Jæja, loksins tókst mér að koma pallanum mínum í lvl 30 í gærkvöldi, ég varð að montast :o) Þetta þótti mér heavy nice því að ná nýjum tug í leveli er að mínu mati svona persónulegt boost, enda var þetta eitthvað svo far away að hugsa sér characterinn minn í lvl 30 en núna gæli ég við hugsunina um að komast alla leið í 60 :o) Mann langar mest að halda áfram og ná í lvl 40 strax. (Þetta er ávanabindandi leikur)
Alla vega. Ég spila á server sem heitir Hellscream ásamt fullt af félögum mínum í real life og þessi server er normal server en undanfarið hefur mig langað óendanlega mikið að búa til character á Burning Blade og komast í eitthvað meira action. Reyndar eru nokkrar ástæður fyrir því að mig langar að skipta um server. Ég vissi ekki fyrr en núna um daginn að það væru svona margir Íslendingar sem að spila á BB og ég og nokkrir úr guildinu búumst við að við gerum allir nýja char á BB og reynum að komast í íslenskt guild. Svo er það líka að það er fólk í guildinu sem við erum í núna sem að við erum engan veginn að fíla. Um leið og þetta lið kemst upp fyrir hina í lvl þá er það farið að reyna að stjórna þó að við höfum haft fastar skorður á hvernig við gerum hlutina og hverjir stjórna þegar farið er í dungeon eða annað slíkt (n.b. ég er ekki einna af þeim sem stjórna í slíkum ferðum, enda lægst levelaður í hópnum)
Það er svona fólk sem að rollar á allt þó að aðrir meðlimir í grúppuni hafi sagt “need”, ömurlegt svona fólk sem að er með miklu betri hluti á sér og rollar samt þó að hlutirnir séu “bind when picked up” og þau geti ekki notað hlutinn. (t.d. Paladin að rolla á staf eða wand). Og gallinn er að þetta fólk eru líka stofnendur af guildinu með okkur þannig að það er nú eiginlega ekki er hægt að lækka þá í tign eða sparka þeim (sem að væri nú kannski full gróft, ég viðurkenni það).
Anyways, þá er planið að byrja upp á nýtt á BB og ég veit ekkert hvað ég á að velja. Það er rosalega freistandi að gera aftur paladin af því að ég er nú farinn að læra á hann og er alveg að fíla margt í honum t.d. healing powers eru heavy nice (maður er alltaf eftirsóttur í group eða raid), armorinn er bara cool, og í grúppu eru árurnar alveg að gera sig. Reyndar þykir mér slappt að geta ekki dual vield eða skotið af færi :o(
En svo væri líka gaman að prófa eitthvað nýtt, t.d. er druid heavy freistandi vegna alls konar abilities og þar spila healing powers stóra rullu. Einnig togar hunterinn rosalega mikið í mig vegna petsins og á ég reyndar von á því að ég endi sem hunter. Er samt ekki bölvað vesen að þurfa alltaf að gefa því að éta?? Eru svo ekki alveg gomma af hunters á BB? Ef svo er þá gæti verið gaman bara að láta vaða á druid og halda því opnu að auðvelt sé að komast í group eða raid :o)
Oh well, hvernig sem það fer þá ætla ég að koma pallanum mínum í lvl 60 þarna á Helscream sama hversu lengi það á eftir að taka :o).
Alla vega þá sjáumst við hress á Burning Blade :o)