað til að paladin einn átti leið hjá og ákvað að ráðast gegn félögunum. Hákon hélt honum í skefjum um stund þagað til að Banglash ákvað að lúta í lægri pokann og var Azgrax þá kominn með glænýtt gæludýr. Sendi hetjan okkar þá dýrið gegn paladininum og fór það nú létt með hann. Þrátt fyrir tvo galdraskyldi og lækningar reif dýrið hann gjörsamlega í tætlur. Eftir að hafa traðkað í svolittla stund á líkinu ákváðu þeir félagar að halda heim.
Eftir enn einn dag, fullan af ævintýrum ákveður hetjan okkar að fara að hvíla sig. Á hóteli legst hetjan okkar með köttinn sinn í rúm, óviss um hvað gerist næsta dag sofnaði hetjan okkar ánægður með enn eitt frábært dagsverk.