Eins og flestir warcraft 3 áhugamenn vita þá er leikurinn sýndur á E3 og það áhugaverðasta sem er komið er að Bizzard eru búnir að gefa út þriðju cinematic-videó fyrir war3 og ég get fullvissað ykkur um það að þessi er sá flottasti hingað til. Ég er enn með gæsahúð þegar ég er að skrifa þetta :). Farið á warcraftiii.net og náið í hann, 29 mb.

Gamespot er með mjög góða umfjöllun á öllum leikjunum og nýtt preview var að koma þar um war3 og eitt það bitastæðasta þar er að quote: “the most powerful creeps will be ‘fully-grown dragons’” ( fyrir þá litlu sem kunna ekki ensku; öflugustu hlutlausu dýrin er fullvaxnir drekar), ætli það verði líka til baby dragons?
Nýr kall kominn í ljós hjá Mönnunum “Flying Serpent”
( bein þýðing Fljúgandi Eðla/Dreki) sem sést vel hérna : "http://www.warcraftiii.net/screenshots/ingame/ingame-085.shtml“ . Goblin Sappers koma aftur í leikinn en mar getur keypt þá í Temple of Boom

Þetta er svo geðveikt mikið efni að ég yrði allan dag að þessu svo að hér er url á aðal-briefing sem komið er en kíkið svo aftur á hann seinna þá er örugglega búið að update hann ”http://www.warcraftiii.net/articles/e32001/briefing.shtml"

kv.
Mandulis