Sæl verið þið.

Ég held að ég þurfi lítið að kynna mig fyrir flestum notendum, enda stjórnaði ég þessu áhugamáli í mörg ár en hætti skyndilega í nóvember síðastliðnum og gaf það á vald þeirra sem fyrir voru. Svo virðist sem þeir sem eftir voru höfðu annaðhvort lítinn tíma eða lítinn áhuga á því að stjórna áhugamálinu, og tók ég þá ákvörðun að koma mér aftur í sæti stjórnanda hér og koma þessu áhugamáli á réttari kjöl.

Fyrir utan það að ég mun taka traustataki á innsendu efni og grandskoða allt áður en ég hleypi einhverju inn eða hafna, þá ætla ég að lappa aðeins upp á skráarsafnið. Ég mun koma til með að henda upp mikilvægustu plástrunum fyrir alla leiki frá Blizzard, ásamt official trailers o.s.frv. Ég sé hins vegar ekki mikla ástæðu fyrir því að henda upp gameplay videos þegar aðstandendur 1337movies .net og download.stuff.ishafa verið duglegir að henda upp áhugaverðum myndböndum.

Einnig mun ég reyna að skipuleggja eitthvað sniðugt til þess að lífga upp á áhugamálið. En það er þó eitt sem maður verður að taka fram; það eru ekki stjórnendur sem halda áhugamálunum lifandi, heldur notendurnir. Ekki vera feimið við að senda inn greinar um það sem ykkur dettur í hug. Það að þær séu nógu langar (40 línur í ritglugga eða meira) og vandaðar í ritun (munið að láta einhvern fara yfir ef þið eruð óörugg um eitthvað) ætti að vera nóg til þess komast í gegn. :)

Kveðja,
Vilhelm