Þar sem ég er orðinn leiður á að fólk dæmi hunter classinn fyrirfram sem lélegann og fáránlegan class sem getur ekki shit í PvE og enn verri í PvP þá hef ég ákveðið að senda þessa grein og hjálpa þeim sem að ætla að spila þennann class.

Inngangur
Hunter er sá class sem þarf að hugsa mest með (já ég veit af Mr.Mage þarna). Hann er sterkasti classinn ef hann er spilaður rétt en veikasti ef hann er spilaður vitlaust. Margir vilja meina að hunter sé bara galdralaus útgáfa af mage, það er smá rétt í því en aðalmunurinn á mage og hunter er að hunter er gear dependant sem gerir hann aðeins verri á lvl 1-20 en ólíkt mage getur hann haldið áfram að styrkjast eftir lvl 60 (með því að fá betri items). Ef þú ætlar að halda að þú getir spilað hunter án þess að hugsa (warrior), með því að plana allar þínar hreyfingar fyrirfram (mage) eða með því að gera alltaf sama hlutinn (rogue) þá skaltu strax velja annað class.

Race
Byrjaðu á að ákveða, Alliance eða Horde, það skiptir meira máli en racical traits og það.
Svo er komið að því að velja race, gott að muna að stats skipta ENGU MÁLI því á lvl 60 eru byrjunar stats bara 10-20% af total. Líka gott að muna að byssur eru aðeins betri en bogar, útskíri það betur seinna í greininni.
Ég set race-in í þá röð sem ég mundi velja, það er samt ekkert réttara og/eða betra en annað, spilaðu það sem þér finnst flottast og þægilegast.
Alliance:
1. Night Elf. shadowmeld er mjög gott og flott og fyrir mestu power playerana þá geta NE líka notað byssu (er bara soldið ljótt). Svo kemur parry alltaf að góðum notum, tala nú ekki um með counterattack.
2. Dwarf. Byssan gerir hann sterkann og stoneskin er mjög gott í PvP, sérstaklega á móti rogues. Sama og enginn munur á hvort hann eða NE er betri
Horde:
1. Orc. Útaf því hvað hann er í góðu sambandi við pet-ið og því gerir það mera dmg.
2. Tauren. Því war stomp er gott og hann hefur mera health, væri nr1 ef hann væri ekki sona stór (því stór target deyja fyrst í PvP, á PvE server er hann bestur)
3. Troll.hann fær hinn vafasama titil, versti hunterinn. Jájá, regeneration og beast slaying er gott, en hinir eru bara betri.

lvl 1-10
á þessum lvlum ertu hræðilega lélegur og getur ekki shit, aðallega því þú hefur ekki pet. Ekki reyna að seigja að þú vitir eitthvað um huntera ef þú ert á þessu stigi því þú hefur ekkert af þeim skillum sem gera hunter að hunter.

Solo í PvE
Hér blómstar hunterinn (einsog allstaðar annarstðar).
Sentu alltaf pet-ið fyrst og BÍDDU eftir að það hefur náð höggi á creepið og auto-castað growl. Þá máttu byrja að skjóta, ef creepið er spellcaster, notaðu þá viper sting til að taka mana-ið burt, ef ekki, skjóttu þá DoT skotum fyrst.ef eitthvað fer úrskeiðis og creepið ræðst á þig þá skalltu:
a) skjóttu enhverju skoti sem hægir á því eða stun-ar og dreptu það síðan í návígi.
b) notaðu disengage og láttu það fara aftur í pet-ið.
Ef þetta virkar ekki þá ertu dead meat.
Á móti mörgum creepum í hóp:
Pullaði eitt í einu úr höpnum (lýsi síðar í greinini öllu um pulling) og notaðu ofangreindar aðferðir til að drepa það, ekki vera hræddur við að lenda í návígi.

PvE í hópi
ÞÚ og bara ÞÚ átt að vera leaderinn (nema það sér hærri lvl hunter í hópnum). Pullerinn á alltaf að vera leaderinn og þar sem þú ert pullerinn þá er það þitt verk. Aðeins mestu egoistar í heimi myndu banna þér það. Þú ert augu og eyru hópsins með þína track skilla og verður að stýra hópnum öruggustu leiðina. Í bardaga skaltu bíða þar til tankurinn hefur náð athygli creepsins og byrja þá að skjóta. Alls ekki vera hræddur við návígi, ef það er enginn tankur þá getur þú jafnvel verið hann.

Val á pet-i
Byrjaðu á að temja öll dýr sem þú sérð til að læra sem flest special abilitys frá þeim. Síðan þarftu að velja: Kött fyrir PvP (útaf háu dps) en björn fyrir PvE (útaf tank skill). Kauptu 1 pláss hesthúsinu til að geta átt og þjálfað bæði í einu. Gullreglan er sú að pet-in eru ekki mismunandi eftir ættbálkum heldur bara eftir tegundun. T.d. Brown bear, Ice claw bear, allt sem heitir bear, jafnver old scooty (elite beast) eru eins fyrir utan byrjunarlvl en þú þjálfar dýrið upp í hærra lvl með þér.

Byssur vs. Bogar
Byssurnar hafa yfirhöndina hér. Bogi gerir meira grunndmg en með engineering skill er hægt að búa til byssuskot sem gera alltað +17 dmg og þá er byssan sigurvegarinn, aftur á móti eru bogar kröftugri svo við erum að tala um 1-2 dps mun.

Pulling
Þegar þú pullar áttu að vera með það track skill í gangi sem nemur þau creeps sem þú ert að pulla. Pulling gengur út á það að láta creep elta þig að staðnum þar sem partýið er til að þurfa ekki að takast á við allan creepahópinn í einu. Þú nálgast creepahópinn þar til þú ert í byssufæri (sérð það á því að auto shot takkinn fær lit í sig (hættir að vera svarthvítur) og skítur einu skoti í það creep sem er lengst frá félögum sínum, alls ekki skjóta fleiru en einu skoti. Það gætu komið 2-3 creeps á eftir þér ef hópurinn var þéttur. Nú er bara málið að leiða þau að tanknum og byrja bardagann.

PvP, einn eða í litlum hóp (1-5)
Aðeins tvö atriði sem ég get sagt hér, restin verður þú að finna út sjálfur. Þú átt ALLTAF að velja andstæðinginn, rétt lvl og rétt class til að þú vinnir pottþétt bardagann. Alltaf að hafa track humanoids í gangi. Þú sérð óvininn alltaf áður en hann sér þig. Þú verður að nýta það einsog kostur er. Hitt er að þú mátt ekki vera hræddur við návígi en samt skjóta þegar kostur er. Mestu vandamálin er ef að óvinurinn er hunter líka því þá sér hann þig.

PvP í raid
Þegar raidin er að ferðast, labbaðu þá fremst með track humanoids og varaðu leaderinn við hættum. Í bardaga skaltu vera öruggur fyrir aftan víglínuna og skjóta. Gott er að muna að hunter hefur eina skillið sem hræðir óvininn, hunters mark, þegar hann sér stóra ör fyrir ofan sig sem bendir á hann (sem táknar að öll ranged vopn fá bónus á móti honum) verður hann í 80% tilvika svo hræddur að hann flýr aftast í hópinn því hann heldur að hann sé næsta skotmark ranged vopnana.

Talents
Eyddu ½ af þeim í markmansship og ½ í survival, ekki setja neitt í beast mastery.

Jæja, nenni ekki að gera meir, vona að þetta gagnist einhverjum eða hjálpi enhverjum að ákveða hvort hann ætli að vera hunter eða ekki.

Svo mega ákveðnir aðilar alveg sleppa því að flaima mig.

Með fyrirfram þökkum um gott viðhorf
Kalli