Af drekum og fleiru Sko, ég ætlaði til að byrja með, bara skrifa eilítið um Deathwing og félaga, en það verður víst örlítið lengra en það. Þannig ég byrja bara á byrjuninni.

Þegar Titanarnir voru búnir að skapa Azeroth, bjuggu þeir til allt dragon sjittið. Það gerðu þeir með því að skilja eftir einhverja súper dreka til að verja sitt dragonflight (drekategund).

Aman'Thul, Highfather of the Pantheon (Pantheon er Titan klúbburinn) gaf hinum gullna Nozdormu, eða The Timeless One, eins og hann er stundum þekktur, smá part af sínum göldrum og hann varð leader of the Yellow Dragonflight. Það er svolítið erfitt að segja hvað hann er að gera svona þessa stundina því hann er til bæði núna, í fortíðinni og framtíðinni, á sama tíma. Hann hefur safnað ýmsu dóti héðan og þaðan og lagað hitt og þetta og sendir gjarnan aðra dreka til að sinna einhverjum skítastörfum. Þegar þeir bjuggu til fyrsta World Treeið (kem að því seinna) droppaði hann einhverskonar dóti þangað sem gerði það að verkum að svo lengi sem það tré myndi vaxa og dafna myndu Night Elves aldrei eldast, veikjast eða hvaðeina. Þegar því var hins vegar eytt til að drepa Archimonde, urðu álfaskrípin loks dræpileg aftur og nýja World Treeið, Teldrassil, fékk ekki blessunina sem Nozdormu gaf hinu, múhahaha. Það kæmi mér ekkert svakalega á óvart ef hann yrði bossinn í Caverns of Time, þegar að því kemur.

Eonar, Patron of All Life, gaf sinn skammt af krafti til Alexstrasza og Ysera. Alexstrasza er ansi merkilegur dreki þannig ég byrja á Ysera. Ysera, The Dreamer. Hún er litla systir hennar Alexstrasza og er alltaf með augun lokuð. Það vill nefninlega svo til að hún er bundin the Dream of Creation, betur þekktur sem the Emerald Dream. Þaðan getur hún víst séð yfir alla náttúruna. Ysera og hennar dragonflight vernda þennan draum af öllu valdi og öllum nema Druids er bara bannað að fara í þetta trance-like state. En Alexstrasza er miklu skemmtilegri. The Life-Binder, eins og hún er stundum kölluð er alveg hjúts. Lang besti drekinn og svo miklu miklu betri en þessi ljóta Onyxia sem allir eru að tala um. Hún á að gæta Azeroth og lífsins þar, enda er hún hvorki meira né minna en Queen of Dragons. Hún kom síðan með Ysera og Nozdormu til Mount Hyjal þar sem þau heyrðu að nýr Well of Eternity væri í smíðum. Þau föttuðu það strax að þar sem Well er (svona big Well, ekki bara hvaða brunnur sem er), þar eru galdrar. Þar sem galdrar eru þar er the Legion að reyna að koma aftur. Þannig þau gerðu samning við Furion Stormrage um að sjá um þennan Well. Alexstrasza setti síðan fræ í miðju brunnsins og voila, það varð bara hjúts tré. Thus, the first World Tree was made. Síðast þegar fréttist af henni var þegar Rend og Maim náðu henni fyrir the Second War og létu hana verpa eggjum trekk í trekk til að búa til dreka fyrir The Horde. Hún slapp samt að lokum og flaug með Korialstrasz, eiginmanni sínum til að leggja sig í Crestfall. Hún hjálpaði líka Cenarius að drepa Queen Azhara í Fyrsta Stríðinu.

Norgannon, Lore-Keeper og Master-Magician gaf bláa drekanum Malygos part af sínum kröftum, til að verða verndari galdra og þannig dóts. Það er nú lítið hægt að segja um þennan gaur. Ef við hins vegar setjum þetta upp í svona Pink Floyd búning, þar sem Neltharion er Roger Waters og Alexstrasza er Gilmore, þá er þessi án efa Syd Barret. Hann varð nefnilega geðveikur þegar Neltharion drap alla bláu drekana, nema hann, meira um það á eftir.

Khaz'goroth, Shaper og Forger of the World, gaf hinum geysimikla black dragon Neltharion part af sínum krafti. Neltharion, the Earth-Warder átti að vaka yfir jörðinni og dýpri stöðum þar. Hann var mesti stuðningsdreki Alexstrasza, besti vinur Malygos og allt lék í góðu. En þegar drekarnir voru að berjast í the War of the Ancients (löngu fyrir Warcraft 1) þá gerðist eitthvað. Smáatriðin hafa týnst í gegnum tíman en hann byrjaði að spýta eld og bræði og varð ágætlega pissed off. Hann jafnaði sig nú, en það er líklegt að þetta hafi byrjað að gera hann sturlaðan og komið með helling af vandamálum fyrir Azeroth. En ég læt þetta gott heita af kynningum hér og fer bara beint í söguna.


Saga :D

Neltharion fékk hin dragonflightin til að hjálpa sér við að búa til the Dragon Soul með því að skella einhverjum smá skammt af kröftum sínu í það og nota það síðan gegn the Burning Legion. Allir, hver einasti dreki, í heiminum skvetti sínum skammt í þetta dót. Nema Neltharion. Með þessu, gat hann stjórnað the Dragon Soul (sem var orðin nb ótrúlega kröftugur galdra… thing) og notað það til að stjórna vilja hinna drekana. Hann var líka eini drekinn sem gat eyðilagt það.

Í seinasta bardaga allra drekana við the Burning Legion, stillti Neltharion þeim eithvað skringilega upp, þannig þeir urðu miklu betri en afhjúpaði síðan illsku sína og notaði the Dragon Soul til að drepa shitload af bæði the Burning Legion og helling af Night Elves. Hann heimtaði það síðan að allar verur í Azeroth, líka hin dragonflightin myndu /bow'a hann. Eða þú veist hvað meina. Hann vildi semsagt ráða öllu. Malygos, blái gæjinn, reyndi með sínu liði að stoppa Neltharion, en hann gerði sér lítið fyrir og drap hvert einasta blue dragonflight sem til var, fyrir utan Malygos. Hinir drekarnir voru læstir inni einhverstaðar þar til Korialstrasz poppaði out of nowhere. Korialstrasz var kallinn hennar Alexströszu. En já, hann eyðilagði einbeitingu Neltharions og hinir drekarnir náðu að brjótast út og counter attacka Neltharion. Þrátt fyrir að öll dragonflightin væru mjög veikbyggð, þurfti Neltharion þrátt fyrir það að flýja og taka the Dragon Soul með sér.

Eftir bardagann var útlitið allt annað. Malygos var að mestu leiti orðinn kolbrjálaður og fór hann líklega til Northrend þar sem hann hlýtur að vappa um og gera eitthvað… En Alexstrasza tók sig þó til og endurlífgaði við eitthvað af the Blue dragonflight. Þeir hafa síðan núna stækkað til muna, en eru hvergi nærri þeirri stærð sem þeir voru. Það ber helst að nefna Azuregos, Kalec og nokkra gæja í Winterspring og þá er það nánast upptalið. En það koma líklega mun fleiri með Northrend. En allavegana, Neltharion fór með Dragon Soulina, sem við skulum nú byrja að kalla Demon Soul. Ástæðan fyrir því er að allir aðrir gerðu það, ég veit ekki afhverju… Varð eitthvað dímonískari eða eitthvað… Allavegana, Demon Soulin breytti líka útliti Neltharions, skinnið hans byrjaði að detta utan af honum og hann varð frekar illshit gaur. Hann fékk einhverja Goblina til að crafta huge metal plates í sig, sem gerði hann nokkurn veginn ódauðlegan. Það var um þennan tíma sem hann byrjaði að kalla sig Deathwing. Að vísu hafði meirihluti af the Black Dragonflight wipast út í the War of the Ancients, en hann hafði þó verið duglegur að stela eggjum af Alexströszu og flightið hans hafði stækkað eitthvað.. Já, ég er að gleyma ýsmu. Í the Second War tóku þeir bræðurnir Rend og Maim, synir Blackhand, uppá því að fanga Alexstrasza. Þeim tókst það einhvern veginn og Nekros Skullchrusher, mikill warlock, hélt henni fastri í Grim Batol með the Demon Soul að vopni. Hún var þvinguð til að “æxlast” með Tyranastrasz og verpa eggjum hægri vinstri, og það gerði hún bara í gegnum allt seinna stríðið. Eftir það stríð, however, varð hún bara as valuable as allt, bara. Hún var nokkurn veginn eini ásinn sem the Horde hafði á hendi og var því vernduð umfram allt.

Þetta kemur inní söguna um þetta leyti, veit ekki nákvæmlega hvenær en svona einhvern tíman um þetta tímabil. En það er mál með vexti að Deathwing tók uppá því að dulbúa sig sem human. Hann kallaði sig Lord Prestor og setti sér það markmið að ná völdum yfir Alterac. Alterac var einmitt konungslaust eftir að Perenolde sveik Allianceið. Hann var nærri búinn að giftast Caliu Menethil, dóttur King Terenas, enda orðinn svakalega vinsæll hjá honum með hjálp galdra. En svo gerist það sem ég er að fara að skrifa rétt bráðum og Lord Prestor bara hverfur.

Hmm, hvar var ég… Já, margir drekanna voru búnir að gefast upp á því að reyna að bjarga Alexstroszu. En Korialstrasz, eiginmaður hennar, vildi ekki gefast upp. Hann tók uppá því að dulbúast sem human og kom sér einhvern veginn inní Kirin Tor regluna, sem átti höfuðstöðvar í Dalaran. Hann kallaði sig Krasus.. svona btw… En hann reyndi hvað eftir annað nota stöðu sína til að fá hana lausa en ekkert gekk fyrr en í stríðslok, þegar Kirin Tor senti Rhonin, kraftmikinn galdrakall, í eitthvað mission til Khaz Modan, en Krasus skipaði honum að frelsa Alexstrasza. Það gekk, því Deathwing stjórnaði honum einhvern veginn. Því ef þeir myndu ráðast á orcana, þá gæti hann stolið eggjum og svarta dragonfligthið myndi stækka. En Krasus líka vissi það nokkuð vel að Deathwing myndi koma og reyna að drepa einhvern og stela einhverju, þannig hann kallaði eftir hinum þrem aspectunum, Malygos, Nozdormu og Ysera, vitandi það að með þeirra hjálp gætu þau sigrað Deathwing. En allt kom fyrir ekki. Þau komu ekki. En Rhonin fékk með sér High Elven rangerinn Vereesa Windrunner, sem hann giftist seinna og Dwarf warriorinn Falstad Dragonreaver. Hann hitti þau bara eitthvað á leiðinni og þau ákváðu að koma með. Svo þegar bardaginn byrjaði fór Krasus aftur í dragon form og barðist og auðvitað kom Deathwing. Rhonin náði einu stykki nögl, eða kló eða eitthvað og gat þannig eyðilagt Demon Soulina og frelsað Alexstrasza. Og poppa síðan ekki bara Nozdormu, Malygos og Ysera out of nowhere og byrja að ráðast á Deathwing, því nú gátu þau drepið hann. Það tókst þó ekki, en hann særðist illa og flúði með hina drekana á hælum sér. Eftirlifendur svarta dragonflightsins hafa flestir gert sér hýbíli í Barrens í Kalimdor. Þeir halda flestir að hann dauður eða bara einfaldlega týndur, en það veit enginn um hann í dag. Nema kannski einhverjir, en þeir eru ekkert mikið að segja frá því.. En þegar Deathwing hvarf, hvarf Lord Prestor að sjálfsögðu líka og hann varð aldrei konungur Alterac. =(

En já, Alexstrasza slapp, drap Nekros og fór með Korialstrasz (Krasus) að hömpast í Crestfall, en Tyrannostrasz dó. Höfuðkúpu hans má finna í Explorer's Guild Museum í Ironforge á meðan restin af beinunum liggur nærri Grim Batol, ef einhver hefur áhuga á því…

2 drekar eftir sem mér langar að segja frá. Það eru börn Deathwings, eða Blackwing og Onyxia. Blackwing, eða Victor Nefarius, Lord of Blackrock Spire, á heima hátt uppi í Blackrock Mountain, íbúðin hans kallast Blackwing Lair og geta menn skoðað hana ef þeir vilja. Þar berst hann með Rend Blackhand, syni Blackhand the Destroyer, fyrrum Warchief of the Horde, um völd í Blackrock Mountain. Onyxia er nú ekkert að gera neitt úber mikið þessa dagana. Hún hengur oftast í helli sínum, Onyxia's Lair, í Dustwallow Marsh sem er í suð-austur (einkahúmor :P) Barrens. Hún skreppur þó af og til í Stormwind að spjalla við kallana og svona. Hún er þó að vísu í dulargervi, sæt og fín dökhærð human, og kallar sig Lady Katrana Prestor.


Takk fyrir mig.
indoubitably