Já eftir að ég sá Kel thuzad greinina langaði mig að skrifa grein um Idolið mitt, Gul Dan.

Gul Dan var ósköp venjulegur orksnáði þegar Ner Zhul uppgötvaði að hann hafði mikinn potential sem góður shaman. Ner Zhul, sem var æðsti shaman hinna stoltu og friðsælu orka tók Gul Dan sem lærisvein sinn og byrjaði að kenna honum að vera shaman.
Gul Dan stóð sig mjög vel í þjálfun sinni en var aðeins of ákafur að öðlast meiri krafta. Gul Dan byrjaði að reyna að stækka krafta sína án vitundar Ner Zhul og tókst það mjög vel og varð öflugri en Ner Zhul.
Ner Zhul hélt mjög mikið uppá Gul Dan en öfundaði hann af hans miklu shaman kröftum. Það var þá sem hinn illi eredar warlock Kil Jaeden bauð Ner Zhul svakaleg völd og hvaðeina í skiptum fyrir smágreiða. Ner Zhul þáði tilboðið og var aftur orðinn öflugri en Gul Dan. En þegar Kil Jaeden ætlaði að nota greiðan sem Ner Zhul skuldaði honum Óttaðist Ner Zhul að Kil Jaeden myndi spilla hinum friðsæla lífstíl orkana. Kil Jaeden var alls ekki sáttur við þetta og sneri sér að Gul Dan og bauð honum að gerast lærisveinn sinn og læra að verða warlock í staðinn fyrir það að Gul Dan myndi spilla orkunum og gera þá að öflugum drápsvélum. Gul Dan sem var orðinn sjúklega valdasjúkur þáði boðið.

Fyrsta verk hans í spillingu orkanna var að stofna The Shadow Counsel (skugga ráðið á íslensku) sem var skipað öðrum orkum sem höfðu áhuga á að verða warlockar. Fyrsta verk Shadow counsel var að ljúga því að orkunum að Draenei, sem voru friðsæll ættbálkur í Draenor (sem er heimurinn sem orkarnir koma frá), væru búnir að safna saman risastórum her til að slátra orkunum. Orkarnir urðu hræddir og bjuggust við að deyja. Gul Dan sagði þá að eina leið orkanna til að bjarga sér var að drekka blóðið úr pit lordinum Mannoroth sem myndi gera þá óstöðvandi. Orkarnir ákváðu þá að láta leiðtoga allra orca þorpanna drekka blóðið og leiða orkana til sigurs gegn draeneiunum.
En um leið og leiðtogarnir voru búnir að drekka blóðið urðu þeir að snarbrjáluðum morðingjum. Þeir réðust beint á draeneiana og slátruðu nánast hverjum einasta draeneia. eftir það höfðu orkarnir engan til að berjast við og byrjuðu að slást við hvorn annan. Gul Dan sá þá að orkarnir myndu á enda slátra sjálfum sér og leitaði að leiðum til þess að opna leið inn í aðra heima svo þeir gætu slegist við einhverja þar.

Það var þá sem Maður að nafni Medivh talaði við Gul Dan í draum hans og sagði honum frá The Tomb Of Sargeras sem geymdi óendaleg völd og öfl. Medivh sagði að ef Gul Dan myndi sleppa orkunum á mennina þá myndi Medivh gefa honum The Tomb Of Sargeras. Gul Dan hafði lært um The Tomb Of Sargeras hjá Kil Jaeden og ákvað að slá til. Með hjálp The Shadow Counsel notaði hann vitneskjuna sem Medivh gaf honum til þess að opna leið inn í Azeroth. Gul Dan vissi að hann var enginn hermaður og uppgötvaði að orkarnir myndu grúttapa fyrir skipulögðum her mannanna án leiðsögn mikils stríðsmanns. Gul Dan gerði þá Gríðarlegan ungan orc að nafni Blackhand warchief orkanna.

Undir leiðsögn Blackhand, sem Gul Dan stjórnaði, rústuðu orkarnir mönnunum og tóku yfir landið Azeroth (ekki ruglast á landinu Azeroth og heiminum Azeroth sem er World Of Warcraft heimurinn). Gul Dan leitaði stöðugt að The Tomb Of Sargeras en fann hann ekki. Hann reyndi að hafa samband við Medivh en hann var undarlega þögull þannig að Gul Dan náði ekki til hans. Þó svo að það væri nógu mikill bömmer þá tók orkaleðtoginn (chieftain) Orgrim Doomhammer uppá því að drepa Blackhand og taka við stjórn orkana. Doomhammer vissi að Gul Dan myndi drepa hann ef hann gerði ekki eitthvað þannig að hann tók uppá því að ráðast á The Shadow Counsel. Warlockarnir vorðust vel en réðu ekki við Doomhammer og hermenn hans.
Doomhammer drap alla warlockana en Gul Dan tókst að sannfæra hann um að hann gæti verið milkil hjálp. Doomhammer hélt áfram stríðinu við mennina þangað til aðeins höfuðborgin í landinu Lordaeron var eftir. Þá tók Gul Dan helming orkana og flúði út á sjó þar sem hann reisti eyju upp úr sjónum. Á eyjunni var ekkert annað en The Tomb Of Sargeras.
Doomhammer hafði ekki lengur nógan herafla til þess að taka höfuðborg mannanna og neyddist til þess að flýja. Gul Dan var alveg sama um orkanna og opnaði The Tomb Of Sargeras en í staðinn fyrir afl og guðdómleika fann hann brjálaða djöfla sem rifu hann í sundur.

Ég vona að þessi saga hafi verið bæði skemmtileg og fræðandi.
The object of war is not to die for your country but to make that other bastard die for his