[WoW]  Character Transfers Ég spila á Arthas, einum stærsta US servernum þar sem ekki er hægt að hlaupa 10m án þess að rekast á a.m.k. þrjá lvl 60 gaura (óhað staðsetningu þinni í heiminum).

Þegar sem verst lét, var vart spilandi fyrir laggi og menn gátu gleymt því að fara í AH nema þegar það var á hánótt í USA. Því ákváðu Blizz að setja player cap á serverinn (fjöldatakmörkun) og þannig gat maður lent í því að bíða í röð í allt að 15mín (oft lengur hjá sumum, ekki mér) til að komast inn á serverinn.

Þetta var samt ekki nógu góð lausn, því fjöldi spilenda eykst frá degi til dags og nú er svo komið að hægt er að færa kalla á milli servera. Í fyrstu er eingöngu hægt að færa kalla á milli Arthas(high populated) og Nathrezim (low populated), eða þá á milli Warsong (high) og Bonechewer (low).

Mitt Guild, og mínir vinir, ætla ekki að færa sig (að gefnum ástæðum) en ég skil vel gremjuna hjá fólkinu á low-pop serverunum. Þau völdu sér þann server út af þeirri ástæðu að hann var LOW POPULATED (afsakið caps). Miklar umræður eru um þetta á forums á heimasíðu leiksins þar sem margir eru hundsvekktir yfir þessari ákvörðun Blizzard, þá sérstaklega fólkið á áðurnefndum low-serverum. Ein góð lýsing fannst mér hjá einum lvl +50 kalli sem sagði að það séu ekki nema ca.50 manns komnir á lvl60, og ef þú ert kominn yfir lvl40 þá eru yfirgnæfandi líkur á að þú hafir séð/hitt alla aðra lvl+40 kalla á servernum. Þetta er svona eins og lítið samfélag þar sem allir þekkja alla. Nú er búið (eða á dagskrá) að opna flóðgátt þarna á milli til að minnka álag á serverana. En þá tapast ljómi/sérkenni þessara low populated servera. Einnig út af þessum skorti á high-lvl players, þá eru þeir ekki búnir að fara í öll stærstu instancinn og eru þ.a.l. ekki kominn þessi “Über Godly” raid items sem fjölmargir á Arthas hafa… því er frekar óréttlátt að hleypa þeim á aðra servera, þar sem þeir geta raidað borgir og bæi, án þess að hinir komi nokkrum vörnum við (ætli þetta jafni sig ekki samt út með tímanum).

Ef maður ákveður að skipa, þá er það no-turning-back ferli sem tekur nokkrar klst. Mailboxið verður að vera tómt (annars geturu ekki fært kallinn) og Guilds verða að disbanda og stofna nýtt á nýja servernum. Einnig verðuru að breyta nafninu á characternum ef að annar character, sem er þegar til staðar, ber sama nafn…

Mjög skiptar skoðanir eru um þetta mál - en ég veit ekki hvort mér finnist þetta góður eða slæmur valkostur. Þetta snertir mig að voða litlu leyti, nema hvað að ef margir færa sig um set, þá verður samband mitt við serverinn betra og ég fæ lægra latency.

Hvað finnst ykkur um þetta mál? Eruð þið á low populated server? Fyndist ykkur réttlátt að hleypa ótakmörkuðum fjölda af lvl60 köllum á ykkar server? Hver er ykkar skoðun?

p.s. þið sem ekki hafið séð þessa tilkynningu, þá er hún hjer